Innlent

Slösuð skíðakona flutt með þyrlu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Tilkynn var um slysið upp úr klukkan eitt.
Tilkynn var um slysið upp úr klukkan eitt. Vísir/Vilhelm
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti slasaða skíðakonu frá Siglufirði til Akureyrar síðdegis í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra var tilkynnt um slysið upp úr klukkan eitt og sjúkrabíll tók við konunni á Akureyri á þriðja tímanum, þaðan sem henni var ekið á sjúkrahús. Mbl greindi fyrst frá.

Í nótt aðstoðaði þyrlan skipverja rækjutogarans Sóleyjar Sigurjóns, þegar hann varð vélarvana úti fyrir Norðurlandi, og var hún stödd á Akureyri þegar tilkynnt var um óhappið á Siglufirði. Konan hlaut axlarmeiðsli við byltuna, að sögn varðstjóra, en áverkarnir eru ekki taldir alvarlegir.


Tengdar fréttir

Tveir skipverjar hífðir upp í þyrluna

Tveir skipverjar á rækjutogaranum Sóleyju Sigurjóns GK200, þar sem eldur kom upp á tíunda tímanum í gærkvöldi, voru hífðir upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir miðnætti í gær.

Hífa líklega hluta áhafnarinnar upp í þyrlu Gæslunnar

Þyrla Landhelgisgæslunnar, varðskip og björgunarsveitir voru kölluð út eftir að neyðarkall barst frá rækjutogaranum Sóleyju Sigurjóns GK200 á tíunda tímanum í kvöld. Eldur var laus í vélarúmi skipsins sem er statt um níutíu sjómílur norður af landinu en átta manns eru um borð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×