Enginn tími til að verða gamalmenni né fara á flakk Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. febrúar 2018 20:00 Sigrún er bókuð út árið sem leiðsögumaður, auk þess að kenna við Leiðsöguskólann. Vísir/Anton Brink Sigrún Valbergsdóttir, leikstjóri og fararstjóri, fagnar sjötugsafmæli í dag. Hún er atorkukona sem slær ekkert af þó árunum fjölgi. „Ef ég get komið að auglýsingu fyrir leikfélag Selfoss þá er ég til í afmælisviðtal!“ segir Sigrún Valbergsdóttir, leikstjóri og fararstjóri, þegar kvabbað er í henni. Hún viðurkennir að eiginlega hafi staðið til að fara eitthvert út í heim í tilefni afmælisins en enginn tími sé til neins, hvorki til að verða gamalmenni né fara á flakk núna! Samt er búið að frumsýna á Selfossi. Það var gert um síðustu helgi og Sigrún var leikstjóri. Stykkið heitir Glæpir og góðverk og ég bið hana að segja mér frá því. „Þetta er verk sem ég þýddi og staðfærði, gamanleikjafarsi, hálfgerður krimmi sem gerist á Selfossi. Það var svakalega skemmtilegt að vinna með leikfélaginu þar, hópurinn frábær og í flottu leikhúsi.“ Sigrún er kennari í Leiðsöguskólanum, auk þess að starfa sem fararstjóri sjálf. „Ég er alveg bókuð út þetta ár. Það er eiginlega uppselt í allar ferðirnar sem ég er fararstjóri í. Þær eru fimm til útlanda og þrjár fyrir Ferðafélag Íslands. Ég fer í sögugöngu í Ísafjarðardjúpi í maí og aðra, þriggja daga, á slóðir Agnesar og Friðriks í Húnaþingi. Svo fer ég styttri útgáfu af Arnarvatnsheiðarferð sem ég hef farið í mörg ár. Auk þess er ég með fjórar eða fimm ferðir með þýska ferðamenn, langar ferðir sem eru blanda af rútuferð og óbyggðagöngu. En skyldi hún ekkert ætla að halda upp á stórafmælið? „Ég ætla út að borða með fjölskyldunni og ekkert að elda þennan daginn. Annars finnst mér mjög gaman að elda fyrir stórfjölskylduna. Hef það fyrir fastan lið einu sinni í viku þegar ég er heima, en svo eru margar vikur á ári sem ég er í ferðum eins og þú heyrir á upptalningunni.“ Eitthvað hefur þú nú þurft að skutlast austur fyrir Hellisheiði í vetur fyrst þú varst að leikstýra. „Já, það voru fimm æfingar á viku, og ég held að heiðin hafi lokast fimmtán sinnum á þessu tímabili en það féll aldrei niður æfing. Tvisvar urðu seinkanir á æfingum vegna ófærðar en engin féll niður og allar náðu fullri lengd. Eina helgi var ég bara fyrir austan og svo var ég svo heppin að eignast fósturforeldra sem gátu alltaf komist þó strætó gengi ekki, það var bara farið um Suðurstrandarveginn.“ Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Sjá meira
Sigrún Valbergsdóttir, leikstjóri og fararstjóri, fagnar sjötugsafmæli í dag. Hún er atorkukona sem slær ekkert af þó árunum fjölgi. „Ef ég get komið að auglýsingu fyrir leikfélag Selfoss þá er ég til í afmælisviðtal!“ segir Sigrún Valbergsdóttir, leikstjóri og fararstjóri, þegar kvabbað er í henni. Hún viðurkennir að eiginlega hafi staðið til að fara eitthvert út í heim í tilefni afmælisins en enginn tími sé til neins, hvorki til að verða gamalmenni né fara á flakk núna! Samt er búið að frumsýna á Selfossi. Það var gert um síðustu helgi og Sigrún var leikstjóri. Stykkið heitir Glæpir og góðverk og ég bið hana að segja mér frá því. „Þetta er verk sem ég þýddi og staðfærði, gamanleikjafarsi, hálfgerður krimmi sem gerist á Selfossi. Það var svakalega skemmtilegt að vinna með leikfélaginu þar, hópurinn frábær og í flottu leikhúsi.“ Sigrún er kennari í Leiðsöguskólanum, auk þess að starfa sem fararstjóri sjálf. „Ég er alveg bókuð út þetta ár. Það er eiginlega uppselt í allar ferðirnar sem ég er fararstjóri í. Þær eru fimm til útlanda og þrjár fyrir Ferðafélag Íslands. Ég fer í sögugöngu í Ísafjarðardjúpi í maí og aðra, þriggja daga, á slóðir Agnesar og Friðriks í Húnaþingi. Svo fer ég styttri útgáfu af Arnarvatnsheiðarferð sem ég hef farið í mörg ár. Auk þess er ég með fjórar eða fimm ferðir með þýska ferðamenn, langar ferðir sem eru blanda af rútuferð og óbyggðagöngu. En skyldi hún ekkert ætla að halda upp á stórafmælið? „Ég ætla út að borða með fjölskyldunni og ekkert að elda þennan daginn. Annars finnst mér mjög gaman að elda fyrir stórfjölskylduna. Hef það fyrir fastan lið einu sinni í viku þegar ég er heima, en svo eru margar vikur á ári sem ég er í ferðum eins og þú heyrir á upptalningunni.“ Eitthvað hefur þú nú þurft að skutlast austur fyrir Hellisheiði í vetur fyrst þú varst að leikstýra. „Já, það voru fimm æfingar á viku, og ég held að heiðin hafi lokast fimmtán sinnum á þessu tímabili en það féll aldrei niður æfing. Tvisvar urðu seinkanir á æfingum vegna ófærðar en engin féll niður og allar náðu fullri lengd. Eina helgi var ég bara fyrir austan og svo var ég svo heppin að eignast fósturforeldra sem gátu alltaf komist þó strætó gengi ekki, það var bara farið um Suðurstrandarveginn.“
Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Sjá meira