Utanríkisráðherra Tyrkja ósáttur við meðferð á tyrknesku leikmönnunum á Keflavíkurflugvelli Birgir Olgeirsson skrifar 10. júní 2019 08:14 Hér má sjá þegar þvottabursti var réttur framan í Emre Belozoglu á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Getty Utanríkisráðherra Tyrklands hefur brugðist illa við eftir að fregnir bárust af óánægju liðsmanna karlalandsliðs Tyrklands í fótbolta með eftirlitið sem þeir þurftu að undirgangast á Keflavíkurflugvelli þegar þeir komu til landsins í gær. Greint er frá þessu á tyrkneska miðlinum Daily Sabah þar sem farið er yfir málið. Tyrkneska liðið mætir því íslenska á Laugardalsvelli á morgun í undankeppni EM í fótbolta.Daily Sabah hefur eftir framherja tyrkneska liðsins, Burak Yilmaz, að starfsmenn Keflavíkurflugvallar hefðu látið hann og liðsfélaga hans bíða í rúma þrjá tíma við vegabréfaeftirlitið og að þeir hafi þurft að undirgangast ítarlega og endurtekna leit áður en þeim var hleypt inn í landið. Tyrknesku leikmennirnir þurftu að bíða í þrjá tíma við vegabréfaeftirlit og segjast hafa þurft að undirgangasta óþarflega ítarlega leit.Skjáskot af vef Daily SabahÞegar þeir voru komnir í gegnum eftirlitið beið þeirra hópur tyrkneskra fjölmiðlamanna sem vildu fá að ræða við þá en á meðal þeirra var ungur maður sem þóttist vera fjölmiðlamaður með því að rétta þvottabursta í andlitið á Emre Belözoğlu, fyrirliða tyrkneska liðsins. „Það sem gerðist hér er dónaskapur. Við höfum beðið í þrjá klukkutíma. Þeir tóku töskur okkar allra. Þeir leituðu ítarlega í þeim. Við flugum í sex og hálfa klukkustund og höfum þurft að bíða í þrjá tíma. Sumir af vinum okkar eiga enn eftir að komast í gegn,“ er haft eftir Burak Yilmaz á Daily Sabah. Miðillinn hefur eftir Belözoğlu að liðsmenn hafi þurft að fara í gegnum ítarlega leit að óþörfu og bætti við að hann vonaðist til að yfirvöld á Íslandi myndu útskýra ástæðuna að baki þessari raun. Utanríkisráðherra Tyrkja, Mevlüt Çavuşoğlu, segir þessa meðferð tyrkneska liðsins óásættanlega þegar kemur að sjónarmiðum um háttvísi í samskiptum ríkja og mannúðar. Milli Takımımızın İzlanda havaalanında maruz kaldığı muamele diplomatik teamüller bakımından da insani bakımdan da kabul edilemez. Gereğini yapacağımızdan milletimizin şüphesi olmasın. @TFF_Org @MilliTakimlar— Mevlüt Çavuşoğlu (@MevlutCavusoglu) June 10, 2019 Keflavíkurflugvöllur Tyrkland Utanríkismál Tengdar fréttir Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Sjá meira
Utanríkisráðherra Tyrklands hefur brugðist illa við eftir að fregnir bárust af óánægju liðsmanna karlalandsliðs Tyrklands í fótbolta með eftirlitið sem þeir þurftu að undirgangast á Keflavíkurflugvelli þegar þeir komu til landsins í gær. Greint er frá þessu á tyrkneska miðlinum Daily Sabah þar sem farið er yfir málið. Tyrkneska liðið mætir því íslenska á Laugardalsvelli á morgun í undankeppni EM í fótbolta.Daily Sabah hefur eftir framherja tyrkneska liðsins, Burak Yilmaz, að starfsmenn Keflavíkurflugvallar hefðu látið hann og liðsfélaga hans bíða í rúma þrjá tíma við vegabréfaeftirlitið og að þeir hafi þurft að undirgangast ítarlega og endurtekna leit áður en þeim var hleypt inn í landið. Tyrknesku leikmennirnir þurftu að bíða í þrjá tíma við vegabréfaeftirlit og segjast hafa þurft að undirgangasta óþarflega ítarlega leit.Skjáskot af vef Daily SabahÞegar þeir voru komnir í gegnum eftirlitið beið þeirra hópur tyrkneskra fjölmiðlamanna sem vildu fá að ræða við þá en á meðal þeirra var ungur maður sem þóttist vera fjölmiðlamaður með því að rétta þvottabursta í andlitið á Emre Belözoğlu, fyrirliða tyrkneska liðsins. „Það sem gerðist hér er dónaskapur. Við höfum beðið í þrjá klukkutíma. Þeir tóku töskur okkar allra. Þeir leituðu ítarlega í þeim. Við flugum í sex og hálfa klukkustund og höfum þurft að bíða í þrjá tíma. Sumir af vinum okkar eiga enn eftir að komast í gegn,“ er haft eftir Burak Yilmaz á Daily Sabah. Miðillinn hefur eftir Belözoğlu að liðsmenn hafi þurft að fara í gegnum ítarlega leit að óþörfu og bætti við að hann vonaðist til að yfirvöld á Íslandi myndu útskýra ástæðuna að baki þessari raun. Utanríkisráðherra Tyrkja, Mevlüt Çavuşoğlu, segir þessa meðferð tyrkneska liðsins óásættanlega þegar kemur að sjónarmiðum um háttvísi í samskiptum ríkja og mannúðar. Milli Takımımızın İzlanda havaalanında maruz kaldığı muamele diplomatik teamüller bakımından da insani bakımdan da kabul edilemez. Gereğini yapacağımızdan milletimizin şüphesi olmasın. @TFF_Org @MilliTakimlar— Mevlüt Çavuşoğlu (@MevlutCavusoglu) June 10, 2019
Keflavíkurflugvöllur Tyrkland Utanríkismál Tengdar fréttir Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Sjá meira
Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30