Ókunnugir staðháttum séu blekktir í Vaðlaheiðargöng Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. mars 2019 11:00 Adolf Ingi Erlingsson hefur starfað sem leiðsögumaður eftir að hann sagði skilið við fjölmiðlana. VÍSIR/ANTON BRINK Vegamerkingar í kringum Vaðlaheiðargöng eru til þess eins fallnar að blekkja erlenda ferðmenn og þau sem ekki eru kunnug staðháttum. Fyrir vikið séu þau neydd til að greiða gjald í göngin, í stað þess að aka gjaldfrjálsan tíu mínútna krók í gegnum Víkurskarð, að mati leiðsögumannsins Adolfs Inga Erlingssonar. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir í samskiptum við Vísi að stofnunin hafi ekki farið varhluta af þessari gagnrýni. Merkingarnar séu engu að síður í samræmi við reglur í þessum efnum. Adolf Ingi ræddi merkingarnar við Bítið á Bylgjunni í morgun. Hann segist þurfa reglulega að eiga leið um Eyjafjörð við störf sín og að það hvarfli ekki að honum að aka um Vaðlaheiðargöng, nema hann sé tilneyddur.Sjá einnig: Segir Vaðlaheiðargöng aðeins fyrir þá efnameiri„Mér dettur ekki í hug að nota göngin nema það sé eitthvað að veðri og færð,“ segir Adolf Ingi og bætir við: „Þetta er ekki það mikil stytting.“ Þegar færðin sé ágætin áætlar Adolf að hún sé um 10 mínútur, sé ekið um Víkurskarð. Hann telur að sama skapi að merkingarnar í kringum Vaðlaheiðargöng séu til þess eins fallnar að „blekkja fólk sem þekkir ekki til“ til að aka í gegnum göngin - með tilheyrandi gjaldgreiðslu.Vesturmunni Vaðlaheiðarganga.VÍSIR/TRYGGVI.Adolf segir aðkomuna að göngunum, úr báðum áttum, vera villandi. Skiltið austan við göngin segir að leiðin til Akureyrar sé í gegnum göngin en að á skiltinu sem beinir vegfarendum í átt að Víkurskarði standi aðeins „Víkurskarð.“ „Þetta segir erlendum ökumönnum, og þeim sem ekki þekkja þarna til, nákvæmlega ekki neitt,“ segir Adolfi Ingi sem vill að Víkurskarðsskiltið beini ökumönnum einnig til Akureyrar. Hann segir það sama vera upp á teningnum við vesturenda ganganna. Þar sé skilti sem „á stendur skýrt „Egilisstaðir, Mývatn og Húsavík“ og beinir þér í gegnum göngina,“ lýsir Adolf. Á skiltinu sem beinir ökumönnum að Víkurskarði standi hins vegar aðeins Grenivík og Svalbarðseyri. „Ég efast um að útlendingar séu almennt mjög vel upplýstir um það að leiðin um Svalbarðseyri og Grenivík leiði þig til Húsavíkur, Mývatns og Egilsstaða,“ segir Adolf Ingi. Þetta sé því til þess fallið að blekkja fólk til að fara í gegnum göngin. Þessu sé hins vegar ekki eins farið við Hvalfjarðargöng. Þar séu skilti sem beini fólki til Akureyrar, bæði í gegnum göngin og um Hvalfjörð, en með misjöfnum vegalengdum.„Mér finnst ekki hlutverk Vegagerðarinnar að plata grunlaust fólk til að fara í göngin. Mér finnst þetta lykta af því að Vegagerðin kói með framkvæmdaraðilum að ná sem flestum inn,“ segir Adolf Ingi.Í samræmi við kerfi Í samskiptum við Vísi segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, G. Pétur Matthíasson, að stofnunin hafi fengið veður af sams konar gagnrýni - þ.e. að leiðin um Víkurskarð sé ekki betur kynnt. Merkingarnar við Vaðlaheiðargöng séu þó í samræmi við „ákveðið kerfi um nærstaði og fjarstaði,“ eins og Pétur orðar það - „þarna rétt eins og annars staðar.“ Reglan sé að skilti eigi að vísa stystu leið á ákveðinn áfangastað. Engu að síður séu undantekningar á því þar sem vísað er á tvær leiðir. „Við munum skoða það betur en merkingar voru hannaðar fyrir útboð þarna fyrir um áratug,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Spjall Adolfs Inga við stjórnendur Bítisins má heyra í spilaranum hér að ofan. Akureyri Bítið Samgöngur Vaðlaheiðargöng Tengdar fréttir 85 prósent ökumanna völdu að aka um göngin Á þeim rétt rúma mánuði sem liðinn er frá því gjaldtaka hófst í Vaðlaheiðargöng hafa 85 prósent ökumanna valið að aka um göngin en 15 prósent ekið veginn yfir Víkurskarð. 9. febrúar 2019 20:15 Segir Vaðlaheiðargöng aðeins fyrir þá efnameiri Göngin voru opnuð rétt fyrir síðustu jól og gjaldtaka hófst í byrjun árs. 21. mars 2019 06:15 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Vegamerkingar í kringum Vaðlaheiðargöng eru til þess eins fallnar að blekkja erlenda ferðmenn og þau sem ekki eru kunnug staðháttum. Fyrir vikið séu þau neydd til að greiða gjald í göngin, í stað þess að aka gjaldfrjálsan tíu mínútna krók í gegnum Víkurskarð, að mati leiðsögumannsins Adolfs Inga Erlingssonar. