Lögmaður telur framhald líklegt í upptökumáli Miðflokksmanna Garðar Örn Úlfarsson skrifar 20. desember 2018 07:00 Bára í héraðsdómi í vikunni ásamt lögmönnum sínum. vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í gær kröfu fjögurra alþingismanna Miðflokksins um vitnaleiðslur og gagnaöflun vegna hljóðritunar á barnum Klaustri. „Við áttum von á því að þetta yrði niðurstaðan,“ segir Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Báru Halldórsdóttur. Stjórn Persónuverndar muni funda um málið í dag og spennandi verði að sjá hvernig tekið verði á því þar. „Svo er að bíða og sjá hvort þessir fjórir þingmenn kæri niðurstöðu héraðsdóms til Landsréttar eða fari beint í það að höfða einkamál,“ heldur Auður áfram. Þriðji möguleikinn sé að þeir kæri til lögreglunnar. Enginn fjórmenninganna svaraði Fréttablaðinu í gær og lögmaður þeirra, Reimar Pétursson, ekki heldur. Framhaldið er því er óljóst. „Við metum það heldur líklegra vegna þess að beiðnin til héraðsdóms byggði ekki á því að þetta væri nauðsynlegt til þess að ákveða hvort það ætti að fara í mál heldur að það væri stefnan að fara í mál og til þess að ákveðin gögn færu ekki til spillis væri verið að biðja um þau núna. Uppleggið þeirra hljómaði eins og þeir væru búnir að gera upp hug sinn,“ segir Auður. Ekki varð opinbert hver hefði staðið að upptökunum á Klaustri 21. nóvember fyrr en að Bára Halldórsdóttir steig fram 7. desember. Beiðni fjórmenninganna var sett fram 6. desember. Í úrskurði Lárentsínusar Kristjánssonar dómara kemur fram að lögmaður Báru hafi bent á að eftir að hún hafi stigið fram skorti þingmennina fjóra lögvarða hagsmuni af beiðni sinni. Í úrskurðinum er vikið að þeirri kenningu fjórmenninganna að líklegt sé að fleiri en Bára hafi staðið að því að hljóðrita samtal þeirra á Klaustri. „Slíkar kenningar og vangaveltur verða þó að mati dómsins að byggjast á einhverju öðru en því að hlutaðeigendur telji þetta eða hitt líklegt án þess að það sé rökstutt sérstaklega og með afmörkuðum hætti hvers vegna slíkar grunsemdir séu uppi,“ segir Lárentsínus í úrskurðinum. „Það er að minnsta kosti gott að þetta fór svona. Svo sjáum við hvað gerist næst,“ segir Bára Halldórsdóttir um niðurstöðu héraðsdóms. Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í gær kröfu fjögurra alþingismanna Miðflokksins um vitnaleiðslur og gagnaöflun vegna hljóðritunar á barnum Klaustri. „Við áttum von á því að þetta yrði niðurstaðan,“ segir Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Báru Halldórsdóttur. Stjórn Persónuverndar muni funda um málið í dag og spennandi verði að sjá hvernig tekið verði á því þar. „Svo er að bíða og sjá hvort þessir fjórir þingmenn kæri niðurstöðu héraðsdóms til Landsréttar eða fari beint í það að höfða einkamál,“ heldur Auður áfram. Þriðji möguleikinn sé að þeir kæri til lögreglunnar. Enginn fjórmenninganna svaraði Fréttablaðinu í gær og lögmaður þeirra, Reimar Pétursson, ekki heldur. Framhaldið er því er óljóst. „Við metum það heldur líklegra vegna þess að beiðnin til héraðsdóms byggði ekki á því að þetta væri nauðsynlegt til þess að ákveða hvort það ætti að fara í mál heldur að það væri stefnan að fara í mál og til þess að ákveðin gögn færu ekki til spillis væri verið að biðja um þau núna. Uppleggið þeirra hljómaði eins og þeir væru búnir að gera upp hug sinn,“ segir Auður. Ekki varð opinbert hver hefði staðið að upptökunum á Klaustri 21. nóvember fyrr en að Bára Halldórsdóttir steig fram 7. desember. Beiðni fjórmenninganna var sett fram 6. desember. Í úrskurði Lárentsínusar Kristjánssonar dómara kemur fram að lögmaður Báru hafi bent á að eftir að hún hafi stigið fram skorti þingmennina fjóra lögvarða hagsmuni af beiðni sinni. Í úrskurðinum er vikið að þeirri kenningu fjórmenninganna að líklegt sé að fleiri en Bára hafi staðið að því að hljóðrita samtal þeirra á Klaustri. „Slíkar kenningar og vangaveltur verða þó að mati dómsins að byggjast á einhverju öðru en því að hlutaðeigendur telji þetta eða hitt líklegt án þess að það sé rökstutt sérstaklega og með afmörkuðum hætti hvers vegna slíkar grunsemdir séu uppi,“ segir Lárentsínus í úrskurðinum. „Það er að minnsta kosti gott að þetta fór svona. Svo sjáum við hvað gerist næst,“ segir Bára Halldórsdóttir um niðurstöðu héraðsdóms.
Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira