Magnús vill annað sæti á lista Sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi Birgir Olgeirsson skrifar 7. janúar 2018 21:39 Magnús Örn Guðmundsson Magnús Örn Guðmundsson viðskiptafræðingur býður sig fram í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélags Seltirninga sem haldið verður 20. janúar næstkomandi. Magnús Örn situr í bæjarstjórn Seltjarnarness, er formaður íþrótta- og tómstundanefndar og situr í skólanefnd bæjarins. Hann starfar sem forstöðumaður hjá Stefni hf. Magnús leggur áherslu á lága skatta, gagnsæja og skilvirka stjórnsýslu, hátt þjónustustig í grunnþjónustu og forgangsröðun framkvæmda án skuldasöfnunar. Hann leggur jafnframt áherslu á að skipulagsmál þurfi að nálgast með meiri yfirvegun í sátt við bæjarbúa og vill raunsæi í samgöngumálum.Nánar um stefnumál: Magnús Örn vill lækka fasteignaskatta umtalsvert. Álagningarstuðull fasteignaskattsins hefur lækkað um 16% á kjörtímabilinu en fasteignaverð hefur hins vegar hækkað um meira en 50% á síðustu 5 árum. Með hækkandi launum síðustu misseri hefur einnig skapast svigrúm til lækkunar útsvars, en Seltirningar greiða eitt hæsta útsvar á íbúa þó álagningarprósentan sé lægri en hjá flestum sveitarfélögum. Magnús vill einfalda, gagnsæja og skilvirka stjórnsýslu og opið bókhald þar sem skattgreiðendur geta nálgast tölur úr rekstri málaflokka og upplýsingar um viðskiptaaðila bæjarins. Skipulags- og umferðarmál þurfi að hugsa með hagsmuni Seltirninga að leiðarljósi og gæta þarf fyllstu aðgátar við viðkvæm náttúrusvæði bæjarins. Tryggja þarf að ekki verði þrengt frekar að umferð einkabílsins, sem eru hinar raunverulegu almenningssamgöngur Seltirninga. Magnús situr í skólanefnd og vill bæta kjör og aðbúnað kennara. Hann vill einkarekinn ungbarnaleikskóla á Seltjarnarnes. Á Seltjarnarnesi er fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf og tryggja þarf að svo verði áfram með framúrskarandi aðstöðu. Magnús leggur áherslu á að þjónusta við elstu íbúa bæjarins sé líka sem allra best en eldri borgarar eru hátt hlutfall bæjarbúa. Seltjarnarnes Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Lækningastjóri undirbýr starfsemi í nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Sjá meira
Magnús Örn Guðmundsson viðskiptafræðingur býður sig fram í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélags Seltirninga sem haldið verður 20. janúar næstkomandi. Magnús Örn situr í bæjarstjórn Seltjarnarness, er formaður íþrótta- og tómstundanefndar og situr í skólanefnd bæjarins. Hann starfar sem forstöðumaður hjá Stefni hf. Magnús leggur áherslu á lága skatta, gagnsæja og skilvirka stjórnsýslu, hátt þjónustustig í grunnþjónustu og forgangsröðun framkvæmda án skuldasöfnunar. Hann leggur jafnframt áherslu á að skipulagsmál þurfi að nálgast með meiri yfirvegun í sátt við bæjarbúa og vill raunsæi í samgöngumálum.Nánar um stefnumál: Magnús Örn vill lækka fasteignaskatta umtalsvert. Álagningarstuðull fasteignaskattsins hefur lækkað um 16% á kjörtímabilinu en fasteignaverð hefur hins vegar hækkað um meira en 50% á síðustu 5 árum. Með hækkandi launum síðustu misseri hefur einnig skapast svigrúm til lækkunar útsvars, en Seltirningar greiða eitt hæsta útsvar á íbúa þó álagningarprósentan sé lægri en hjá flestum sveitarfélögum. Magnús vill einfalda, gagnsæja og skilvirka stjórnsýslu og opið bókhald þar sem skattgreiðendur geta nálgast tölur úr rekstri málaflokka og upplýsingar um viðskiptaaðila bæjarins. Skipulags- og umferðarmál þurfi að hugsa með hagsmuni Seltirninga að leiðarljósi og gæta þarf fyllstu aðgátar við viðkvæm náttúrusvæði bæjarins. Tryggja þarf að ekki verði þrengt frekar að umferð einkabílsins, sem eru hinar raunverulegu almenningssamgöngur Seltirninga. Magnús situr í skólanefnd og vill bæta kjör og aðbúnað kennara. Hann vill einkarekinn ungbarnaleikskóla á Seltjarnarnes. Á Seltjarnarnesi er fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf og tryggja þarf að svo verði áfram með framúrskarandi aðstöðu. Magnús leggur áherslu á að þjónusta við elstu íbúa bæjarins sé líka sem allra best en eldri borgarar eru hátt hlutfall bæjarbúa.
Seltjarnarnes Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Lækningastjóri undirbýr starfsemi í nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Sjá meira