Laugardalsvöllurinn er úr sér genginn Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 10. september 2019 16:45 Nánast öll sérsamböndin í Laugardal þurfa ný mannvirki enda langt síðan hamar og naglar hafa verið teknir upp í Laugardal. Aðstæður fyrir frjálsíþróttafólk eru óboðlegar að mati formanns FRÍ. Fréttablaðið/Stefán Frjálsíþróttasamband Íslands, FRÍ, sendi borgarráði Reykjavíkur bréf um Laugardalsvöll í byrjun mánaðarins. Benti sambandið á þær aðstæður sem frjálsíþróttafólk býr nú við og ítrekar vilja FRÍ um að hefja umsóknarferli um viðurkenningu þjóðarleikvanga í íþróttum. Þá fylgdi greinargerð mannvirkjanefndar FRÍ um ástand Laugardalsvallar. Telur FRÍ einsýnt að Reykjavíkurborg hefji nú þegar undirbúning að viðhaldsframkvæmdum á vellinum. Þá minnist FRÍ sérstaklega á að ekki fer saman það tónleikahald sem verið hefur með mjög löngu og miklu inngripi í starfsemi frjálsíþróttafélaganna í Reykjavík og óæskilegu álagi á keppnisbrautir vallarins. Freyr Ólafsson, formaður FRÍ, segir að frjálsar íþróttir séu í raun heimilislausar enda sé búið að lýsa því yfir að það eigi að fjarlægja hlaupabrautirnar á Laugardalsvelli. „Ef það verður gert þá erum við á köldum klaka, eins og greinargerð okkar sýnir, völlurinn er ekki keppnishæfur. Við getum ekki lengur tekið við mótum og höfum þegar þurft að vísa frá okkur mótum svo sem Norðurlandamótum. Við erum strand og bíðum svara.“ Freyr segir að þjóðarleikvangur í frjálsum eigi heima í Laugardalnum. Búið sé að þjarma að aðstöðunni víða, meðal annars með því að skipta yfir í gervigras í Kópavoginum. Frjálsíþróttavellir í Hafnarfirði og sá sem er í byggingu í Breiðholti eru mikilvægir vellir, fyrir æfingar og smærri mót, en hæfa ekki fyrir alþjóðlega keppni. Núverandi staða er því ótæk fyrir frjálsar. „Það hefur gengið vel að undanförnu og unga kynslóðin okkar er öflug og hefur verið að ná góðum árangri í alþjóðlegum samanburði. Að sjálfsögðu viljum við geta boðið þeim að mæta jafningjum hér á landi við boðlegar aðstæður. En við erum auðvitað líka þakklát fyrir fyrri uppbyggingu. Margt af þessu unga fólki hefur náð árangri í skjóli frjálsíþróttahallanna tveggja í Reykjavík og Hafnarfirði. Það er ómetanleg aðstaða sem hefur breytt öllu fyrir frjálsar.”Freyr Ólafsson, formaður FRÍ. Mynd/FRÍHeimavellirnir gamlir Laugardalurinn er heimavöllur landsliða Íslands en öll landsliðin eiga það sameiginlegt að spila nánast við óboðlegar aðstæður. Fræg er barátta KSÍ fyrir nýjum velli, KKÍ og HSÍ spila í Laugardalshöll á undanþágum enda höllin nánast orðin fornminjar. Aðspurður hvort frjálsar íþróttir geti nýtt nýjan Laugardalsvöll undir sína starfsemi segir Freyr að best væri að fá sérstakan völl fyrir frjálsar íþróttir. „Okkar krafa er að hafa átta brauta völl í Laugardal. Ég á von á því að það sé betra fyrir báða aðila að vera með sitthvorn völlinn. Það er ekkert samband sem getur byggt völl og við verðum að leyfa pólitíkinni að ákveða næstu skref, en það getur augljóslega ekki beðið lengur.“ Hann bendir á að aðgengi að frjálsíþróttavelli sé mjög gott. „Það sem frjálsíþróttavöllur býður upp á, ef hann verður byggður eingöngu fyrir frjálsar, er miklu meira aðgengi. Fjöldinn fær þá að æfa á vellinum, allt frá yngri börnum upp í afreksmenn. Völlurinn verður sannarlega opinn og þannig hluti af Laugardalnum, en ekki læstur, utan nokkurra leikja eða viðburða á ári.“ Þá gagnrýnir Freyr ríkisvaldið. Segir það verði að stíga stærri skref með sérsamböndunum. „Þetta er hnútur sem ég vona að verði leystur sem fyrst. Aðrir stallbræður mínir eru mér sammála þegar kemur að landsliðum og landskeppnum, þá hefur ríkisvaldið verið stikkfrí. Ég held því fram fullum fetum að ríkið græði einna mest á íþróttum með heilbrigðari þjóð. En við skulum vona að með þessari reglugerð um þjóðarleikvang að ríkið sé að koma aðeins meira inn. Vissulega hefur afrekssjóður verið stækkaður af myndarskap, en nú þarf sama myndarskap til að höggva á hnútinn vegna aðstæðna sérsambandanna.“ Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Laugardalsvöllur Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Enski boltinn Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Enski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sjá meira
