Lífið kynningar

Tryllt stuð á árlegu Carnivali Sushi Social

Sushi Social kynnir
Sambadrottningin Josy Zareen hélt uppi stuðinu á Sushi Social í gær.
Sambadrottningin Josy Zareen hélt uppi stuðinu á Sushi Social í gær. Sushi Social

Veitingahúsið Sushi Social hélt sitt gríðarlega vinsæla Carnival í gær, fimmtudaginn 7. mars. Staðurinn var stútfullur af skemmtun, dansi, glimmeri og gleði og gæddu gestir sér á dýrindis veitingum og veigum.
 

Sérstakir barþjónar Glimmerbarsins frá Törutrix sáu til þess að allir glitruðu og glönsuðu. Dj Goggi, Gnúsi Yones og Steinunn Amabadama sáu um sjóðheita sambatóna með Samma, Helga og vinum.

Súparstjarnan Sigga Kling gladdi gesti á sinn einstaka hátt og sambadrottningin Josy Zareen kom gestum í dansgírinn, ásamt dansmeyjum sínum.

Einar Mikael töframaður skemmti gestum með skemmtilegum brögðum.

Sjá myndir af fjörinu hér fyrir neðan.

Þessi kynning er unnin í samstarfi við Sushi Social.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.