Segir vinnubrögðin vera meirihlutanum til skammar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. október 2019 12:54 Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Ákvörðun og vinnubrögð meirihlutans í Reykjavík um að skólahald í Kelduskóla-Korpu verði lagt niður eru til skammar að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Formaður skóla- og frístundaráðs segir að óvissu verði eytt með afgreiðslu tillögunnar sem tekin verður fyrir á fundi ráðsins í dag. Sjálstæðisflokkurinn ætlar að leggja til á fundinum að málinu verði frestað en hann hófst upp úr hádegi í dag. Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur. Með henni er lagt til að tveir skólar verði fyrir nemendur í 1. til 7. bekk og einn sameiginlegur skóli fyrir 8. til 10. bekk. Talið er að með þessu sparist um 200 milljónir á ári. Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að fréttatilkynning sem meirihlutinn sendi frá sér um málið í gær hafi komið í opna skjöldu.Sjá einnig: Skólahald í Korpu mun leggjast af „Satt best að segja þá bara fallast mér hendur yfir þessum vinnubrögðum vegna lokunar og sameininga í norðanverðum Grafarvogi,“ segir Valgerður í samtali við fréttastofu. Ekkert samráð hafi verið haft við minnihlutann og ekki hafi verið hlustað á sjónarmið foreldra í hverfinu sem hafi margir hverjir lýst verulegum áhyggjum af áformunum. „Það sem er þó öllu verra er að hér er verið að ákveða einhliða lokun á Kelduskóla og sameina við aðra skólastarfsemi án víðtæks samráðs við foreldra sem hafa kallað viðstöðulaust eftir því að hlustað sé á þeirra sjónarmið. Foreldrar hafa verið að senda okkur borgarfulltrúum stanslausa tölvupósta en það virðist ekkert hafa verið hlustað á það,“ segir Valgerður.Vilja eyða óvissu Í samtali við fréttastofu haafa foreldrar jafnframt lýst óánægju vegna málsins. „Það sem að slær mig líka er að í tilkynningunni frá meirihlutanum segir að það sé óábyrgt af opinberum aðilum að halda úti rekstri menntastofnana sem ekki eru sjálfbærar einingar faglega og fjárhagslega. Í mínum huga er það miklu frekar óábyrgt að sveitarfélög geti ekki staðið við þá opinberu þjónustu sem þeim ber að veita lagalega séð og þessi vinnubrögð eru meirihlutanum í borginni bara til skammar,“ segir Valgerður. Skúli Helgason, formaður skóla og frístundaráðs segir að foreldrar, nemendur og skólastjórnendur muni fá tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. „Nú ætlum við að eyða óvissunni og koma inn með tillögu sem tryggir stöðugleika í þessu hverfi. Það verði þá þarna til þrír öflugir skólar í framtíðinni með svona 260-270 börn í hverjum skóla,“ segir Skúli. Rætt var einnig við hann í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Foreldrar reiðir vegna ákvörðunar um lokun Kelduskóla-Korpu Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar um að loka deild Kelduskóla í Korpu í Grafarvogi hefur vakið mikla reiði meðal barna og foreldra í hverfinu. Þetta segir Ingvar Guðmundsson, faðir barns í skólanum. 21. október 2019 20:21 Skólahald í Korpu mun leggjast af Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi. 21. október 2019 16:10 Erfitt fyrir foreldra að heyra að skólanum verði lokað Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar hefur lagt til að skólahald í Kelduskóla Korpu verði lagt af, a.m.k. tímabundið, og nemendum boðin skólavist í Engjaskóla. 22. október 2019 06:00 Segir of marga skóla í Grafarvogi miðað við fjölda barna Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar ræddi tillögur um lokun Kelduskóla Korpu í Bítinu í morgun. 22. október 2019 10:36 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Ákvörðun og vinnubrögð meirihlutans í Reykjavík um að skólahald í Kelduskóla-Korpu verði lagt niður eru til skammar að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Formaður skóla- og frístundaráðs segir að óvissu verði eytt með afgreiðslu tillögunnar sem tekin verður fyrir á fundi ráðsins í dag. Sjálstæðisflokkurinn ætlar að leggja til á fundinum að málinu verði frestað en hann hófst upp úr hádegi í dag. Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur. Með henni er lagt til að tveir skólar verði fyrir nemendur í 1. til 7. bekk og einn sameiginlegur skóli fyrir 8. til 10. bekk. Talið er að með þessu sparist um 200 milljónir á ári. Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að fréttatilkynning sem meirihlutinn sendi frá sér um málið í gær hafi komið í opna skjöldu.Sjá einnig: Skólahald í Korpu mun leggjast af „Satt best að segja þá bara fallast mér hendur yfir þessum vinnubrögðum vegna lokunar og sameininga í norðanverðum Grafarvogi,“ segir Valgerður í samtali við fréttastofu. Ekkert samráð hafi verið haft við minnihlutann og ekki hafi verið hlustað á sjónarmið foreldra í hverfinu sem hafi margir hverjir lýst verulegum áhyggjum af áformunum. „Það sem er þó öllu verra er að hér er verið að ákveða einhliða lokun á Kelduskóla og sameina við aðra skólastarfsemi án víðtæks samráðs við foreldra sem hafa kallað viðstöðulaust eftir því að hlustað sé á þeirra sjónarmið. Foreldrar hafa verið að senda okkur borgarfulltrúum stanslausa tölvupósta en það virðist ekkert hafa verið hlustað á það,“ segir Valgerður.Vilja eyða óvissu Í samtali við fréttastofu haafa foreldrar jafnframt lýst óánægju vegna málsins. „Það sem að slær mig líka er að í tilkynningunni frá meirihlutanum segir að það sé óábyrgt af opinberum aðilum að halda úti rekstri menntastofnana sem ekki eru sjálfbærar einingar faglega og fjárhagslega. Í mínum huga er það miklu frekar óábyrgt að sveitarfélög geti ekki staðið við þá opinberu þjónustu sem þeim ber að veita lagalega séð og þessi vinnubrögð eru meirihlutanum í borginni bara til skammar,“ segir Valgerður. Skúli Helgason, formaður skóla og frístundaráðs segir að foreldrar, nemendur og skólastjórnendur muni fá tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. „Nú ætlum við að eyða óvissunni og koma inn með tillögu sem tryggir stöðugleika í þessu hverfi. Það verði þá þarna til þrír öflugir skólar í framtíðinni með svona 260-270 börn í hverjum skóla,“ segir Skúli. Rætt var einnig við hann í Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Foreldrar reiðir vegna ákvörðunar um lokun Kelduskóla-Korpu Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar um að loka deild Kelduskóla í Korpu í Grafarvogi hefur vakið mikla reiði meðal barna og foreldra í hverfinu. Þetta segir Ingvar Guðmundsson, faðir barns í skólanum. 21. október 2019 20:21 Skólahald í Korpu mun leggjast af Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi. 21. október 2019 16:10 Erfitt fyrir foreldra að heyra að skólanum verði lokað Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar hefur lagt til að skólahald í Kelduskóla Korpu verði lagt af, a.m.k. tímabundið, og nemendum boðin skólavist í Engjaskóla. 22. október 2019 06:00 Segir of marga skóla í Grafarvogi miðað við fjölda barna Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar ræddi tillögur um lokun Kelduskóla Korpu í Bítinu í morgun. 22. október 2019 10:36 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Foreldrar reiðir vegna ákvörðunar um lokun Kelduskóla-Korpu Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar um að loka deild Kelduskóla í Korpu í Grafarvogi hefur vakið mikla reiði meðal barna og foreldra í hverfinu. Þetta segir Ingvar Guðmundsson, faðir barns í skólanum. 21. október 2019 20:21
Skólahald í Korpu mun leggjast af Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi. 21. október 2019 16:10
Erfitt fyrir foreldra að heyra að skólanum verði lokað Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar hefur lagt til að skólahald í Kelduskóla Korpu verði lagt af, a.m.k. tímabundið, og nemendum boðin skólavist í Engjaskóla. 22. október 2019 06:00
Segir of marga skóla í Grafarvogi miðað við fjölda barna Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar ræddi tillögur um lokun Kelduskóla Korpu í Bítinu í morgun. 22. október 2019 10:36