Pálmatré og 30 metra hár ljósastaur rísa í Vogabyggð Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. janúar 2019 19:00 Listaverkið Pálmatré eftir þýska listamanninn Karinu Sanders, varð hlutskarpast í einni viðamestu samkeppni um útilistaverk sem efnt hefur verið til í Reykjavík. Verkið mun rísa í nýju hverfi Vogabyggðar en í umsögn dómnefndar segir að tillagan sé í senn „óvænt, skemmtileg og djörf.“ Pálmatrjánum verður komið fyrir í tveimur sívölum, turnlaga gróðurhúsum sem sett verða niður við jaðar miðlægs torgs við bakka Ketilbjarnarsíkis. Listaverk verða hluti af heildarhönnun hverfisins en Reykjavíkurborg og lóðaeigendur munu saman verja 140 milljónum króna til kaupa á verkinu. „Kallað var eftir tillögum að verkum sem myndu styrkja þau markmið að myndlist verði veigamikill og afgerandi hluti umhverfis og mannlífs í Vogabyggð og skapa þannig örvandi umhverfi fyrir alla aldurs- og þjóðfélagshópa,“ segir í fréttatilkynningu frá Listasafni Reykjavíkur en úrslitin voru kynnt á Kjarvalsstöðum í dag. Gert er ráð fyrir að hægt verði að skipta pálmatrjánum út fyrir önnur tré eftir tíu til fimmtán ár, til að mynda japönsk kirsuberjatré, ef íbúar óska þess.Karin Sanders er höfundur verksins sem varð hlutskarpast í samkeppninni.vísir/Egill„Ég var að hugsa um svona draumkennt hverfi sem þeir [íbúarnir] myndu skapa þegar þeir búa þarna. Þeir hafa gjarnan framandi plöntur í litlum pottum fyrir utan gluggann hjá sér og hugsa kannski um frí og ferðalög svo pálmatrén eiga að endurspegla þetta í stærra samhengi í almannarýminu,“ segir Sanders, spurð um hugmyndina á bakvið verkið. Auk vinningstillögunnar lagði dómnefnd til að Reykjavíkurborg festi jafnframt kaup á tillögu danska listamannahópsins A Kassen sem er samkvæmt umsögn dómnefndar „skemmtileg tillaga þar sem lagt er til að einn 30 metra ljósastaur komi í stað venjulegs staurs við einhverja götu eða torg í Vogabyggð.“ Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Styttur og útilistaverk Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Listaverkið Pálmatré eftir þýska listamanninn Karinu Sanders, varð hlutskarpast í einni viðamestu samkeppni um útilistaverk sem efnt hefur verið til í Reykjavík. Verkið mun rísa í nýju hverfi Vogabyggðar en í umsögn dómnefndar segir að tillagan sé í senn „óvænt, skemmtileg og djörf.“ Pálmatrjánum verður komið fyrir í tveimur sívölum, turnlaga gróðurhúsum sem sett verða niður við jaðar miðlægs torgs við bakka Ketilbjarnarsíkis. Listaverk verða hluti af heildarhönnun hverfisins en Reykjavíkurborg og lóðaeigendur munu saman verja 140 milljónum króna til kaupa á verkinu. „Kallað var eftir tillögum að verkum sem myndu styrkja þau markmið að myndlist verði veigamikill og afgerandi hluti umhverfis og mannlífs í Vogabyggð og skapa þannig örvandi umhverfi fyrir alla aldurs- og þjóðfélagshópa,“ segir í fréttatilkynningu frá Listasafni Reykjavíkur en úrslitin voru kynnt á Kjarvalsstöðum í dag. Gert er ráð fyrir að hægt verði að skipta pálmatrjánum út fyrir önnur tré eftir tíu til fimmtán ár, til að mynda japönsk kirsuberjatré, ef íbúar óska þess.Karin Sanders er höfundur verksins sem varð hlutskarpast í samkeppninni.vísir/Egill„Ég var að hugsa um svona draumkennt hverfi sem þeir [íbúarnir] myndu skapa þegar þeir búa þarna. Þeir hafa gjarnan framandi plöntur í litlum pottum fyrir utan gluggann hjá sér og hugsa kannski um frí og ferðalög svo pálmatrén eiga að endurspegla þetta í stærra samhengi í almannarýminu,“ segir Sanders, spurð um hugmyndina á bakvið verkið. Auk vinningstillögunnar lagði dómnefnd til að Reykjavíkurborg festi jafnframt kaup á tillögu danska listamannahópsins A Kassen sem er samkvæmt umsögn dómnefndar „skemmtileg tillaga þar sem lagt er til að einn 30 metra ljósastaur komi í stað venjulegs staurs við einhverja götu eða torg í Vogabyggð.“
Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Styttur og útilistaverk Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira