Lífið samstarf

Króli klifraði upp á þakbita í afmæli Svínsins

Sæta svínið kynnir
Jói B og Króli komu fram í afmæli Svínsins í gær ásamt fjölda tónlistarmanna.
Jói B og Króli komu fram í afmæli Svínsins í gær ásamt fjölda tónlistarmanna.
Vinsælustu tónlistarmenn landsins tróðu upp fyrir fullu húsi af fjöri þegar Sæta Svínið Gastropub hélt upp á 3 ára afmælið sitt síðasta miðvikudag.Brjálað stuð!GDRN, Amabadama, Emmsjé Gauti, Jói P og Króli og fleiri frábærir tónlistarmenn gerðu allt gjörsamlega vitlaust á staðnum og skemmtu gestum ofan af borðum og jafnvel upp á þakbitum staðarins við  mikinn fögnuð viðstaddra. 

Þórunn Antonía og DJ Dóra Júlía stjórnuðu afmælispartýi og karókí í Kjallaranum. Slegist var um tækifærin til að syngja og fá að snúa lukkuhjólinu á eftir. Komust færri að en vildu.

Svínið fékk svín í afmælisgjöfSúperstjarnan Sigga Kling var að sjálfssögðu á staðnum og færði Sæta Svíninu sætt svín að gjöf og listamenn frá Sirkusi Íslands skemmtu af sinni alkunnu snilld. Húsið var stútfullt af gómsætum veitingum og fljótandi veigum á sérverði og er óhætt að segja að allir hafi svo sannarlega skemmt sér vel.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af stuðinu.Þessi kynning er unnin í samstarfi við Sæta svínið. 

Tengd skjölAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.