Innlent

Framkvæmdum Vesturverks hætt fram á haust

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/KMU
Vesturverk hefur hætt vegaframkvæmdum á Ófeigsfjarðarvegi í Árneshreppi og verður þeim haldið áfram í haust. Framkvæmdirnar eru til komnar vegna undirbúnings Hvalárvirkjunar og eru þær umdeildar. Mjög hefur rignt á Ströndum að undanförnu og í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að aurbleytan hafi verið verktökum erfið viðureignar.

Í tilkynningunni segir að vegurinn sé nú mun greiðfærari en áður. Erfiðar beygjur hafi verið lagfærðar og ræsum hafi verið komið fyrir víða. Framkvæmdirnar hafi allar gengið samkvæmt áætlun að kaflanum um Seljanes aðskildum. Ákveðið var að bíða með hann um sinn og þá meðal annars vegna andstöðu hluta landeigenda.

Sjá einnig: Gröfur Vesturverks nálgast átakasvæðið í Árneshreppi



Undirbúningsrannsóknir vegna virkjunarinnar eiga að fara fram næsta sumar og þarf að flytja ýmsan búnað eins og bora í Ófeigsfjörð þeirra vegna. Í tilkynningunni segir ef vegaframkvæmdir hefðu ekki farið fram hefði vegurinn verið farartálmi.

Einnig stendur til að brúa Hvalá í Ófeigsfirði. Brúin sem setja á yfir ána er komin til landsins og stendur til að setja hana upp næsta vor.

 


Tengdar fréttir

Telur einfalt að hliðra til vegna steingervinga

Náttúrufræðistofnun hyggst eftir helgi rannsaka fullyrðingar andstæðinga Hvalárvirkjunar um að friðaðir steingervingar séu á framkvæmdasvæði virkjunarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×