Warren vill breyta lögum svo sækja megi forseta til saka Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2019 14:51 Warren er öldungadeildarþingmaður Massachusetts og frambjóðandi í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar 2020. Vísir/EPA Bandaríkjaþing ætti að samþykkja lög sem heimila dómsmálaráðuneytisins að sækja sitjandi forseta til saka. Þetta segir Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður demókrata og frambjóðandi í forvali flokksins fyrir forsetakosningar á næsta ári. Ummæli Warren koma í kjölfar fyrstu opinberu yfirlýsingar Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um niðurstöður Rússarannsóknarinnar svonefndu á miðvikudag. Þar sagði Mueller skýrt að saksóknarar hans hefðu ekki geta ákært Donald Trump forseta fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna reglna ráðuneytisins um að ekki sé hægt á ákæra sitjandi forseta. Tók Mueller sérstaklega fram að hefðu saksóknarar hans fundið skýrar vísbendingar um að forsetinn væri saklaus hefðu þeir lýst því yfir í skýrslu sinni. Það hafi þeir ekki gert. Trump hefur ítrekað haldið því fram ranglega að skýrsla Mueller hafi hreinsað hann af allri sök. „Enginn forseti er ofar lögum. Þingið ætti að gera það ljóst að hægt sé að sækja forseta til saka fyrir glæpi, þar á meðal fyrir að hindra framgang réttvísinnar,“ sagði Warren í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Demókratar í forvalinu hafa almennt verið hikandi við tala opinberlega um að kæra Trump fyrir embættisbrot í þinginu. Warren hefur aftur á móti talað tæpitungulaust um það.Mueller las stutta yfirlýsingu á blaðmannafundi á miðvikudag, þá fyrstu frá því að hann tók við embætti sérstaka rannsakandans. Þar sagði hann að aldrei hafi komið til greina að ákæra Trump vegna reglna dómsmálaráðuneytisins.Vísir/EPASegir dómsmálaráðherrann hegða sér eins og persónulegan lögmann Trump Í skýrslu Mueller tók hann ekki afstöðu til þess hvort Trump hefði gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar en lýsti ellefu dæmum þar sem hann reyndi að leggja stein í götu rannsóknarinnar. „Þegar alríkisstjórnin reyndi að rannsaka gerði Donald Trump allt sem í hans valdi stóð til að tefja, trufla og hindra þá rannsókna á annan hátt. Það er glæpur. Ef Donald Trump væri einhver annar en forseti Bandaríkjanna væri hann í handjárnum og ákærður,“ sagði í yfirlýsingu Warren. Þá deildi Warren á William Barr, dómsmálaráðherra, sem var skipaður af Trump. Barr hefur verið sakaður um að hafa gefið villandi mynd af niðurstöðum Mueller. Hann sagði meðal annars opinberlega að reglur ráðuneytisins hafi ekki verið ástæða þess að Mueller mælti ekki með að Trump yrði ákærður. Það virðist Mueller hafa hrakið í vikunni. Barr ákvað sjálfur að ekki væri tilefni til að ákæra Trump fyrir að hindra framgang réttvísinnar eftir að hann fékk skýrslu Mueller í hendur. Warren segir að Barr hafi hagað sér eins og persónulegur verjandi Trump frekar dómsmálaráðherra. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Gefur dómsmálaráðherra sínum skotleyfi á Mueller og FBI Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað leyniþjónustum landsins að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsókninni svokölluðu, sem Trump hefur ítrekað kallað nornaveiðar. Auk þess veitti forsetinn ráðherranum vald til að svipta leynd af öllum þeim skjölum og gögnum sem hann vill. 24. maí 2019 12:00 Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39 Gagnrýnir málflutning Demókrata Það er ógeðslegt að tala um að ákæra forsetann til embættismissis og í því felst gríðarlegt áreiti. Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, við blaðamenn á lóð Hvíta hússins í gær. 31. maí 2019 08:30 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Bandaríkjaþing ætti að samþykkja lög sem heimila dómsmálaráðuneytisins að sækja sitjandi forseta til saka. Þetta segir Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður demókrata og frambjóðandi í forvali flokksins fyrir forsetakosningar á næsta ári. Ummæli Warren koma í kjölfar fyrstu opinberu yfirlýsingar Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um niðurstöður Rússarannsóknarinnar svonefndu á miðvikudag. Þar sagði Mueller skýrt að saksóknarar hans hefðu ekki geta ákært Donald Trump forseta fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna reglna ráðuneytisins um að ekki sé hægt á ákæra sitjandi forseta. Tók Mueller sérstaklega fram að hefðu saksóknarar hans fundið skýrar vísbendingar um að forsetinn væri saklaus hefðu þeir lýst því yfir í skýrslu sinni. Það hafi þeir ekki gert. Trump hefur ítrekað haldið því fram ranglega að skýrsla Mueller hafi hreinsað hann af allri sök. „Enginn forseti er ofar lögum. Þingið ætti að gera það ljóst að hægt sé að sækja forseta til saka fyrir glæpi, þar á meðal fyrir að hindra framgang réttvísinnar,“ sagði Warren í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Demókratar í forvalinu hafa almennt verið hikandi við tala opinberlega um að kæra Trump fyrir embættisbrot í þinginu. Warren hefur aftur á móti talað tæpitungulaust um það.Mueller las stutta yfirlýsingu á blaðmannafundi á miðvikudag, þá fyrstu frá því að hann tók við embætti sérstaka rannsakandans. Þar sagði hann að aldrei hafi komið til greina að ákæra Trump vegna reglna dómsmálaráðuneytisins.Vísir/EPASegir dómsmálaráðherrann hegða sér eins og persónulegan lögmann Trump Í skýrslu Mueller tók hann ekki afstöðu til þess hvort Trump hefði gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar en lýsti ellefu dæmum þar sem hann reyndi að leggja stein í götu rannsóknarinnar. „Þegar alríkisstjórnin reyndi að rannsaka gerði Donald Trump allt sem í hans valdi stóð til að tefja, trufla og hindra þá rannsókna á annan hátt. Það er glæpur. Ef Donald Trump væri einhver annar en forseti Bandaríkjanna væri hann í handjárnum og ákærður,“ sagði í yfirlýsingu Warren. Þá deildi Warren á William Barr, dómsmálaráðherra, sem var skipaður af Trump. Barr hefur verið sakaður um að hafa gefið villandi mynd af niðurstöðum Mueller. Hann sagði meðal annars opinberlega að reglur ráðuneytisins hafi ekki verið ástæða þess að Mueller mælti ekki með að Trump yrði ákærður. Það virðist Mueller hafa hrakið í vikunni. Barr ákvað sjálfur að ekki væri tilefni til að ákæra Trump fyrir að hindra framgang réttvísinnar eftir að hann fékk skýrslu Mueller í hendur. Warren segir að Barr hafi hagað sér eins og persónulegur verjandi Trump frekar dómsmálaráðherra.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Gefur dómsmálaráðherra sínum skotleyfi á Mueller og FBI Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað leyniþjónustum landsins að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsókninni svokölluðu, sem Trump hefur ítrekað kallað nornaveiðar. Auk þess veitti forsetinn ráðherranum vald til að svipta leynd af öllum þeim skjölum og gögnum sem hann vill. 24. maí 2019 12:00 Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39 Gagnrýnir málflutning Demókrata Það er ógeðslegt að tala um að ákæra forsetann til embættismissis og í því felst gríðarlegt áreiti. Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, við blaðamenn á lóð Hvíta hússins í gær. 31. maí 2019 08:30 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Gefur dómsmálaráðherra sínum skotleyfi á Mueller og FBI Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað leyniþjónustum landsins að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsókninni svokölluðu, sem Trump hefur ítrekað kallað nornaveiðar. Auk þess veitti forsetinn ráðherranum vald til að svipta leynd af öllum þeim skjölum og gögnum sem hann vill. 24. maí 2019 12:00
Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39
Gagnrýnir málflutning Demókrata Það er ógeðslegt að tala um að ákæra forsetann til embættismissis og í því felst gríðarlegt áreiti. Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, við blaðamenn á lóð Hvíta hússins í gær. 31. maí 2019 08:30