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir í samskiptum við Vísi að stofnunin hafi ekki farið varhluta af þessari gagnrýni. Merkingarnar séu engu að síður í samræmi við reglur í þessum efnum. Adolf Ingi ræddi merkingarnar við Bítið á Bylgjunni í morgun. Hann segist þurfa reglulega að eiga leið um Eyjafjörð við störf sín og að það hvarfli ekki að honum að aka um Vaðlaheiðargöng, nema hann sé tilneyddur.Sjá einnig: Segir Vaðlaheiðargöng aðeins fyrir þá efnameiri„Mér dettur ekki í hug að nota göngin nema það sé eitthvað að veðri og færð,“ segir Adolf Ingi og bætir við: „Þetta er ekki það mikil stytting.“ Þegar færðin sé ágætin áætlar Adolf að hún sé um 10 mínútur, sé ekið um Víkurskarð. Hann telur að sama skapi að merkingarnar í kringum Vaðlaheiðargöng séu til þess eins fallnar að „blekkja fólk sem þekkir ekki til“ til að aka í gegnum göngin - með tilheyrandi gjaldgreiðslu.Vesturmunni Vaðlaheiðarganga.VÍSIR/TRYGGVI.Adolf segir aðkomuna að göngunum, úr báðum áttum, vera villandi. Skiltið austan við göngin segir að leiðin til Akureyrar sé í gegnum göngin en að á skiltinu sem beinir vegfarendum í átt að Víkurskarði standi aðeins „Víkurskarð.“ „Þetta segir erlendum ökumönnum, og þeim sem ekki þekkja þarna til, nákvæmlega ekki neitt,“ segir Adolfi Ingi sem vill að Víkurskarðsskiltið beini ökumönnum einnig til Akureyrar. Hann segir það sama vera upp á teningnum við vesturenda ganganna. Þar sé skilti sem „á stendur skýrt „Egilisstaðir, Mývatn og Húsavík“ og beinir þér í gegnum göngina,“ lýsir Adolf. Á skiltinu sem beinir ökumönnum að Víkurskarði standi hins vegar aðeins Grenivík og Svalbarðseyri. „Ég efast um að útlendingar séu almennt mjög vel upplýstir um það að leiðin um Svalbarðseyri og Grenivík leiði þig til Húsavíkur, Mývatns og Egilsstaða,“ segir Adolf Ingi. Þetta sé því til þess fallið að blekkja fólk til að fara í gegnum göngin. Þessu sé hins vegar ekki eins farið við Hvalfjarðargöng. Þar séu skilti sem beini fólki til Akureyrar, bæði í gegnum göngin og um Hvalfjörð, en með misjöfnum vegalengdum.„Mér finnst ekki hlutverk Vegagerðarinnar að plata grunlaust fólk til að fara í göngin. Mér finnst þetta lykta af því að Vegagerðin kói með framkvæmdaraðilum að ná sem flestum inn,“ segir Adolf Ingi.Í samræmi við kerfi Í samskiptum við Vísi segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, G. Pétur Matthíasson, að stofnunin hafi fengið veður af sams konar gagnrýni - þ.e. að leiðin um Víkurskarð sé ekki betur kynnt. Merkingarnar við Vaðlaheiðargöng séu þó í samræmi við „ákveðið kerfi um nærstaði og fjarstaði,“ eins og Pétur orðar það - „þarna rétt eins og annars staðar.“ Reglan sé að skilti eigi að vísa stystu leið á ákveðinn áfangastað. Engu að síður séu undantekningar á því þar sem vísað er á tvær leiðir. „Við munum skoða það betur en merkingar voru hannaðar fyrir útboð þarna fyrir um áratug,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Spjall Adolfs Inga við stjórnendur Bítisins má heyra í spilaranum hér að ofan.
Akureyri Bítið Samgöngur Vaðlaheiðargöng Tengdar fréttir 85 prósent ökumanna völdu að aka um göngin Á þeim rétt rúma mánuði sem liðinn er frá því gjaldtaka hófst í Vaðlaheiðargöng hafa 85 prósent ökumanna valið að aka um göngin en 15 prósent ekið veginn yfir Víkurskarð. 9. febrúar 2019 20:15 Segir Vaðlaheiðargöng aðeins fyrir þá efnameiri Göngin voru opnuð rétt fyrir síðustu jól og gjaldtaka hófst í byrjun árs. 21. mars 2019 06:15 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
85 prósent ökumanna völdu að aka um göngin Á þeim rétt rúma mánuði sem liðinn er frá því gjaldtaka hófst í Vaðlaheiðargöng hafa 85 prósent ökumanna valið að aka um göngin en 15 prósent ekið veginn yfir Víkurskarð. 9. febrúar 2019 20:15
Segir Vaðlaheiðargöng aðeins fyrir þá efnameiri Göngin voru opnuð rétt fyrir síðustu jól og gjaldtaka hófst í byrjun árs. 21. mars 2019 06:15
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda