Tökur á fjórðu Matrix-myndinni hefjast á næsta ári Birgir Olgeirsson skrifar 20. ágúst 2019 20:35 Keanu Reeves og Carrie-Ann Moss snúa aftur sem Neo og Trinity. Warner Bros Aðdáendur Matrix-þríleiksins hafa yfir einhverju að gleðjast í dag því Keanu Reaves og Carrie-Anne Moss hafa samþykkt að leika í fjórðu myndinni. Lana Wachowski, önnur systranna sem leikstýrði þríleiknum, verður leikstjóri og einn af handritshöfundum fjórðu myndarinnar. Munu þau Reeves og Moss leika þau Neo og Trinity sem voru aðalsöguhetjur þríleiksins. Matrix-myndirnar segja frá baráttu mannfólksins við vélarnar sem hafa tekið yfir jörðina og rækta manneskjur til að verða sér úti um rafmagn. Vélarnar tengja manneskjurnar sem þær rækta við sýndarveruleika þar sem manneskjurnar lifa eðlilegu lífi. Barátta mannfólksins og vélanna er háð í raunheimi og sýndarveruleika þar sem lögmál eðlisfræðinnar eiga ekki við þá sem sjá í gegnum blekkinguna. Má búast við að tökur fjórðu myndarinnar hefjist snemma á næsta ári. Leikstjórar og handritshöfundar þríleiksins eru systurnar Lana og Lilly Wachowski en myndirnar nutu talsverðra vinsælda, sér í lagi fsú fyrsta. Fyrsta myndin kom út árið 1999 og þótti tímamótaverk þegar kom að tæknibrellum. Næstu tvær myndir voru sýndar á árinu 2003, hlutu ágætis aðsókn en dræmar viðtökur gagnrýnenda. Þénuðu myndirnar þrjár samtals 1,6 milljarð dollara í miðasölum kvikmyndahúsa. Hollywood Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Aðdáendur Matrix-þríleiksins hafa yfir einhverju að gleðjast í dag því Keanu Reaves og Carrie-Anne Moss hafa samþykkt að leika í fjórðu myndinni. Lana Wachowski, önnur systranna sem leikstýrði þríleiknum, verður leikstjóri og einn af handritshöfundum fjórðu myndarinnar. Munu þau Reeves og Moss leika þau Neo og Trinity sem voru aðalsöguhetjur þríleiksins. Matrix-myndirnar segja frá baráttu mannfólksins við vélarnar sem hafa tekið yfir jörðina og rækta manneskjur til að verða sér úti um rafmagn. Vélarnar tengja manneskjurnar sem þær rækta við sýndarveruleika þar sem manneskjurnar lifa eðlilegu lífi. Barátta mannfólksins og vélanna er háð í raunheimi og sýndarveruleika þar sem lögmál eðlisfræðinnar eiga ekki við þá sem sjá í gegnum blekkinguna. Má búast við að tökur fjórðu myndarinnar hefjist snemma á næsta ári. Leikstjórar og handritshöfundar þríleiksins eru systurnar Lana og Lilly Wachowski en myndirnar nutu talsverðra vinsælda, sér í lagi fsú fyrsta. Fyrsta myndin kom út árið 1999 og þótti tímamótaverk þegar kom að tæknibrellum. Næstu tvær myndir voru sýndar á árinu 2003, hlutu ágætis aðsókn en dræmar viðtökur gagnrýnenda. Þénuðu myndirnar þrjár samtals 1,6 milljarð dollara í miðasölum kvikmyndahúsa.
Hollywood Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira