Ævintýri fimmtán ára stelpunnar heldur áfram á Wimbledon Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2019 12:30 Coco Gauff. Vísir/Getty Coco Gauff er komin áfram í þriðju umferð Wimbledon risamótsins í tennis eftir sinn annan sigur í röð. Coco Gauff er aðeins fimmtán ára gömul og varð sú yngsta til að vinna leik á risamóti í 23 ár þegar hún sló út Venus Williams á mánudaginn. Hún var líka sú yngsta til að vinna leik á hinu virta Wimbledon móti síðan 1991 eða í 28 ár. Ævintýri Coco Gauff er hins vegar enn í fullum gangi og hún vann hrinurnar 6-3 og 6-3 í sigri sinni á slóvakísku tenniskonunni Magdalénu Rybáriková í annarri umferðinni. Gauff þurfti bara klukkutíma og níu mínútur til að klára dæmið.SHE'S DONE IT AGAIN! Coco Gauff is into the next round after beating Magdalena Rybarikova! 6-3 6-3 LIVE @BBCTwohttps://t.co/D80wao6QZj#bbctennis#Wimbledonpic.twitter.com/7U0GU7eeVJ — BBC Tennis (@bbctennis) July 3, 2019 Venus Williams er fimmfaldur Wimbledon-meistari en reyndar orðin 39 ára og því 24 árum eldri en Coco Gauff. Magdalena Rybáriková er „bara“ fimmtán árum eldri en sú bandaríska. „Ég er ennþá í sjokki að ég skuli vera yfir höfuð að keppa hér,“ sagði Coco Gauff við BBC TV. Það eru liðin 28 ár síðan að fimmtán ára tenniskona komst síðast í 32 manna úrslitin á Wimbledon. Jennifer Capriati var líka fimmtán ára þegar hún komst alla leið í undanúrslitin árið 1991. Líf Coco Gauff hefur gjörbreyst á smá tíma og frægðin hefur bankað upp á dyrnar. Það hefur því ekki verið auðvelt fyrir hana að fá einhverja hvíld.The journey continues… 15-year-old @CocoGauff beats former #Wimbledon semi-finalist Magdalena Rybarikova in straight sets to book her place in the third round pic.twitter.com/60juztgXej — Wimbledon (@Wimbledon) July 3, 2019„Ég bjóst ekki við þessu. Fullt af frægu fólki er að senda mér skilaboð og ég er eiginlega stjörnustjörf. Það ótrúlega er að samfélagmiðlar hjálpa mér að slaka á fyrir leikina. Ég er því mikið á þeim. Ég ætla líka að halda því áfram því það hefur gengið vel hingað til,“ sagði Gauff. Næst á dagskránni er leikur á móti Polona Hercog frá Slóveníu í þriðji umferðinni og þar er sæti í sextán manna úrslitum í boði.What a day @Wimbledonpic.twitter.com/8O3vjMT9oi — Coco Gauff (@CocoGauff) July 1, 2019 Bandaríkin Bretland England Tennis Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sjá meira
Coco Gauff er komin áfram í þriðju umferð Wimbledon risamótsins í tennis eftir sinn annan sigur í röð. Coco Gauff er aðeins fimmtán ára gömul og varð sú yngsta til að vinna leik á risamóti í 23 ár þegar hún sló út Venus Williams á mánudaginn. Hún var líka sú yngsta til að vinna leik á hinu virta Wimbledon móti síðan 1991 eða í 28 ár. Ævintýri Coco Gauff er hins vegar enn í fullum gangi og hún vann hrinurnar 6-3 og 6-3 í sigri sinni á slóvakísku tenniskonunni Magdalénu Rybáriková í annarri umferðinni. Gauff þurfti bara klukkutíma og níu mínútur til að klára dæmið.SHE'S DONE IT AGAIN! Coco Gauff is into the next round after beating Magdalena Rybarikova! 6-3 6-3 LIVE @BBCTwohttps://t.co/D80wao6QZj#bbctennis#Wimbledonpic.twitter.com/7U0GU7eeVJ — BBC Tennis (@bbctennis) July 3, 2019 Venus Williams er fimmfaldur Wimbledon-meistari en reyndar orðin 39 ára og því 24 árum eldri en Coco Gauff. Magdalena Rybáriková er „bara“ fimmtán árum eldri en sú bandaríska. „Ég er ennþá í sjokki að ég skuli vera yfir höfuð að keppa hér,“ sagði Coco Gauff við BBC TV. Það eru liðin 28 ár síðan að fimmtán ára tenniskona komst síðast í 32 manna úrslitin á Wimbledon. Jennifer Capriati var líka fimmtán ára þegar hún komst alla leið í undanúrslitin árið 1991. Líf Coco Gauff hefur gjörbreyst á smá tíma og frægðin hefur bankað upp á dyrnar. Það hefur því ekki verið auðvelt fyrir hana að fá einhverja hvíld.The journey continues… 15-year-old @CocoGauff beats former #Wimbledon semi-finalist Magdalena Rybarikova in straight sets to book her place in the third round pic.twitter.com/60juztgXej — Wimbledon (@Wimbledon) July 3, 2019„Ég bjóst ekki við þessu. Fullt af frægu fólki er að senda mér skilaboð og ég er eiginlega stjörnustjörf. Það ótrúlega er að samfélagmiðlar hjálpa mér að slaka á fyrir leikina. Ég er því mikið á þeim. Ég ætla líka að halda því áfram því það hefur gengið vel hingað til,“ sagði Gauff. Næst á dagskránni er leikur á móti Polona Hercog frá Slóveníu í þriðji umferðinni og þar er sæti í sextán manna úrslitum í boði.What a day @Wimbledonpic.twitter.com/8O3vjMT9oi — Coco Gauff (@CocoGauff) July 1, 2019
Bandaríkin Bretland England Tennis Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sjá meira