Lífið

Jóhanna Guðrún og Davíð eignuðust son

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Jóhanna Guðrún og Davíð á góðri stundu fyrir nokkrum árum.
Jóhanna Guðrún og Davíð á góðri stundu fyrir nokkrum árum. Fréttablaðið/valli
Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og eiginmaður hennar, Davíð Sigurgeirsson, eignuðust sitt annað barn þann 19. júní þegar lítill strákur kom í heiminn.

„Þessi dásamlegi drengur kom í heiminn 19 júní með hraði. Öllum heilsast vel og við gætum ekki verið þakklátari fyrir þessa tvo demanta,“ skrifar Jóhanna Guðrún á Facebook en fyrir eiga hjónakornin stelpu sem fæddist árið 2015.

Stutt er síðan Jóhanna Guðrún klæddi sig í Hatara-gallann fyrir Fjarðarpóstinn, komin 34 vikur á leið, til þess að minnast þess að tíu ár eru liðin frá því að hún lenti í 2. sæti í Eurovsion með laginu Is it True.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.