Sport

Segja Söru gefa hugtakinu „no pain, no gain“ nýja merkingu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Sigmundsdóttir.
Sara Sigmundsdóttir. Skjámynd/CNN

Sara Sigmundsdóttir fær mikið hrós frá CNN fyrir hörkuna sem hún hefur sýnt undanfarin ár við að berjast í gegnum sársaukafull meiðsli. Meiðslin hafa ekki aðeins reynt á hana líkamlega heldur líka andlega.

Vonbrigðin voru mikil hjá Söru á síðasta ári og velgengnin á árinu 2019 eftir allt mótlætið hefur komið íslensku CrossFit-drottningunni inn á borð hjá þessum heimsþekkta fréttamiðli í Bandaríkjunum.

CNN fékk Söru í viðtal þar sem farið var yfir magnaða endurkomu hennar í hóp þeirra bestu í heimi. Sara vann á dögunum eitt CrossFit mótið sem gaf sæti á heimsleikunum og fylgdi því síðan eftir með að vinna „The Open“.

Sara á risastóran aðdáendahóp í CrossFit heiminum og fáir keppendur fá meiri stuðning á mótum en hún. Blaðamaður CNN segir Söru vera einn af risunum í sportinu.

Viðtalið við Söru er kynnt inn á Twitter-síðu CNN og þar er skiljanlega gert mikið gert úr hörku hennar við að keppa með mikinn sársauka. Sara hefur nefnilega tvisvar verið rifbeinsbrotin á heimsleikunum.

Þar kemur fram að CrossFit íþróttafólk sem með því harðgerðasta í heimi en að þrátt fyrir það þá Sara Sigmundsdóttir gefi hugtakinu „enginn árangur án erfiðis“ eða „no pain, no gain“ upp á enska tungu hreinlega nýja merkingu með ósérhlífni sinni.

Það er eitt að komast í gegnum CrossFit keppni sem er aðeins fyrir fólk í frábæru formi heldur að gera það rifbeinsbrotin þegar flestir ættu í fyrsta lagi í miklum vandræðum með að anda.Einhver gæti líka hent því fram að í einu skiptin sem Sara hefur ekki unnið verðlaun á heimsleikunum í CrossFit eru einmitt þessi tvö skipti þar sem hún keppt með brotin rifbein.

Óheppnin elti hana nefnilega svo sannarlega árin 2017 og 2018 eftir að hafa unnið bronsverðlaun á leikunum 2015 og 2016. Hún kláraði keppnina 2017 rifbeinsbrotin en þurfti að sætta sig við fjórða sætið.

Lágpunkturinn var í fyrrahaust þegar Sara þurfti að hætta keppni á heimsleikunum vegna sársauka. Hún hafði þá pínt sig í gegnum níu erfiðar greinar en gat hreinlega ekki meira.

„Ég hef aldrei verið í eins góðu formi og ég var þarna. Ég hef aldrei verið hraustari og aldrei léttari á fæti. Mér leið frábærlega og fannst ég vera að toppa á réttum tíma. Ég var líka svo spennt að sýna hversu mikið ég hafði lagt á mig,“ sagði Sara og vonbrigðin urðu því þeim mun meiri.

Þess vegna hefur verið sérstaklega gaman að fylgjast með endurkomu Söru í ár og hún rúllaði upp opna hluta undankeppni heimsleikanna með glæsibrag.

„Ég er auðvitað mjög ánægð með að hafa unnið The Open. Ég geng samt ekki að neinu vísu. Ég veit að ég þarf að leggja ótrúlega mikið á mig til að geta gert það sem ég ætla mér að gera það sem eftir lifir tímabilsins. Ég er klár í þá áskorun,“ sagði Sara.Hápunkturinn eru heimsleikarnir í Madison í Wisconsin fylki í ágúst. Sara hefur dreymt lengi um sigur og var í formi til þess undanfarin tvö ár ef ekki hefðu komið til þessi leiðinda rifbeinsmeiðsli.

Blaðamaður CNN endar viðtalið á að spyrja Söru hvort hún geti unnið heimsleikana í ár. Sara svarar að hreinskilni eins og hún er þekkt fyrir.

„Já ég held að ég geti unnið heimsleikana í ár,“ sagði Sara. Miðað við frammistöðu hana að undanförnu þá hefur hún sýnt að það standast fáar í heiminum henni snúninginn á góðum degi.


Tengdar fréttir

„Bless London, halló Madison“

Klaufalegu mistökin sem strítt hafa Söru Sigmundsdóttur á mikilvægum Cross Fit mótum í gegnum tíðina voru hvergi sjáanleg í London um helgina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.