Lífið kynningar

Króli klifraði upp á þakbita í afmæli Svínsins

Sæta svínið kynnir
Jói B og Króli komu fram í afmæli Svínsins í gær ásamt fjölda tónlistarmanna.
Jói B og Króli komu fram í afmæli Svínsins í gær ásamt fjölda tónlistarmanna.

Vinsælustu tónlistarmenn landsins tróðu upp fyrir fullu húsi af fjöri þegar Sæta Svínið Gastropub hélt upp á 3 ára afmælið sitt síðasta miðvikudag.

Brjálað stuð!

GDRN, Amabadama, Emmsjé Gauti, Jói P og Króli og fleiri frábærir tónlistarmenn gerðu allt gjörsamlega vitlaust á staðnum og skemmtu gestum ofan af borðum og jafnvel upp á þakbitum staðarins við  mikinn fögnuð viðstaddra. 

Þórunn Antonía og DJ Dóra Júlía stjórnuðu afmælispartýi og karókí í Kjallaranum. Slegist var um tækifærin til að syngja og fá að snúa lukkuhjólinu á eftir. Komust færri að en vildu.

Svínið fékk svín í afmælisgjöf

Súperstjarnan Sigga Kling var að sjálfssögðu á staðnum og færði Sæta Svíninu sætt svín að gjöf og listamenn frá Sirkusi Íslands skemmtu af sinni alkunnu snilld. Húsið var stútfullt af gómsætum veitingum og fljótandi veigum á sérverði og er óhætt að segja að allir hafi svo sannarlega skemmt sér vel.
Hér fyrir neðan má sjá myndir af stuðinu.

Þessi kynning er unnin í samstarfi við Sæta svínið. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.