Íslenski boltinn

Ragnheiður íhugar framboð til formanns KSÍ

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á Alþingi.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á Alþingi. vísir
Ragneiður Ríkharðsdóttir fyrrverandi alþingismaður íhugar að bjóða sig fram til formanns KSÍ en þetta tilkynnti hún á Facebook síðu sinni í kvöld.

Fótbolti.net greindi fyrst frá en í færslunni skrifar Ragnheiður að hún velti því nú fyrir að gefa kost á sér í embætti formanns KSÍ. Hún segir að það gæti hleypt fjöri í kosninguna og að reynsla sín gæti nýst í starfinu.

Ragnheiður er fyrrverandi þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og sat á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 2009 til 2016. Þar áður var hún bæjarstjóri í Mosfellsbæ frá 2002 til 2007.

Geir Þorsteinsson bauð sig fram á dögunum gegn sitjandi formanni, Guðna Bergssyni, en ársþing KSÍ fer fram níunda febrúar. Það er því um mánuður til stefnu.

Færsla Ragnheiðar í heild sinni:

Í ljósi þess að Geir Þorsteinsson ætlar að bjóða sig fram til formanns KSÍ á nýjan leik þá er ég að velta fyrir mér að gefa kost á mér líka. Held að það gæti hleypt fjöri í kosninguna. Ég hef mikla stjórnunarreynslu sem og reynslu af félagsmálum, áhugamanneskja um fótbolta frá barnsaldri bæði sem dóttir og mamma, held að þessi reynsla mín gæti nýst í starfinu.


Tengdar fréttir

Guðni hvatti Geir til að hætta við

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hefur staðfest að hann hafi hvatt Geir Þorsteinsson til þess að hætta við að bjóða sig fram gegn honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×