Van Gerwen í úrvalsdeildinni í pílu í kvöld: „Það eina sem skiptir máli er að vinna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2019 15:30 Michael van Gerwen elskar að vinna og hefur líka unnið marga sigra á ferli sínum í pílunni. Getty/Jordan Mansfield Bestu pílumenn heims hafa sett stefnuna á það að komast í úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar í pílu og nú geta Íslendingar fylgst með þessari spennandi keppni þeirra. Úrvalsdeildin í pílu heldur áfram í kvöld og fjórða umferðin verður í beinni á Stöð 2 Sport frá klukkan 19.00. Hollenski heimsmeistarinn Michael van Gerwen hefur verið í miklum ham í fyrstu þremur umferðunum og er með fullt hús eftir sannfærandi sigur á Rob Cross fyrir viku síðan. Það hefur verið mikið um flott tilþrif í ár eins og sjá má hér fyrir neðan.It's been raining nine darters so far in 2019! For the first time in PDC history, the number of perfect legs hit in the opening two months of the year has gone through double figures. Who will be the first to hit one on TV this year?https://t.co/RfVRHeLdFNpic.twitter.com/5bqNRFht5F — PDC Darts (@OfficialPDC) February 25, 2019Michael van Gerwen er með sex stig eða tveimur stigum meira en næstu menn sem eru Norður-Írinn Daryl Gurney, hinn velski Gerwyn Price og Skotinn Peter Wright. Úrvalsdeildin í pílu er deildarkeppni þar sem ein umferð fer fram á kvöldi þar sem keppendur fá tvö stig fyrir sigur og eitt stig fyrir jafntefli. Í úrvalsdeildinni keppa níu bestu pílumenn heims og svo er einn gestur sem keppir á hverju kvöldi. Eftir fjórtán umferðir fara fjórir efstu í úrslitakeppnina þar sem er keppt með útsláttarfyrirkomulagi. Hver umferð fer fram á mismundandi stað. Fyrir viku var keppt í Dublin í Írlandi en í kvöld fer keppnin fram í Westpoint Arena í Exeter í Englandi. Michael van Gerwen hefur unnið úrvalsdeildina þrjú ár í röð og það er gaman að fylgjast með þessum magnaða pílukastara. „Ég er í efsta sætinu og ég vill vera þar áfram. Það eina sem skiptir máli er að vinna og ég elska það að spila fyrir framan stóran hóp af fólki,“ sagði Michael van Gerwen fyrir keppni kvöldsins. Það er ekkert skrýtið að hann tali um stemmninguna á keppninni því hún er oftast svakalega skemmtileg. Michael van Gerwen mætir Englendingnum James Wade í kvöld en Wade er í 5. sæti með 3 stig eftir jafntefli í síðustu umferð. „Hinir spilararnir þurfa að leika vel til að vinna mig og ég þarf að passa upp á að ég haldi mér í góðu formi, spili vel og geri engin mistök. Ég er mjög ánægður með þessa þrjá sigra og get lítið kvartað en ég ætla mér þessu tvö stig í Exeter líka,“ sagði Michael van Gerwen. Menn gera allt til þess að geta verið með eins og sjá má á viðtali við Michael Smith sem spilar í kvöld í gegnum mikinn sársauka og sýkingu. Smith komst í úrslitaleikinn á HM á dögunum en hefur ekki náð að fylgja því alveg eftir. "I'm on painkillers and antibiotics. I've got strapping round my leg and groin which has to be changed every day to protect it from further infection." Despite emergency surgery on an abscess, @BullyBoy180 will play in Thursday's Premier League https://t.co/T0VJXYs4rY — Sporting Life (@SportingLife) February 27, 2019Viðureignir kvöldsins eru: Luke Humphries (Gestur) - Gerwyn Price (3. sæti) Daryl Gurney (2. sæti) - Rob Cross (6. sæti) Mensur Suljovic (8. sæti) - Peter Wright (4. sæti) Michael van Gerwen (1. sæti) - James Wade (5. sæti) Michael Smith (9. sæti) - Raymond van Barneveld (7. sæti)PREVIEW | We look ahead to Thursday's @unibet Premier League Night Four @WestpointExeter. Full preview: https://t.co/dZdv1wp5Vi Last few tickets via https://t.co/V4znkuaiitpic.twitter.com/B9UUdB2SBi — PDC Darts (@OfficialPDC) February 27, 2019Útsendingin á Stöð 2 Sport hefst klukkan 19.00 og Páll Sævar Guðjónsson mun lýsa því sem fyrir augu ber eins og honum einum er lagið. Aðrar íþróttir Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Sjá meira
