Fótbolti

Alfreð meiddist í tapi

Dagur Lárusson skrifar
Alfreð fór meiddur af velli.
Alfreð fór meiddur af velli. vísir/getty

Al­freð Finn­boga­son fór meiddur af velli fyrir Augsburg í 4-0 tapi liðsins í dag gegn Werder Bremen.
 
Al­freð byrjaði sem fremsti maður hjá Augs­burg en Augsburg sá því miður aldrei til sólar í þessum leik. Raschica skoraði tvistar fyrir Werder Bremen á meðan þeir Eggertstein og Mohwald skoruðu báðir eitt mark. Lokastaðan 4-0.
 
Helstu tíðindi leiksins hvað varðar Al­freð var að honum var skipt af velli  á 68. mín­útu fyr­ir Andre Hahn en sam­kvæmt Twitter-síðu Augs­burg fór Al­freð af velli vegna meiðsla. Ekki er vitað hvort um alvarleg meiðsli sé að ræða.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.