Fótbolti

Neita því að Henry sé að taka við liðinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Thierry Henry.
Thierry Henry. vísir/getty

New York Red Bulls hefur neitað þeim sögusögnum um að Thierry Henry sé að taka við liðinu.

Frakkinn hefur mikið verið orðaður við liðið síðustu vikur en í yfirlýsingu frá félaginu segir að það sé ekkert til í þeim sögusögnum.

„Síðustu sögusagnir um að Thierry Henry sé að koma til New York Red Bulls eru rangar,“ sagði Denis Hamlett, yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu.

Henry spilaði með félaginu frá 2014 til 2014 en þá skoraði hann 52 mörk í þeim 135 leikjum sem hann spilaði. Fyrsta starf Henry sem knattspyrnustjóri gekk ekki vel.

Hann tók við Mónakó síðasta haust og einungis þremur mánúðum síðar var hann rekinn. Hann er því atvinnulaus sem stendur en er ekki á leið til Bandaríkjanna. Að minnsta kosti ekki til New York Red Bulls.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.