Frjálsíþróttasamband Íslands, FRÍ, sendi borgarráði Reykjavíkur bréf um Laugardalsvöll í byrjun mánaðarins. Benti sambandið á þær aðstæður sem frjálsíþróttafólk býr nú við og ítrekar vilja FRÍ um að hefja umsóknarferli um viðurkenningu þjóðarleikvanga í íþróttum. Þá fylgdi greinargerð mannvirkjanefndar FRÍ um ástand Laugardalsvallar. Telur FRÍ einsýnt að Reykjavíkurborg hefji nú þegar undirbúning að viðhaldsframkvæmdum á vellinum. Þá minnist FRÍ sérstaklega á að ekki fer saman það tónleikahald sem verið hefur með mjög löngu og miklu inngripi í starfsemi frjálsíþróttafélaganna í Reykjavík og óæskilegu álagi á keppnisbrautir vallarins. Freyr Ólafsson, formaður FRÍ, segir að frjálsar íþróttir séu í raun heimilislausar enda sé búið að lýsa því yfir að það eigi að fjarlægja hlaupabrautirnar á Laugardalsvelli. „Ef það verður gert þá erum við á köldum klaka, eins og greinargerð okkar sýnir, völlurinn er ekki keppnishæfur. Við getum ekki lengur tekið við mótum og höfum þegar þurft að vísa frá okkur mótum svo sem Norðurlandamótum. Við erum strand og bíðum svara.“ Freyr segir að þjóðarleikvangur í frjálsum eigi heima í Laugardalnum. Búið sé að þjarma að aðstöðunni víða, meðal annars með því að skipta yfir í gervigras í Kópavoginum. Frjálsíþróttavellir í Hafnarfirði og sá sem er í byggingu í Breiðholti eru mikilvægir vellir, fyrir æfingar og smærri mót, en hæfa ekki fyrir alþjóðlega keppni. Núverandi staða er því ótæk fyrir frjálsar. „Það hefur gengið vel að undanförnu og unga kynslóðin okkar er öflug og hefur verið að ná góðum árangri í alþjóðlegum samanburði. Að sjálfsögðu viljum við geta boðið þeim að mæta jafningjum hér á landi við boðlegar aðstæður. En við erum auðvitað líka þakklát fyrir fyrri uppbyggingu. Margt af þessu unga fólki hefur náð árangri í skjóli frjálsíþróttahallanna tveggja í Reykjavík og Hafnarfirði. Það er ómetanleg aðstaða sem hefur breytt öllu fyrir frjálsar.”Freyr Ólafsson, formaður FRÍ. Mynd/FRÍHeimavellirnir gamlir Laugardalurinn er heimavöllur landsliða Íslands en öll landsliðin eiga það sameiginlegt að spila nánast við óboðlegar aðstæður. Fræg er barátta KSÍ fyrir nýjum velli, KKÍ og HSÍ spila í Laugardalshöll á undanþágum enda höllin nánast orðin fornminjar. Aðspurður hvort frjálsar íþróttir geti nýtt nýjan Laugardalsvöll undir sína starfsemi segir Freyr að best væri að fá sérstakan völl fyrir frjálsar íþróttir. „Okkar krafa er að hafa átta brauta völl í Laugardal. Ég á von á því að það sé betra fyrir báða aðila að vera með sitthvorn völlinn. Það er ekkert samband sem getur byggt völl og við verðum að leyfa pólitíkinni að ákveða næstu skref, en það getur augljóslega ekki beðið lengur.“ Hann bendir á að aðgengi að frjálsíþróttavelli sé mjög gott. „Það sem frjálsíþróttavöllur býður upp á, ef hann verður byggður eingöngu fyrir frjálsar, er miklu meira aðgengi. Fjöldinn fær þá að æfa á vellinum, allt frá yngri börnum upp í afreksmenn. Völlurinn verður sannarlega opinn og þannig hluti af Laugardalnum, en ekki læstur, utan nokkurra leikja eða viðburða á ári.“ Þá gagnrýnir Freyr ríkisvaldið. Segir það verði að stíga stærri skref með sérsamböndunum. „Þetta er hnútur sem ég vona að verði leystur sem fyrst. Aðrir stallbræður mínir eru mér sammála þegar kemur að landsliðum og landskeppnum, þá hefur ríkisvaldið verið stikkfrí. Ég held því fram fullum fetum að ríkið græði einna mest á íþróttum með heilbrigðari þjóð. En við skulum vona að með þessari reglugerð um þjóðarleikvang að ríkið sé að koma aðeins meira inn. Vissulega hefur afrekssjóður verið stækkaður af myndarskap, en nú þarf sama myndarskap til að höggva á hnútinn vegna aðstæðna sérsambandanna.“
Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Laugardalsvöllur Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Enski boltinn Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Enski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sjá meira