Synjað um námu fyrir jólatré við Bláfjallaveg Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. febrúar 2019 08:27 Í námunni var hluti stórmyndarinnar Noah tekinn upp. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Áform Skógræktarfélags Hafnarfjarðar um ræktun í námu við Bláfjallaveg virðast ekki ætla að ganga eftir. Skógræktarfélagið kvaðst í erindi til Hafnarfjarðarbæjar vilja fá námuna og svæðið í norðanverðum Undirhlíðum til ræktunar. Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis mælir hins vegar gegn því varðandi námuna. Hún var opnuð í tengslum við gerð Bláfjallavegar og lokað fyrir nokkrum árum. „Náman er inni á fjarsvæði vatnsverndar vegna vatnsbólanna í Kaldárbotnum. Botn hennar er klöpp og skammt niður á grunnvatn sem líkur eru á að geti streymt til vatnsbóla Hafnfirðinga í Kaldárbotnum. Ljóst er að ef farið verður í áformaða skógrækt innan marka námunnar þurfa að koma til miklir flutningar á jarðvegi og hrossataði eða öðrum áburðarefnum,“ bendir heilbrigðiseftirlitið á í umsögn til bæjaryfirvalda. „Heilbrigðiseftirlitið telur ótímabært að verða við erindinu fyrr en niðurstöður úr rannsóknum liggja fyrir og að sýnt hafi verið fram á að öryggi vatnsbólanna verði ekki stefnt í hættu,“ segir í umsögninni. Skógræktarfélagið vill námuna undir ræktun á jólatrjám. „Náman verður fyrst og fremst notuð til að gera tilraunir með ræktun sígrænna trjátegunda, sem gætu hentað sem jólatré.“ Umhverfis- og framkvæmdaráð Hafnarfjarðar hafnaði á miðvikudag erindi skógræktarfélagsins á grundvelli álits heilbrigðiseftirlitsins. Jónatan Garðarsson, stjórnarmaður í Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar og formaður þess er erindið var sent 2017, segir álit heilbrigðiseftirlitsins byggt á misskilningi. „Það verða engin efni sett í jörðu. Ætlunin er að dreifa fræjum af furu og greni og það verður látið spretta af sjálfu sér á náttúrulegan hátt,“ segir Jónatan Garðarsson. „Þeir hafa ekki einu sinni leitað til okkar til að kanna málið. Furan er best í svona grýttu, rýru landi og það að setja mold þarna myndi eyðileggja svæðið. Og hrossaskítur þarf ekki að vera þarna; það þarf ekki að vera neinn áburður. Þetta þrífst algjörlega án hans.“ Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Skipulag Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Áform Skógræktarfélags Hafnarfjarðar um ræktun í námu við Bláfjallaveg virðast ekki ætla að ganga eftir. Skógræktarfélagið kvaðst í erindi til Hafnarfjarðarbæjar vilja fá námuna og svæðið í norðanverðum Undirhlíðum til ræktunar. Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis mælir hins vegar gegn því varðandi námuna. Hún var opnuð í tengslum við gerð Bláfjallavegar og lokað fyrir nokkrum árum. „Náman er inni á fjarsvæði vatnsverndar vegna vatnsbólanna í Kaldárbotnum. Botn hennar er klöpp og skammt niður á grunnvatn sem líkur eru á að geti streymt til vatnsbóla Hafnfirðinga í Kaldárbotnum. Ljóst er að ef farið verður í áformaða skógrækt innan marka námunnar þurfa að koma til miklir flutningar á jarðvegi og hrossataði eða öðrum áburðarefnum,“ bendir heilbrigðiseftirlitið á í umsögn til bæjaryfirvalda. „Heilbrigðiseftirlitið telur ótímabært að verða við erindinu fyrr en niðurstöður úr rannsóknum liggja fyrir og að sýnt hafi verið fram á að öryggi vatnsbólanna verði ekki stefnt í hættu,“ segir í umsögninni. Skógræktarfélagið vill námuna undir ræktun á jólatrjám. „Náman verður fyrst og fremst notuð til að gera tilraunir með ræktun sígrænna trjátegunda, sem gætu hentað sem jólatré.“ Umhverfis- og framkvæmdaráð Hafnarfjarðar hafnaði á miðvikudag erindi skógræktarfélagsins á grundvelli álits heilbrigðiseftirlitsins. Jónatan Garðarsson, stjórnarmaður í Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar og formaður þess er erindið var sent 2017, segir álit heilbrigðiseftirlitsins byggt á misskilningi. „Það verða engin efni sett í jörðu. Ætlunin er að dreifa fræjum af furu og greni og það verður látið spretta af sjálfu sér á náttúrulegan hátt,“ segir Jónatan Garðarsson. „Þeir hafa ekki einu sinni leitað til okkar til að kanna málið. Furan er best í svona grýttu, rýru landi og það að setja mold þarna myndi eyðileggja svæðið. Og hrossaskítur þarf ekki að vera þarna; það þarf ekki að vera neinn áburður. Þetta þrífst algjörlega án hans.“
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Skipulag Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira