Stefnir á bandarísku mótaröðina Hjörvar Ólafsson skrifar 28. mars 2019 18:00 Arnar Davíð Jónsson. mynd/keilusamband íslands Arnar Davíð Jónsson keilari stendur vel að vígi á evrópsku mótaröðinni í keilu þegar fimm mót af 14 hafa verið spiluð. Arnar Davíð varð í fimmta sæti á móti sem fram fór í Dream Bowl Palace í München í Þýskalandi um síðustu helgi og tyllti hann sér í efsta sæti á mótaröðinni. Að þessu sinni kepptu um það bil 400 keppendur víðs vegar að úr heiminum á mótinu. „Ég er mjög ánægður með frammistöðu mína á tímabilinu og ég hef verið að spila mun stöðugri leik en ég bjóst við sjálfur. Ég flutti til Svíþjóðar í ágúst á síðasta ári og get einbeitt mér algjörlega að því að spila keilu hérna. Það er rík hefð fyrir keilu hérna og þetta er ein af sterkari þjóðum í Evrópu í greininni. Ég vinn í keilusalnum við ýmis viðvik tengd keilunni og æfi svo daglega. Það skilar sér í bættri frammistöðu,“ segir hann um tímabilið. Mótið sem Arnar Davíð lék á um helgina ber nafnið Brunswick Euro Challenge og stærsta keilumót ársins á Evróputúrnum. Þarna koma saman sterkustu keiluspilarar Evrópu en einungis ameríska mótaröðin þar sem bestu atvinnumenn heims koma saman er sterkari. Þangað stefnir Arnar Davíð á að keppa á næsta tímabili. Arnar Davíð sem keppir með sænska liðinu Höganas tryggir sér sæti í Master-keppninni ef hann heldur sér í efsta sæti á mótaröðinni. Þetta í fyrsta sinn sem íslenskur keilari nær þeim áfanga að tróna á toppnum. „Ég hef spilað með Höganas í fjögur ár en ég lék með liðinu á meðan ég bjó í Osló í Noregi. Þá tók ég bara rútuna í sex tíma í hvern deildarleik og það sýnir kannski hversu mikinn metnað ég hef fyrir því að ná langt í greininni. Við erum að berjast fyrir því að komast úr B-deildinni upp í þá efstu en liðið hefur verið að reyna það í sex ár. Vonandi tekst það í ár,“ segir Arnar um stöðu mála hjá sér. Hann er að fylgja eftir frábærum endi á síðasta keppnistímabili en þá varð hann til að mynda fyrsti íslenski keilarinn til að vinna mót á evrópsku mótaröðinni þegar hann vann Óðinsvé International í Danmörku. Næsta mót á mótaröðinni verður um mánaðamótin júní og júlí í Madríd á Spáni og mótaröðinni lýkur svo í nóvember. „Mig langar að komast á amerísku mótaröðina og ég tel það vel raunhæft. Ég er alveg á pari við þá keilara sem eru að spila þar þegar ég næ mínum besta leik. Þegar evrópsku mótaröðinni lýkur fer ég að einbeita mér að því að komast á meðal þeirra bestu í Bandaríkjunum,“ segir þessi metnaðarfulli keilari um framhaldið. Aðrar íþróttir Keila Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sjá meira
Arnar Davíð Jónsson keilari stendur vel að vígi á evrópsku mótaröðinni í keilu þegar fimm mót af 14 hafa verið spiluð. Arnar Davíð varð í fimmta sæti á móti sem fram fór í Dream Bowl Palace í München í Þýskalandi um síðustu helgi og tyllti hann sér í efsta sæti á mótaröðinni. Að þessu sinni kepptu um það bil 400 keppendur víðs vegar að úr heiminum á mótinu. „Ég er mjög ánægður með frammistöðu mína á tímabilinu og ég hef verið að spila mun stöðugri leik en ég bjóst við sjálfur. Ég flutti til Svíþjóðar í ágúst á síðasta ári og get einbeitt mér algjörlega að því að spila keilu hérna. Það er rík hefð fyrir keilu hérna og þetta er ein af sterkari þjóðum í Evrópu í greininni. Ég vinn í keilusalnum við ýmis viðvik tengd keilunni og æfi svo daglega. Það skilar sér í bættri frammistöðu,“ segir hann um tímabilið. Mótið sem Arnar Davíð lék á um helgina ber nafnið Brunswick Euro Challenge og stærsta keilumót ársins á Evróputúrnum. Þarna koma saman sterkustu keiluspilarar Evrópu en einungis ameríska mótaröðin þar sem bestu atvinnumenn heims koma saman er sterkari. Þangað stefnir Arnar Davíð á að keppa á næsta tímabili. Arnar Davíð sem keppir með sænska liðinu Höganas tryggir sér sæti í Master-keppninni ef hann heldur sér í efsta sæti á mótaröðinni. Þetta í fyrsta sinn sem íslenskur keilari nær þeim áfanga að tróna á toppnum. „Ég hef spilað með Höganas í fjögur ár en ég lék með liðinu á meðan ég bjó í Osló í Noregi. Þá tók ég bara rútuna í sex tíma í hvern deildarleik og það sýnir kannski hversu mikinn metnað ég hef fyrir því að ná langt í greininni. Við erum að berjast fyrir því að komast úr B-deildinni upp í þá efstu en liðið hefur verið að reyna það í sex ár. Vonandi tekst það í ár,“ segir Arnar um stöðu mála hjá sér. Hann er að fylgja eftir frábærum endi á síðasta keppnistímabili en þá varð hann til að mynda fyrsti íslenski keilarinn til að vinna mót á evrópsku mótaröðinni þegar hann vann Óðinsvé International í Danmörku. Næsta mót á mótaröðinni verður um mánaðamótin júní og júlí í Madríd á Spáni og mótaröðinni lýkur svo í nóvember. „Mig langar að komast á amerísku mótaröðina og ég tel það vel raunhæft. Ég er alveg á pari við þá keilara sem eru að spila þar þegar ég næ mínum besta leik. Þegar evrópsku mótaröðinni lýkur fer ég að einbeita mér að því að komast á meðal þeirra bestu í Bandaríkjunum,“ segir þessi metnaðarfulli keilari um framhaldið.
Aðrar íþróttir Keila Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sjá meira