Lífið

Heilsubót eða hugarburður?

Skrifstofufólk teygir úr sér eftir langan setu á rassinum.
Skrifstofufólk teygir úr sér eftir langan setu á rassinum. NordicPhotos/Getty
Rannsóknir leiða stöðugt í ljós nýjar upplýsingar. Stöðugt virðast koma fram nýjar upplýsingar þar sem staðreyndir telja frekar en tilfinningar.

Að standa við skrifborðið

Langtímarannsókn á bakheilsu fjögur þúsund Bandaríkjamanna sýndi að lífslíkur aukast nákvæmlega ekki neitt við það að standa við skrifborðið frekar en að sitja. Staðan brennir að vísu fleiri hitaeiningum svo ef það er aðalmarkmiðið er endilega málið að standa sem lengst.

Glútensnautt fæði

Minna en tvö prósent einstaklinga þjást af celiac-sjúkdómnum sem á íslensku hefur verið kallaður glúten­óþol. Við hin verðum ekki fyrir áhrifum af glúteni. Rannsóknir sýna hins vegar að flestir finna fyrir uppþembu eftir að hafa borðað, hvort sem á matseðlinum er hveiti eða ekki.

Safadrykkja

Við safagerð úr ferskum ávöxtum og grænmeti hverfa allar góðu og hollu trefjarnar sem við þörfnumst og halda okkur söddum og sælum fram að næstu máltíð. Og eftir situr sykurinn sem hækkar blóðsykur sem eykur hungurtilfinningu. Borðaðu þessa ávexti og grænmetið og drekktu stórt vatnsglas með.

Handspritt

Reglulegur handþvottur gerir handspritt nánast alveg óþarft. Og ekkert handspritt er jafngóður gerla­bani og gamaldags sápa og vatn. Nóróveiran alræmda er til dæmis orðin ónæm fyrir handspritti og fleiri veirur munu fylgja í kjölfarið innan tíðar.

Að láta braka

Til skamms tíma var almenn vitneskja að það að láta braka í liðum væri ekki bara pirrandi fyrir aðra heldur mjög hættulegt fyrir liði brakarans. Fjölmargar rannsóknir hafa hnekkt þeirri hugmynd og rannsakendur segja jafnvel að liðabrakið sé vísbending um að liðirnir séu vel smurðir og heilbrigðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×