Conor McGregor handtekinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2019 09:00 Conor McGregor. Getty/Harry How Bardagakappinn og Íslandsvinurinn kom sér enn á ný í vandræði í Miami í Bandaríkjunum í nótt. Írinn Conor McGregor er einn frægasti og vinsælasti UFC-bardagakappi í heimi. Það þekkja hann því margir og sumir vilja líka taka af honum myndir. Ein slík tilraun endaði hins vegar ekki vel í nótt. Conor var handtekinn í nótt fyrir að eyðileggja síma hjá aðdáanda sem var að reyna að taka af honum myndir. Conor var síðan í framhaldinu kærður fyrir að ræna símanum.BREAKING: Star fighter Conor McGregor arrested on Miami Beach, accused of smashing fan’s phone. https://t.co/nX8mwUCQBIpic.twitter.com/wxzhfquRAN — Miami Herald (@MiamiHerald) March 11, 2019Lögreglan segir að Conor hafi slegið símann úr hendi viðkomandi, trampað á honum en síðan tekið símann upp og farið í burtu með hann. Þetta gerðist klukkan 5.20 um morgun að staðartíma en Conor var þá að yfirgefa Fontainebleau Miami Beach hótelið þar sem hann gistir þessa dagana. „Fórnarlambið reyndi að taka mynd af honum með símanum sínum. Hinn ákærði sló símann úr hendi hans og síminn féll á gólfið,“ segir í skýrslu lögreglu.UPDATED: MMA fighter Conor McGregor charged with strong-armed robbery and criminal mischief (both felonies) for allegedly smashing a fan's phone outside the Fountainebleau hotel https://t.co/QYIOKOEWsWpic.twitter.com/WQO0LVsD5c — David Ovalle (@DavidOvalle305) March 11, 2019„Hinn ákærði trampaði síðan nokkrum sinnum á símanum og skemmdi hann. Þá tók hann upp símann og gekk í burtu með hann. Hinn ákærði var handtekinn í framhaldinu,“ segir enn fremur í umræddri skýrslu lögreglunnar. Síminn er metinn á þúsund dollara eða um 122 þúsund krónur íslenskar. Conor McGregor var sleppt gegn tólf þúsund og fimm hundruð dollara tryggingu sem er um ein og hálf milljón í íslenskum krónum.WATCH: Footage from moments ago as MMA star #ConorMcGregor leaves jail in Miami-Dade County. He was arrested earlier today after allegedly smashing a man's phone and taking it. Read the latest here: https://t.co/EdMPjTYBMppic.twitter.com/hDASDqwV3C — CBS4 Miami (@CBSMiami) March 12, 2019McGregor hefur áður látið skapið hlaupa með sig í gönur og á síðasta ári var hann dæmdur til að fara í tíma í reiðistjórnun auk samfélagsþjónustu. Þá hafði Conor ráðist á rútu með UFC-bardagamönnum. Conor McGregor er staddur í Flórída að undirbúa sig fyrir endurkomuna í UFC búrið en hann tapaði síðasta bardaga sínum sem var á móti Rússanum Khabib Nurmagomedov í október 2018. Þar áður reyndi hann fyrir sér í boxhringnum á móti Floyd Mayweather. Bandaríkin Írland MMA Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Sjá meira
Bardagakappinn og Íslandsvinurinn kom sér enn á ný í vandræði í Miami í Bandaríkjunum í nótt. Írinn Conor McGregor er einn frægasti og vinsælasti UFC-bardagakappi í heimi. Það þekkja hann því margir og sumir vilja líka taka af honum myndir. Ein slík tilraun endaði hins vegar ekki vel í nótt. Conor var handtekinn í nótt fyrir að eyðileggja síma hjá aðdáanda sem var að reyna að taka af honum myndir. Conor var síðan í framhaldinu kærður fyrir að ræna símanum.BREAKING: Star fighter Conor McGregor arrested on Miami Beach, accused of smashing fan’s phone. https://t.co/nX8mwUCQBIpic.twitter.com/wxzhfquRAN — Miami Herald (@MiamiHerald) March 11, 2019Lögreglan segir að Conor hafi slegið símann úr hendi viðkomandi, trampað á honum en síðan tekið símann upp og farið í burtu með hann. Þetta gerðist klukkan 5.20 um morgun að staðartíma en Conor var þá að yfirgefa Fontainebleau Miami Beach hótelið þar sem hann gistir þessa dagana. „Fórnarlambið reyndi að taka mynd af honum með símanum sínum. Hinn ákærði sló símann úr hendi hans og síminn féll á gólfið,“ segir í skýrslu lögreglu.UPDATED: MMA fighter Conor McGregor charged with strong-armed robbery and criminal mischief (both felonies) for allegedly smashing a fan's phone outside the Fountainebleau hotel https://t.co/QYIOKOEWsWpic.twitter.com/WQO0LVsD5c — David Ovalle (@DavidOvalle305) March 11, 2019„Hinn ákærði trampaði síðan nokkrum sinnum á símanum og skemmdi hann. Þá tók hann upp símann og gekk í burtu með hann. Hinn ákærði var handtekinn í framhaldinu,“ segir enn fremur í umræddri skýrslu lögreglunnar. Síminn er metinn á þúsund dollara eða um 122 þúsund krónur íslenskar. Conor McGregor var sleppt gegn tólf þúsund og fimm hundruð dollara tryggingu sem er um ein og hálf milljón í íslenskum krónum.WATCH: Footage from moments ago as MMA star #ConorMcGregor leaves jail in Miami-Dade County. He was arrested earlier today after allegedly smashing a man's phone and taking it. Read the latest here: https://t.co/EdMPjTYBMppic.twitter.com/hDASDqwV3C — CBS4 Miami (@CBSMiami) March 12, 2019McGregor hefur áður látið skapið hlaupa með sig í gönur og á síðasta ári var hann dæmdur til að fara í tíma í reiðistjórnun auk samfélagsþjónustu. Þá hafði Conor ráðist á rútu með UFC-bardagamönnum. Conor McGregor er staddur í Flórída að undirbúa sig fyrir endurkomuna í UFC búrið en hann tapaði síðasta bardaga sínum sem var á móti Rússanum Khabib Nurmagomedov í október 2018. Þar áður reyndi hann fyrir sér í boxhringnum á móti Floyd Mayweather.
Bandaríkin Írland MMA Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Sjá meira