Íslenski boltinn

Ásgeir og Þorsteinn inn í stjórn KSÍ | Borghildur og Magnús endurnýjuðu umboðið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Magnús Gylfason verður áfram í stjórn KSÍ.
Magnús Gylfason verður áfram í stjórn KSÍ. vísir/vilhelm
Ásgeir Ásgeirsson og Þorsteinn Gunnarsson koma nýir inn í stjórn KSÍ en þetta varð ljós eftir kosningu í stjórn KSÍ á 73. ársþingi sambandsins sem fór fram í dag.

Fimm aðilar börðust um sætin fjögur í stjórninni en Magnús Gylfason og Borghildur Sigurðardóttir endurnýjuðu umboð sitt.







Þorsteinn er gamall íþróttafréttamaður og hefur verið lengi í hreyfingunni en Ásgeir var formaður knattspyrnudeildar Fylkis um margra ára skeið.

Davíð Rúrik Ólafsson var fimmti aðilinn sem komst ekki inn í stjórnina en talninguna má sjá hér að neðan

Niðurstaða:

Ásgeir Ásgeirsson: 110 atkvæði

Borghildur Sigurðardóttir: 142

Davíð Rúnar Ólafsson: 76

Magnús Gylfason: 118

Þorsteinn Gunnarsson: 122

Auðir seðlar :1


Tengdar fréttir

Svona var ársþing KSÍ

Bein textalýsingi frá blaðamanni Vísis á ársþingi KSÍ í Reykjavík. Á fundinum var kosið á milli Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar í formannskjöri sambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×