Innlent

Brottvísun barna mótmælt

Gígja Hilmarsdóttir skrifar
Mótmælendur krefjast mannréttinda.
Mótmælendur krefjast mannréttinda. Vísir/Egill
Nú standa yfir mótmæli yfirvofandi brottvísana tveggja afganskra fjölskyldna sem á að senda til Grikklands þar sem þau hafa fengið alþjóðlega vernd. 

Í fréttatíma Stöðvar 2 í gær sagði talsmaður Rauða krossins að börn á flótta væru jafnvel í verri aðstæðum í Grikklandi eftir að þau hafa hlotið alþjóðlega vernd heldur en þann tíma sem mál þeirra er í efnismeðferð.

Samtökin No borders Iceland standa fyrir mótmælunum og er yfirskrift mótmælanna „stöðvið brottvísanir barna núna“. Mótmælin hófust við Hallgrímskirkju klukkan 17 og var gengið niður að Austurvelli. Fjöldi fólks lét sjá sig við Hallgrímskirkju og sýndi fjölskyldunum stuðning. 





Hundrurðir létu sjá sig til að sýna fjölskyldunum stuðningVísir/Egill
„Fjölmörg samtök og einstaklingar hafa fordæmt brottvísanir barna, án þess að stjórnvöld aðhafist nokkurt. Ekkert heyrist frá forsætisráðherra, dómsmálaráðherra eða barnamálaráðherra. Brottvísanir eru líkamlegt og andlegt ofbeldi sem ekkert barn ætti nokkurn tímann að þurfa að upplifa,“ segir á Facebook-viðburði mótmælanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×