Bestu pílumenn heims hafa sett stefnuna á það að komast í úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar í pílu og nú geta Íslendingar fylgst með þessari spennandi keppni þeirra. Úrvalsdeildin í pílu heldur áfram í kvöld og fjórða umferðin verður í beinni á Stöð 2 Sport frá klukkan 19.00. Hollenski heimsmeistarinn Michael van Gerwen hefur verið í miklum ham í fyrstu þremur umferðunum og er með fullt hús eftir sannfærandi sigur á Rob Cross fyrir viku síðan. Það hefur verið mikið um flott tilþrif í ár eins og sjá má hér fyrir neðan.It's been raining nine darters so far in 2019! For the first time in PDC history, the number of perfect legs hit in the opening two months of the year has gone through double figures. Who will be the first to hit one on TV this year?https://t.co/RfVRHeLdFNpic.twitter.com/5bqNRFht5F — PDC Darts (@OfficialPDC) February 25, 2019Michael van Gerwen er með sex stig eða tveimur stigum meira en næstu menn sem eru Norður-Írinn Daryl Gurney, hinn velski Gerwyn Price og Skotinn Peter Wright. Úrvalsdeildin í pílu er deildarkeppni þar sem ein umferð fer fram á kvöldi þar sem keppendur fá tvö stig fyrir sigur og eitt stig fyrir jafntefli. Í úrvalsdeildinni keppa níu bestu pílumenn heims og svo er einn gestur sem keppir á hverju kvöldi. Eftir fjórtán umferðir fara fjórir efstu í úrslitakeppnina þar sem er keppt með útsláttarfyrirkomulagi. Hver umferð fer fram á mismundandi stað. Fyrir viku var keppt í Dublin í Írlandi en í kvöld fer keppnin fram í Westpoint Arena í Exeter í Englandi. Michael van Gerwen hefur unnið úrvalsdeildina þrjú ár í röð og það er gaman að fylgjast með þessum magnaða pílukastara. „Ég er í efsta sætinu og ég vill vera þar áfram. Það eina sem skiptir máli er að vinna og ég elska það að spila fyrir framan stóran hóp af fólki,“ sagði Michael van Gerwen fyrir keppni kvöldsins. Það er ekkert skrýtið að hann tali um stemmninguna á keppninni því hún er oftast svakalega skemmtileg. Michael van Gerwen mætir Englendingnum James Wade í kvöld en Wade er í 5. sæti með 3 stig eftir jafntefli í síðustu umferð. „Hinir spilararnir þurfa að leika vel til að vinna mig og ég þarf að passa upp á að ég haldi mér í góðu formi, spili vel og geri engin mistök. Ég er mjög ánægður með þessa þrjá sigra og get lítið kvartað en ég ætla mér þessu tvö stig í Exeter líka,“ sagði Michael van Gerwen. Menn gera allt til þess að geta verið með eins og sjá má á viðtali við Michael Smith sem spilar í kvöld í gegnum mikinn sársauka og sýkingu. Smith komst í úrslitaleikinn á HM á dögunum en hefur ekki náð að fylgja því alveg eftir. "I'm on painkillers and antibiotics. I've got strapping round my leg and groin which has to be changed every day to protect it from further infection." Despite emergency surgery on an abscess, @BullyBoy180 will play in Thursday's Premier League https://t.co/T0VJXYs4rY — Sporting Life (@SportingLife) February 27, 2019Viðureignir kvöldsins eru: Luke Humphries (Gestur) - Gerwyn Price (3. sæti) Daryl Gurney (2. sæti) - Rob Cross (6. sæti) Mensur Suljovic (8. sæti) - Peter Wright (4. sæti) Michael van Gerwen (1. sæti) - James Wade (5. sæti) Michael Smith (9. sæti) - Raymond van Barneveld (7. sæti)PREVIEW | We look ahead to Thursday's @unibet Premier League Night Four @WestpointExeter. Full preview: https://t.co/dZdv1wp5Vi Last few tickets via https://t.co/V4znkuaiitpic.twitter.com/B9UUdB2SBi — PDC Darts (@OfficialPDC) February 27, 2019Útsendingin á Stöð 2 Sport hefst klukkan 19.00 og Páll Sævar Guðjónsson mun lýsa því sem fyrir augu ber eins og honum einum er lagið.
Aðrar íþróttir Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn