Segir ákvörðun Conors að hætta ekki tengjast ásökun um kynferðisofbeldi Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. mars 2019 09:00 Conor McGregor hætti á sínum forsendum. vísir/getty Írski bardagakappinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor tilkynnti í gær að hann væri hættur að keppa í blönduðum bardagalistum. Þetta er í annað sinn á ferlinum sem hann segist vera hættur en nú er líklegra að hann standi við stóru orðin. Conor segist ekki þurfa að berjast aftur. Hann hefur þénað mikið á hæfileikum sínum og frægð undanfarin ár og á nóg fyrir sig og sína fyrir lífstíð en Dana White, forseti UFC, sýnir Íranum fullan skilning.New York Times birti aftur á móti umfjöllun þess efnis að Conor væri enn til rannsóknar í tengslum við kynferðisofbeldi gegn konu á Írlandi í janúar en atvikið á að hafa átt sér stað á Beacon-hótelinu í Dyflinni þar sem að hann gistir þegar að hann dvelur í heimalandi sínu. Frétt New York Times birtist skömmu eftir að Conor McGregor tilkynnti að hann væri hættur og fóru þá margir að leggja saman tvo og tvo en Karen Kessler, talskona írska bardagakappans, gaf út yfirlýsingu þess efnis að rannsókn írsku lögreglunnar tengdist ákvörðun hans ekki neitt. „Þessi saga hefur verið í gangi í nokkurn tíma og það er óskiljanlegt hvers vegna verið er að birta þessa frétt. Sú ályktun að ákvörðun Conors að hætta í dag tengist þessum orðrómi er algjörlega röng. Ef Conor mun berjast aftur í framtíðinni verður það í umhverfi þar sem að bardagakappar eru virtir að verðleikum,“ sagði í yfirlýsingunni. Írland MMA Tengdar fréttir Forseti UFC: Ef ég væri Conor þá myndi ég líka hætta Það er allt á hvolfi í MMA-heiminum eftir að Conor McGregor tilkynnti að hann væri hættur í MMA. Margir sjá ástæðu til þess að tjá sig um málið. 26. mars 2019 10:30 ESPN-maðurinn trúir því ekki að Conor McGregor sé hættur Heitasta fréttin í morgun var vafalaust tilkynning Conor McGregor um að bardagahanskar Írans væru komnir upp á hillu. Það eru þó ekki allir sem trúa þessu. 26. mars 2019 09:00 Conor McGregor hættur í MMA Conor McGregor mun ekki ganga inn í búrið og berjast aftur, í það minnsta ekki fyrir UFC eða önnur MMA-sambönd. Þetta tilkynnti hann í dag. 26. mars 2019 07:21 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira
Írski bardagakappinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor tilkynnti í gær að hann væri hættur að keppa í blönduðum bardagalistum. Þetta er í annað sinn á ferlinum sem hann segist vera hættur en nú er líklegra að hann standi við stóru orðin. Conor segist ekki þurfa að berjast aftur. Hann hefur þénað mikið á hæfileikum sínum og frægð undanfarin ár og á nóg fyrir sig og sína fyrir lífstíð en Dana White, forseti UFC, sýnir Íranum fullan skilning.New York Times birti aftur á móti umfjöllun þess efnis að Conor væri enn til rannsóknar í tengslum við kynferðisofbeldi gegn konu á Írlandi í janúar en atvikið á að hafa átt sér stað á Beacon-hótelinu í Dyflinni þar sem að hann gistir þegar að hann dvelur í heimalandi sínu. Frétt New York Times birtist skömmu eftir að Conor McGregor tilkynnti að hann væri hættur og fóru þá margir að leggja saman tvo og tvo en Karen Kessler, talskona írska bardagakappans, gaf út yfirlýsingu þess efnis að rannsókn írsku lögreglunnar tengdist ákvörðun hans ekki neitt. „Þessi saga hefur verið í gangi í nokkurn tíma og það er óskiljanlegt hvers vegna verið er að birta þessa frétt. Sú ályktun að ákvörðun Conors að hætta í dag tengist þessum orðrómi er algjörlega röng. Ef Conor mun berjast aftur í framtíðinni verður það í umhverfi þar sem að bardagakappar eru virtir að verðleikum,“ sagði í yfirlýsingunni.
Írland MMA Tengdar fréttir Forseti UFC: Ef ég væri Conor þá myndi ég líka hætta Það er allt á hvolfi í MMA-heiminum eftir að Conor McGregor tilkynnti að hann væri hættur í MMA. Margir sjá ástæðu til þess að tjá sig um málið. 26. mars 2019 10:30 ESPN-maðurinn trúir því ekki að Conor McGregor sé hættur Heitasta fréttin í morgun var vafalaust tilkynning Conor McGregor um að bardagahanskar Írans væru komnir upp á hillu. Það eru þó ekki allir sem trúa þessu. 26. mars 2019 09:00 Conor McGregor hættur í MMA Conor McGregor mun ekki ganga inn í búrið og berjast aftur, í það minnsta ekki fyrir UFC eða önnur MMA-sambönd. Þetta tilkynnti hann í dag. 26. mars 2019 07:21 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira
Forseti UFC: Ef ég væri Conor þá myndi ég líka hætta Það er allt á hvolfi í MMA-heiminum eftir að Conor McGregor tilkynnti að hann væri hættur í MMA. Margir sjá ástæðu til þess að tjá sig um málið. 26. mars 2019 10:30
ESPN-maðurinn trúir því ekki að Conor McGregor sé hættur Heitasta fréttin í morgun var vafalaust tilkynning Conor McGregor um að bardagahanskar Írans væru komnir upp á hillu. Það eru þó ekki allir sem trúa þessu. 26. mars 2019 09:00
Conor McGregor hættur í MMA Conor McGregor mun ekki ganga inn í búrið og berjast aftur, í það minnsta ekki fyrir UFC eða önnur MMA-sambönd. Þetta tilkynnti hann í dag. 26. mars 2019 07:21