Hringrásarhækkun launa fylgifiskur arftaka kjararáðs Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. júlí 2018 08:00 Þingið felldi lög um kjararáð úr gildi í vor. Nýtt fyrirkomulag á að verða að lögum í árslok. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ari Enginn lagalegur grundvöllur er fyrir útreikningum á árlegum meðaltölum reglulegra launa ríkisstarfsmanna heldur eru þeir í samræmi við þær aðferðir sem Hagstofan ákvarðar hverju sinni. Breytingar geta orðið á meðaltalinu vegna umbóta á aðferðum eða gögnum sem liggja þar að baki. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umsögn Hagstofunnar um drög að frumvarpi um breytingu á ýmsum lögum vegna brottfalls laga um kjararáð um síðustu mánaðamót. Frumvarpsdrögin voru kynnt í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar en frestur til athugasemda rann út fyrir helgi. Drögin byggja á vinnu starfshóps sem forsætisráðherra skipaði í upphafi árs. Umsögn Hagstofunnar var sú eina sem barst. Í drögunum er lagt til að laun þjóðkjörinna fulltrúa, dómara, saksóknara og ríkissáttasemjara verði ákveðin með fastri upphæð í lögum. Upphæðin er nú sú sama og fram kom í síðustu ákvörðunum kjararáðs fyrir hópana. Upphæðin kemur síðan til með að taka breytingum 1. maí ár hvert með hliðsjón af fyrrgreindu meðaltali. Til bráðabirgða munu laun presta og biskups taka sömu breytingum þar til samkomulag um nýtt fyrirkomulag launa þeirra næst. Aðrir færast undir kjaradeild fjármálaráðuneytisins. Í athugasemd Hagstofunnar er þess einnig getið að það fyrirkomulag sem lagt er til geti leitt til hringrásar. Það er, hærra meðaltal reglulegra launa hækkar laun þeirra sem falla undir frumvarpsdrögin. Til útskýringar má taka það dæmi ef fyrrgreint meðaltal hækkar um sjö prósent. Laun hópsins munu þá sjálfkrafa hækka um sjö prósent 1. maí. Þar sem hópurinn er reiknaður inn í meðaltalið kemur hækkun hans til með að hækka meðaltalið aftur. Sú hækkun hækkar launin á ný, sem hækkar meðaltalið, sem hækkar launin og svo framvegis. Hið sama gildir ef meðaltalið lækkar. Samkvæmt tölum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu eru ríkisstarfsmenn um 21 þúsund talsins en stöðugildin eru eilítið færri. Í hópnum sem fellur undir hina sjálfvirku breytingu eru á annað hundrað manns og því má leiða að því líkur að breytingar á launum þeirra komi til með að hafa minniháttar áhrif. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46 Forstöðumenn íhuga málsókn Forstöðumenn ríkisstofnana telja að stjórnsýslureglum hafi ekki verið fylgt hjá kjararáði. Hátt í tug erinda var ekki svarað af ráðinu eða þeim vísað frá. 12. júlí 2018 06:00 Almennur vinnumarkaður eigi að móta kjarastefnu í landinu Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins fagnar því að úrskurðir kjararáðs verði ekki fleiri. Hann bendir á að rými til launahækkana skapist í atvinnulífinu en ekki hjá hinu opinbera. 13. júlí 2018 06:00 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Enginn lagalegur grundvöllur er fyrir útreikningum á árlegum meðaltölum reglulegra launa ríkisstarfsmanna heldur eru þeir í samræmi við þær aðferðir sem Hagstofan ákvarðar hverju sinni. Breytingar geta orðið á meðaltalinu vegna umbóta á aðferðum eða gögnum sem liggja þar að baki. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umsögn Hagstofunnar um drög að frumvarpi um breytingu á ýmsum lögum vegna brottfalls laga um kjararáð um síðustu mánaðamót. Frumvarpsdrögin voru kynnt í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar en frestur til athugasemda rann út fyrir helgi. Drögin byggja á vinnu starfshóps sem forsætisráðherra skipaði í upphafi árs. Umsögn Hagstofunnar var sú eina sem barst. Í drögunum er lagt til að laun þjóðkjörinna fulltrúa, dómara, saksóknara og ríkissáttasemjara verði ákveðin með fastri upphæð í lögum. Upphæðin er nú sú sama og fram kom í síðustu ákvörðunum kjararáðs fyrir hópana. Upphæðin kemur síðan til með að taka breytingum 1. maí ár hvert með hliðsjón af fyrrgreindu meðaltali. Til bráðabirgða munu laun presta og biskups taka sömu breytingum þar til samkomulag um nýtt fyrirkomulag launa þeirra næst. Aðrir færast undir kjaradeild fjármálaráðuneytisins. Í athugasemd Hagstofunnar er þess einnig getið að það fyrirkomulag sem lagt er til geti leitt til hringrásar. Það er, hærra meðaltal reglulegra launa hækkar laun þeirra sem falla undir frumvarpsdrögin. Til útskýringar má taka það dæmi ef fyrrgreint meðaltal hækkar um sjö prósent. Laun hópsins munu þá sjálfkrafa hækka um sjö prósent 1. maí. Þar sem hópurinn er reiknaður inn í meðaltalið kemur hækkun hans til með að hækka meðaltalið aftur. Sú hækkun hækkar launin á ný, sem hækkar meðaltalið, sem hækkar launin og svo framvegis. Hið sama gildir ef meðaltalið lækkar. Samkvæmt tölum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu eru ríkisstarfsmenn um 21 þúsund talsins en stöðugildin eru eilítið færri. Í hópnum sem fellur undir hina sjálfvirku breytingu eru á annað hundrað manns og því má leiða að því líkur að breytingar á launum þeirra komi til með að hafa minniháttar áhrif.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46 Forstöðumenn íhuga málsókn Forstöðumenn ríkisstofnana telja að stjórnsýslureglum hafi ekki verið fylgt hjá kjararáði. Hátt í tug erinda var ekki svarað af ráðinu eða þeim vísað frá. 12. júlí 2018 06:00 Almennur vinnumarkaður eigi að móta kjarastefnu í landinu Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins fagnar því að úrskurðir kjararáðs verði ekki fleiri. Hann bendir á að rými til launahækkana skapist í atvinnulífinu en ekki hjá hinu opinbera. 13. júlí 2018 06:00 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46
Forstöðumenn íhuga málsókn Forstöðumenn ríkisstofnana telja að stjórnsýslureglum hafi ekki verið fylgt hjá kjararáði. Hátt í tug erinda var ekki svarað af ráðinu eða þeim vísað frá. 12. júlí 2018 06:00
Almennur vinnumarkaður eigi að móta kjarastefnu í landinu Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins fagnar því að úrskurðir kjararáðs verði ekki fleiri. Hann bendir á að rými til launahækkana skapist í atvinnulífinu en ekki hjá hinu opinbera. 13. júlí 2018 06:00