Lífið

Logi hjálpaði Ingu með staupið: „Okkur Ingu kemur ágætlega saman“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Logi er alltaf nokkuð skemmtilegur.
Logi er alltaf nokkuð skemmtilegur.

„Ég var nú kannski ekkert sérstaklega þyrstur. Inga vildi ekki sitt staup og við bara skiptum. Það var ekkert flóknara en það,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkarinnar, en hann fékk heldur fallega áramótagjöf frá Ingu Sæland, formanni Flokki Fólksins í Kryddsíldinni á gamlársdag. Inga laumaði staupi af íslensku brennivíni til Loga í beinni útsendingu á Stöð 2.

Hin árlega Kryddsíld var í beinni útsendingu á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni að vanda en þátturinn hefur verið fastur liður í áramótahefðum margra Íslendinga í áraraðir og var sjónvarpað 28. árið í röð. Farið var yfir fréttaárið á skemmtilegan hátt með stórmálamönnum þjóðarinnar.

Logi fékk staupið þegar Sigmundur Davíð lýsti yfir áhyggjum af stöðu bænda í íslensku samfélagi.

„Okkur Ingu kemur ágætlega saman,“ segir Logi sem var í Reykjavík á gamlárskvöld en ekki á Akureyri þar sem hann býr með fjölskyldunni.

„Fjölskyldan gat ekki verið heima á Akureyri útaf þættinum og því fórum við öll suður og vorum hjá góðu vinafólki. Kvöldið heppnaðist prýðilega. Góður matur og góður félagsskapur,“ segir Logi en árið 2019 leggst vel í hann.


Tengdar fréttir

Árið 2018 gert upp í Kryddsíld

Hin árlega Kryddsíld verður í beinni útsendingu á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni að vanda, í dag. Þátturinn hefst klukkan 14 og stendur til klukkan 15.45.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.