ESB undirbýr frestun á Brexit fram á sumar Andri Eysteinsson skrifar 13. janúar 2019 22:34 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, gæti fengið gálgafrest, haldi hún sæti sínu. Getty/Pier Marco Tacca Evrópusambandið undirbýr nú frestun á Brexit, útgöngu Bretlands úr ESB, fram á sumar. Breska blaðið The Guardian greinir frá og segir vandræði forsætisráðherra Bretlands, Theresu May, heima fyrir vera kveikjuna að væntanlegri frestun. Gert hefur verið ráð fyrir því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu fyrir 29. maí næstkomandi en vegna mikillar andstöðu í breska þinginu gegn Brexit-samningum May, býst ESB við því að frestunarbeiðni berist til Brussel frá Lundúnum á komandi vikum. Samningar Theresu May hafa mætt mikilli andstöðu í breska þinginu, í vikunni varð ljóst að verði samningur hennar ekki samþykktur verði ríkisstjórnin að senda frá sér plan B innan þriggja daga. Áður hafði verið gengið út frá því að ef samningurinn yrði ekki samþykktur af fulltrúadeild breska þingsins myndi Bretland ganga út úr ESB án nokkurra samninga við sambandið, svokallað Hard-Brexit. Guardian hefur það eftir ónefndum embættismanni innan ESB að ef May heldur forsætisráðherrastólnum og tjáir sambandinu að hún þurfi meiri tíma til þess að sannfæra þingið, verði henni veittur frestur fram til júlí. Lengri frestun gæti komið til greina komi til þingkosninga eða annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Kosningar til Evrópuþingsins í maí gætu þó flækt málin. Fyrsti þingfundur evrópuþingsins eftir kosningar er í júlí. Ljóst er að verði Bretland enn hluti af sambandinu á þeim tíma mun breska þingmenn þurfa á Evrópuþingið. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira
Evrópusambandið undirbýr nú frestun á Brexit, útgöngu Bretlands úr ESB, fram á sumar. Breska blaðið The Guardian greinir frá og segir vandræði forsætisráðherra Bretlands, Theresu May, heima fyrir vera kveikjuna að væntanlegri frestun. Gert hefur verið ráð fyrir því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu fyrir 29. maí næstkomandi en vegna mikillar andstöðu í breska þinginu gegn Brexit-samningum May, býst ESB við því að frestunarbeiðni berist til Brussel frá Lundúnum á komandi vikum. Samningar Theresu May hafa mætt mikilli andstöðu í breska þinginu, í vikunni varð ljóst að verði samningur hennar ekki samþykktur verði ríkisstjórnin að senda frá sér plan B innan þriggja daga. Áður hafði verið gengið út frá því að ef samningurinn yrði ekki samþykktur af fulltrúadeild breska þingsins myndi Bretland ganga út úr ESB án nokkurra samninga við sambandið, svokallað Hard-Brexit. Guardian hefur það eftir ónefndum embættismanni innan ESB að ef May heldur forsætisráðherrastólnum og tjáir sambandinu að hún þurfi meiri tíma til þess að sannfæra þingið, verði henni veittur frestur fram til júlí. Lengri frestun gæti komið til greina komi til þingkosninga eða annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Kosningar til Evrópuþingsins í maí gætu þó flækt málin. Fyrsti þingfundur evrópuþingsins eftir kosningar er í júlí. Ljóst er að verði Bretland enn hluti af sambandinu á þeim tíma mun breska þingmenn þurfa á Evrópuþingið.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira