Næstum því stórslys þegar lifandi lukkudýr hittust Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2019 11:30 Bevo lætur finna fyrir sér eins og leikmennirnir í liðinu hans. Vísir/Getty Lukkudýrin eru í stóru hlutverki á leikdögum í bandarískum íþróttum og þetta á sérstaklega við í háskólaboltanum. Bandaríkjamenn eru oftast þó ekki með nein „gervi“ lukkudýr á svæðinu. Það flottasta er augljóslega að mæta með lifandi lukkudýr á staðinn en lukkudýr háskólanna eru oft dýr en ekki einhverjar furðuverir eins og hjá mörgum atvinnumannaliðunum. Það getur hinsvegar skapast hættuástand þegar menn fara að ýta þessum lukkudýrum saman eins og gerðist fyrir leik Texas Longhorns og Georgia Bulldogs en þau áttust við á nýársdag í leiknum um Sykurskálina (2019 Allstate Sugar Bowl). Lukkudýr Texas liðsins er stórhyrndur nautgripur (Longhorn) en lukkudýr Georgia liðsins er bolabítur. Boltabíturinn heitir Uga en risanautið heitir Bevo. Það er talsverður stærðarmunur á þessum tveimur lukkudýrum og það varð næstum því stórslys þegar einhverjum datt í hug að „ýta“ þeim saman. Þetta átt að vera gott myndamóment fyrir ljósmyndarana sem voru mættir til að mynda Sykurskálina 2019 en á endanum voru menn bara ljónheppnir að enginn slasaðist. Kannski var litli bolabíturinn fegnastur að sleppa heill frá þessu enda ekkert grín að mæta risanauti á ferðinni. Texas Longhorns unnu annars leikinn 28-21 eftir að hafa komist í 17-0. Kannski náði Bevo bara að hræða og hrista svo vel upp í andstæðingunum að það tók þá allan fyrri hálfleikinn að jafna sig. Myndband af þessu skondna atviki má sjá hér fyrir neðan. Aðrar íþróttir Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Sjá meira
Lukkudýrin eru í stóru hlutverki á leikdögum í bandarískum íþróttum og þetta á sérstaklega við í háskólaboltanum. Bandaríkjamenn eru oftast þó ekki með nein „gervi“ lukkudýr á svæðinu. Það flottasta er augljóslega að mæta með lifandi lukkudýr á staðinn en lukkudýr háskólanna eru oft dýr en ekki einhverjar furðuverir eins og hjá mörgum atvinnumannaliðunum. Það getur hinsvegar skapast hættuástand þegar menn fara að ýta þessum lukkudýrum saman eins og gerðist fyrir leik Texas Longhorns og Georgia Bulldogs en þau áttust við á nýársdag í leiknum um Sykurskálina (2019 Allstate Sugar Bowl). Lukkudýr Texas liðsins er stórhyrndur nautgripur (Longhorn) en lukkudýr Georgia liðsins er bolabítur. Boltabíturinn heitir Uga en risanautið heitir Bevo. Það er talsverður stærðarmunur á þessum tveimur lukkudýrum og það varð næstum því stórslys þegar einhverjum datt í hug að „ýta“ þeim saman. Þetta átt að vera gott myndamóment fyrir ljósmyndarana sem voru mættir til að mynda Sykurskálina 2019 en á endanum voru menn bara ljónheppnir að enginn slasaðist. Kannski var litli bolabíturinn fegnastur að sleppa heill frá þessu enda ekkert grín að mæta risanauti á ferðinni. Texas Longhorns unnu annars leikinn 28-21 eftir að hafa komist í 17-0. Kannski náði Bevo bara að hræða og hrista svo vel upp í andstæðingunum að það tók þá allan fyrri hálfleikinn að jafna sig. Myndband af þessu skondna atviki má sjá hér fyrir neðan.
Aðrar íþróttir Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn