Íslenski boltinn

Ásgeir og Þorsteinn inn í stjórn KSÍ | Borghildur og Magnús endurnýjuðu umboðið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Magnús Gylfason verður áfram í stjórn KSÍ.
Magnús Gylfason verður áfram í stjórn KSÍ. vísir/vilhelm

Ásgeir Ásgeirsson og Þorsteinn Gunnarsson koma nýir inn í stjórn KSÍ en þetta varð ljós eftir kosningu í stjórn KSÍ á 73. ársþingi sambandsins sem fór fram í dag.

Fimm aðilar börðust um sætin fjögur í stjórninni en Magnús Gylfason og Borghildur Sigurðardóttir endurnýjuðu umboð sitt.

Þorsteinn er gamall íþróttafréttamaður og hefur verið lengi í hreyfingunni en Ásgeir var formaður knattspyrnudeildar Fylkis um margra ára skeið.

Davíð Rúrik Ólafsson var fimmti aðilinn sem komst ekki inn í stjórnina en talninguna má sjá hér að neðan

Niðurstaða:
Ásgeir Ásgeirsson: 110 atkvæði
Borghildur Sigurðardóttir: 142
Davíð Rúnar Ólafsson: 76
Magnús Gylfason: 118
Þorsteinn Gunnarsson: 122
Auðir seðlar :1


Tengdar fréttir

Svona var ársþing KSÍ

Bein textalýsingi frá blaðamanni Vísis á ársþingi KSÍ í Reykjavík. Á fundinum var kosið á milli Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar í formannskjöri sambandsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.