Sport

Sami sterinn virðist vera fastur í Jon Jones | Fær að berjast á morgun

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sterinn sem Jon Jones tók fyrir tveimur árum neitar að yfirgefa líkama hans.
Sterinn sem Jon Jones tók fyrir tveimur árum neitar að yfirgefa líkama hans. vísir/getty
Sagan endalausa með Jon Jones og lyfjapróf hélt áfram í gær er í ljós kom að fjögur lyfjapróf fyrir bardaga helgarinnar hefðu reynst jákvæð.

Sem fyrr er það anabólíski sterinn Turinabol sem er að finnast í píkógrömmum í Jones en hann fékk bann fyrir inntöku sterans árið 2017.

Leifar af þessum stera fundust fyrir bardagann gegn Alexander Gustafsson í desember og er enn að finnast. Þá var því haldið fram að þetta væru leifar frá árinu 2017. Ekki trúðu allir því þá en fleiri gera það nú en þessar niðurstöður eru óvenjulegar og sérfræðingar munu kafa djúpt í málið.

Enginn bardagakappi hefur verið leyfjaprófaður eins mikið og Jon Jones fyrir bardaga helgarinnar. Þrír mismunandi aðilar hafa verið taka lyfjapróf og greiðir Jones sjálfur fyrir tvö þeirra. Það verður því að teljast afar hæpið að hann sé að taka eitthvað.

Það eru líka engin merki um nýlega inntöku á efninu og engu líkara en hann losni ekki við þessi píkógrömm af steranum. Sum lyfjaprófin koma samt neikvæð út en fjögur þeirra hafa verið jákvæði og alltaf með sömu ögnunum af sama steranum.

Ákveðið hefur verið að Jones fái að berjast á UFC 235 annað kvöld í Las Vegas. Bardagakvöldið er að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport.

MMA

Tengdar fréttir

Jon Jones stóðst lyfjaprófið fyrir bardagann

Það lítur út fyrir að Jon Jones muni halda léttþungavigtarbeltinu hjá UFC eftir allt saman því hann stóðst lyfjaprófið sem hann fór í degi fyrir titilbardagann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×