ESB undirbýr frestun á Brexit fram á sumar Andri Eysteinsson skrifar 13. janúar 2019 22:34 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, gæti fengið gálgafrest, haldi hún sæti sínu. Getty/Pier Marco Tacca Evrópusambandið undirbýr nú frestun á Brexit, útgöngu Bretlands úr ESB, fram á sumar. Breska blaðið The Guardian greinir frá og segir vandræði forsætisráðherra Bretlands, Theresu May, heima fyrir vera kveikjuna að væntanlegri frestun. Gert hefur verið ráð fyrir því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu fyrir 29. maí næstkomandi en vegna mikillar andstöðu í breska þinginu gegn Brexit-samningum May, býst ESB við því að frestunarbeiðni berist til Brussel frá Lundúnum á komandi vikum. Samningar Theresu May hafa mætt mikilli andstöðu í breska þinginu, í vikunni varð ljóst að verði samningur hennar ekki samþykktur verði ríkisstjórnin að senda frá sér plan B innan þriggja daga. Áður hafði verið gengið út frá því að ef samningurinn yrði ekki samþykktur af fulltrúadeild breska þingsins myndi Bretland ganga út úr ESB án nokkurra samninga við sambandið, svokallað Hard-Brexit. Guardian hefur það eftir ónefndum embættismanni innan ESB að ef May heldur forsætisráðherrastólnum og tjáir sambandinu að hún þurfi meiri tíma til þess að sannfæra þingið, verði henni veittur frestur fram til júlí. Lengri frestun gæti komið til greina komi til þingkosninga eða annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Kosningar til Evrópuþingsins í maí gætu þó flækt málin. Fyrsti þingfundur evrópuþingsins eftir kosningar er í júlí. Ljóst er að verði Bretland enn hluti af sambandinu á þeim tíma mun breska þingmenn þurfa á Evrópuþingið. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Sjá meira
Evrópusambandið undirbýr nú frestun á Brexit, útgöngu Bretlands úr ESB, fram á sumar. Breska blaðið The Guardian greinir frá og segir vandræði forsætisráðherra Bretlands, Theresu May, heima fyrir vera kveikjuna að væntanlegri frestun. Gert hefur verið ráð fyrir því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu fyrir 29. maí næstkomandi en vegna mikillar andstöðu í breska þinginu gegn Brexit-samningum May, býst ESB við því að frestunarbeiðni berist til Brussel frá Lundúnum á komandi vikum. Samningar Theresu May hafa mætt mikilli andstöðu í breska þinginu, í vikunni varð ljóst að verði samningur hennar ekki samþykktur verði ríkisstjórnin að senda frá sér plan B innan þriggja daga. Áður hafði verið gengið út frá því að ef samningurinn yrði ekki samþykktur af fulltrúadeild breska þingsins myndi Bretland ganga út úr ESB án nokkurra samninga við sambandið, svokallað Hard-Brexit. Guardian hefur það eftir ónefndum embættismanni innan ESB að ef May heldur forsætisráðherrastólnum og tjáir sambandinu að hún þurfi meiri tíma til þess að sannfæra þingið, verði henni veittur frestur fram til júlí. Lengri frestun gæti komið til greina komi til þingkosninga eða annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Kosningar til Evrópuþingsins í maí gætu þó flækt málin. Fyrsti þingfundur evrópuþingsins eftir kosningar er í júlí. Ljóst er að verði Bretland enn hluti af sambandinu á þeim tíma mun breska þingmenn þurfa á Evrópuþingið.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Sjá meira