Verður Max Holloway jafn góður í léttvigt? Pétur Marinó Jónsson skrifar 13. apríl 2019 21:15 UFC 236 fer fram í nótt í Atlanta þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Fjaðurvigtarmeistarinn Max Holloway fer upp í léttvigt þar sem hann tekst á við nýjar áskoranir. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Max Holloway og Dustin Poirier. Barist er um bráðabirgðartitil (e. interim title) í léttvigt þar sem ríkjandi meistari, Khabib Nurmagomedov, er í banni eftir lætin gegn Conor McGregor í október. Holloway er enn ríkjandi fjaðurvigtarmeistari og fer nú upp í léttvigt í fyrsta sinn. Þó þetta verði nýr þyngdarflokkur fyrir Holloway er andstæðingurinn kunnuglegur. Þeir Holloway og Poirier mættust árið 2012 þar sem Poirier sigraði. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Bardaginn árið 2012 var fyrsti bardagi Holloway í UFC en þá var hann tvítugur og með aðeins fjóra atvinnubardaga að baki. Holloway var hrár en eftir smá bras í byrjun hefur hann unnið 13 baradaga í röð og er einn besti bardagamaður heims. Dustin Poirier var ögn reynslumeiri en Holloway þá. Hann átti síðan ágætis gengi að fagna í fjaðurvigt en eftir tap gegn Conor McGregor ákvað hann að fara upp í léttvigt. Þar hefur hann verið magnaður og aldrei verið eins góður og nú. Nú þegar Holloway reynir við léttvigtina verður forvitnilegt að sjá hvort hann njóti sömu velgengni. 13 bardaga sigurganga hans (eða síðan hann tapaði fyrir Conor McGregor í ágúst 2013) hefur hreinlega verið mögnuð en nú tekst hann á við stærri menn. Poirier verður áhugavert próf fyrir Holloway en sigurvegarinn hér mun að öllum líkindum fá bardaga gegn Khabib Nurmagomedov í haust. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins verður svo annar bráðabirgðartitill en þá mætast þeir Kelvin Gastelum og Israel Adesanya. Ríkjandi meistari, Robert Whittaker, er fjarverandi vegna meiðsla og mun sigurvegarinn hér fá tækifæri á alvöru beltinu. UFC 236 verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl. 2. MMA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Sjá meira
UFC 236 fer fram í nótt í Atlanta þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Fjaðurvigtarmeistarinn Max Holloway fer upp í léttvigt þar sem hann tekst á við nýjar áskoranir. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Max Holloway og Dustin Poirier. Barist er um bráðabirgðartitil (e. interim title) í léttvigt þar sem ríkjandi meistari, Khabib Nurmagomedov, er í banni eftir lætin gegn Conor McGregor í október. Holloway er enn ríkjandi fjaðurvigtarmeistari og fer nú upp í léttvigt í fyrsta sinn. Þó þetta verði nýr þyngdarflokkur fyrir Holloway er andstæðingurinn kunnuglegur. Þeir Holloway og Poirier mættust árið 2012 þar sem Poirier sigraði. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Bardaginn árið 2012 var fyrsti bardagi Holloway í UFC en þá var hann tvítugur og með aðeins fjóra atvinnubardaga að baki. Holloway var hrár en eftir smá bras í byrjun hefur hann unnið 13 baradaga í röð og er einn besti bardagamaður heims. Dustin Poirier var ögn reynslumeiri en Holloway þá. Hann átti síðan ágætis gengi að fagna í fjaðurvigt en eftir tap gegn Conor McGregor ákvað hann að fara upp í léttvigt. Þar hefur hann verið magnaður og aldrei verið eins góður og nú. Nú þegar Holloway reynir við léttvigtina verður forvitnilegt að sjá hvort hann njóti sömu velgengni. 13 bardaga sigurganga hans (eða síðan hann tapaði fyrir Conor McGregor í ágúst 2013) hefur hreinlega verið mögnuð en nú tekst hann á við stærri menn. Poirier verður áhugavert próf fyrir Holloway en sigurvegarinn hér mun að öllum líkindum fá bardaga gegn Khabib Nurmagomedov í haust. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins verður svo annar bráðabirgðartitill en þá mætast þeir Kelvin Gastelum og Israel Adesanya. Ríkjandi meistari, Robert Whittaker, er fjarverandi vegna meiðsla og mun sigurvegarinn hér fá tækifæri á alvöru beltinu. UFC 236 verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl. 2.
MMA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Sjá meira