Íslenski boltinn

Stjörnukonur fá liðsstyrk frá Mexíkó

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Nýjasti liðsmaður Stjörnunnar í baráttu við Wendie Renard.
Nýjasti liðsmaður Stjörnunnar í baráttu við Wendie Renard. vísir/getty
Mexíkóska landsliðskonan Renae Cuellar mun leika með Stjörnunni í Pepsi-Max deild kvenna á komandi leiktíð. Fótbolti.net greinir frá þessu í dag.

Cuellar þessi er 28 ára gamall sóknarmaður sem á 25 landsleiki að baki fyrir Mexíkó og hefur skorað í þeim sjö mörk.

Hún var síðast á mála hjá Kiryat Gat í Ísrael en hefur farið víða á ferli sínum og leikið í úrvalsdeildinni í Suður-Kóreu, neðri deildum Þýskalands og Svíþjóðar auk þess að hafa spilað í NWSL, bandarísku atvinnumannadeildinni.

Mexíkóskir leikmenn hafa reynst vel í íslenska kvennaboltanum á undanförnum árum en bestu dæmin það eru þær Sandra Stephany Mayor og Bianca Sierra hjá Þór/KA en einnig hafa ÍBV og Valur verið með mexíkóska leikmenn á sínum snærum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×