Valgarð Reinhardsson vann Íslandsmeistaratitla á fjórum af sex áhöldum á seinni degi Íslandsmótsins í áhaldafimleikum sem fram fór í dag.
Valgarð, sem varð Íslandsmeistari í fjölþraut í gær, vann gull á hringjum, stökki, tvíslá og svifrá í dag.
Á gólfi sigraði Eyþór Örn Baldursson og Arnþór Daði Jónsson vann keppni á bogahesti.
Í kvennaflokki skiptu keppendur gullverðlaununum bróðurlega á milli sín.
Andrea Ingibjörg Orradóttir vann keppni á stökki, Sunna Kristín Ríkharðsdóttir hreppti gullið á slá og Katharina Sybilla Jóhannsdóttir vann gólfið. Agnes Suto-Tuuha, sem varð Íslandsmeistari í fjölþraut í gær, vann keppni á tvíslá.
Agnes náði þeim árangri að enda á verðlaunapalli á öllum fjórum áhöldum.
Valgarð vann fjögur gullverðlaun
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið






Barcelona rúllaði yfir Como
Fótbolti


Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena
Körfubolti


Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn
Enski boltinn