Sport

Fremsta skíðakona heims sendi lesendum karlablaðsins skýr skilaboð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mikaela Shiffrin.
Mikaela Shiffrin. Getty/ David Geieregger
Bandaríska skíðakonan Mikaela Shiffrin er að margra mati fremsta skíðakona heims í dag en hún fór óvenjulega leið í samskiptum sínum við eitt frægasta karlablað heims sem sóttist eftir þokkafullum myndum af henni.

Mikaela Shiffrin var boðið að vera með í „heitustu hundrað“ úttekt karlablaðsins Maxim og þáði það.

Hún sat hinsvegar ekki fyrri í bikiní eins og allar hinar í hópi þeirra heitustu í heimi. Hún mætti í myndatökuna í skíðajakkanum og með Ólympíuverðlaunin sín um hálsinn.

Mikaela Shiffrin er tvöfaldur Ólympíumeistari frá Sochi 2014 og Pyeongchang 2018 sem og þrefaldur heimsmeistari í svigi 2013, 2015 og 2017.

Shiffrin er eins og er efst í heimsbikarnum í svigi, stórsvigi, risasvigi og samanlögðu en hún hefur unnið heimsbikarinn í svigi og samanlögðu undanfarin tvö ár. Hún varð sú yngsta í sögunni sem nær að vinna fimmtíu heimsbikarmót.





„Eins og margir vita þá komst ég inn á heitustu hundrað listann hjá Maxim. Á myndinni þá valdi ég að vera í Ólmpíujakkanum og með verðlaunin mín frá Pyeongchang um hálsinn ... og birtist myndin af mér í kringum fullt af konum sem voru í bikiníum,“ skrifaði Mikaela Shiffrin á twitter-síðu sína og bætti við:

„Þetta var meðvituð ákvörðun hjá mér að sýna, verandi íþróttakona, að þú getur fengið athygli fyrir afrek þín í íþróttum en ekki hvernig þú lítur út. Ég er ekki sætasta stelpan þarna úti en legg mikið á mig til að ná markmiðum mínum,“ skrifaði Shiffrin og hrósaði líka viðbrögðum Maxim sem leyfðu henni að koma með slíka yfirlýsingu í gegnum þessa mynd.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×