Skilur lítið í köldum kveðjum Íslendinga: „Af hverju eruð þið svona reið?“ Birgir Olgeirsson skrifar 3. júní 2019 11:15 Ferðamaðurinn er þekktur á samfélagsmiðlum, þá helst Instagram, en nafn hans er Alexander Tikhomirov. Instagram Ferðamaðurinn sem gerðist sekur um alvarleg spjöll á Bjarnarflagi í Mývatnssveit í gær, með því að aka utan vegar, á yfir höfði sér að lágmarki 350 þúsund króna sekt. Lögreglan á Húsavík yfirheyrði manninn í gær sem gekkst við brotum sínum en að sögn viðstaddra var enga iðrun að sjá á ferðamanninum og föruneyti hans. Umræddur ferðamaður hefur verið boðaður á lögreglustöðina á Akureyri í dag þar sem honum verður boðið að ljúka málinu með sektargreiðslu. Samkvæmt lögum um náttúruvernd geta alvarleg spjöll á náttúru landsins varðað sektum, að lágmarki 350 þúsund krónum. Sektin gæti því orðið mun hærri enda mat manna að um verulega alvarleg spjöll á náttúru sé að ræða vegna einbeitts brotavilja mannsins. Ferðamaðurinn er þekktur á samfélagsmiðlum, þá helst Instagram, en nafn hans er Alexander Tikhomirov. View this post on InstagramПоздравьте, сегодня я попал на кругленькую сумму и чуть не окончил наш трип на второй день $$$ :) Подробности в видео A post shared by Alexander Tikhomirov (@sashatikhomirov) on Jun 2, 2019 at 2:05pm PDT Hann hefur fengið kaldar kveðjur frá Íslendingum í gegnum Instagram-reikning sinn þar sem honum er tilkynnt að hann sé ekki lengur velkominn á Íslandi og hann beðinn um að koma aldrei aftur í Mývatnssveit. „Árás Íslendinga. Guð minn góður. Af hverju eruð þið svona reið,“ skrifar Alexander Tikhomirov þar sem hann deilir þessum kveðjum Íslendinga.Skjáskot af Instagram reikningi ökumannsins.InstagramTikhomirov þessi hefur um 318 þúsund fylgjendur á Instagram er förunautar hans eru með öllu minna, 11,600, 3,300 og 2,189 fylgjendur. Sigurður Jónas Þorbergsson er einn landeigenda Reykjahlíðar, en hann segir í samtali við Vísi að förin eftir utanvegaaksturinn eigi eftir að sjást en ekki sé vitað á þessari stundu hvernig viðgerðum verður háttað. Hann veltir einnig fyrir sér hver áhrif þessa aksturs eigi eftir að vera til langs tíma, og nefnir í því samhengi myndband tónlistarmannsins Justin Bieber í Fjaðrárgljúfri. „Þar sem frægar persónur hafa komið og stillt sér upp fylgja gjarnan aðrir í kjölfarið. Ég veit ekki hvernig við náum að laga þetta,“ segir Sigurður Jónas. Hann segir þetta mikil vonbrigði þegar reynt er að ganga vel um landið. „Þá koma svona kjánar og halda að þeir geti keyrt um allar trissur. Það var enga iðrun að sjá,“ segir Sigurður Jónas. Lögreglumál Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Ferðamaðurinn sem gerðist sekur um alvarleg spjöll á Bjarnarflagi í Mývatnssveit í gær, með því að aka utan vegar, á yfir höfði sér að lágmarki 350 þúsund króna sekt. Lögreglan á Húsavík yfirheyrði manninn í gær sem gekkst við brotum sínum en að sögn viðstaddra var enga iðrun að sjá á ferðamanninum og föruneyti hans. Umræddur ferðamaður hefur verið boðaður á lögreglustöðina á Akureyri í dag þar sem honum verður boðið að ljúka málinu með sektargreiðslu. Samkvæmt lögum um náttúruvernd geta alvarleg spjöll á náttúru landsins varðað sektum, að lágmarki 350 þúsund krónum. Sektin gæti því orðið mun hærri enda mat manna að um verulega alvarleg spjöll á náttúru sé að ræða vegna einbeitts brotavilja mannsins. Ferðamaðurinn er þekktur á samfélagsmiðlum, þá helst Instagram, en nafn hans er Alexander Tikhomirov. View this post on InstagramПоздравьте, сегодня я попал на кругленькую сумму и чуть не окончил наш трип на второй день $$$ :) Подробности в видео A post shared by Alexander Tikhomirov (@sashatikhomirov) on Jun 2, 2019 at 2:05pm PDT Hann hefur fengið kaldar kveðjur frá Íslendingum í gegnum Instagram-reikning sinn þar sem honum er tilkynnt að hann sé ekki lengur velkominn á Íslandi og hann beðinn um að koma aldrei aftur í Mývatnssveit. „Árás Íslendinga. Guð minn góður. Af hverju eruð þið svona reið,“ skrifar Alexander Tikhomirov þar sem hann deilir þessum kveðjum Íslendinga.Skjáskot af Instagram reikningi ökumannsins.InstagramTikhomirov þessi hefur um 318 þúsund fylgjendur á Instagram er förunautar hans eru með öllu minna, 11,600, 3,300 og 2,189 fylgjendur. Sigurður Jónas Þorbergsson er einn landeigenda Reykjahlíðar, en hann segir í samtali við Vísi að förin eftir utanvegaaksturinn eigi eftir að sjást en ekki sé vitað á þessari stundu hvernig viðgerðum verður háttað. Hann veltir einnig fyrir sér hver áhrif þessa aksturs eigi eftir að vera til langs tíma, og nefnir í því samhengi myndband tónlistarmannsins Justin Bieber í Fjaðrárgljúfri. „Þar sem frægar persónur hafa komið og stillt sér upp fylgja gjarnan aðrir í kjölfarið. Ég veit ekki hvernig við náum að laga þetta,“ segir Sigurður Jónas. Hann segir þetta mikil vonbrigði þegar reynt er að ganga vel um landið. „Þá koma svona kjánar og halda að þeir geti keyrt um allar trissur. Það var enga iðrun að sjá,“ segir Sigurður Jónas.
Lögreglumál Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira