Enski boltinn

Rólegur Klopp: „Ég bjóst við því að City myndi vinna“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp brosti hringinn á æfingu dagsins.
Klopp brosti hringinn á æfingu dagsins. vísir/getty
Það var enginn asi yfir Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, á blaðamannafundi liðsins fyrir leikinn gegn Huddersfield annað kvöld.

Blaðamannafundurinn var ekki gamall þegar að blaðamenn byrjuðu að spyrja Þjóðverjann út í grannaslag Manchester United og Mancester City í gærkvöldi.

City vann leikinn 2-0 og er því í bílstjórasætinu fyrir síðustu þrjár umferðirnar í enska boltanum. Þeir eru með stigi meira en Liverpool.

„Ég var ekki stressaður. Þetta atvikaðist eins og ég hélt. United spilaði vel í fyrri hálfleik en á þessum tímapunkti geta þeir ekki keppt við City í 90 mínútur,“ sagði Klopp.

„Ef ekkert skrýtið myndi gerast þá hefði City alltaf unnið leikinn svo ég var ekki hissa eða stressaður. Ég var mjög rólegur.“

„Fyrir mig er þetta fínt og niðurstaðan er ekki komin í deildina enn. Þetta var ekki síðasti leikur tímabilsins. Þetta var bara enn einn leikur City og þeir áttu skilið að vinna,“ sagði Klopp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×