Menningararfurinn í máli og myndum A Studio kynnir 23. nóvember 2018 11:30 Áslaug vinnur með rúnir og goðafræði í hönnun sinni. A studio Grafíski hönnuðurinn Áslaug Baldursdóttir frumsýnir fræðandi og fallegt spil um rúnir og goðafræði á sýningu Handverks og hönnunar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Spilið er framhald af rannsókn sem Áslaug vann fyrir bókina Bandrún, lokaverkefni hennar úr grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands, þar sem hún endurhannaði rúnaletur og skrifaði um menningararfinn.Áslaug Baldursdóttir tekur þátt í sýningu Handverks og hönnunar í Ráðhúsi Reykjavíkur um helgina.„Ég hef haft áhuga á rúnum frá því ég var unglingur. Þekking Íslendinga á rúnum er hinsvegar ekki nægilega mikil, við getum almennt ekki lesið né ritað rúnir“ segir Áslaug. „Spilið var lengi á teikniborðinu þótt það spretti síðan út frá rannsókninni sem ég vann í lokaverkefninu mínu og bókinni Bandrún. Bókin er formstúdía á íslenskum rúnum og eldra rúnakerfinu en inniheldur einnig fróðleik um sögu rúnanna og goðafræði og sýnir fram á hvernig rúnirnar og goðafræðin tengjast með beinum hætti. Þetta er kjarninn í íslenskum menningarverðmætum,“ útskýrir Áslaug.Áslaug er hámenntuð, en hún hefur lokið sex háskólagráðum. „Öll mín menntun byggir á því að miðla og spilið er mín tilraun til miðla menningararfinum og að auka aðgengi og skilning á formunum sjálfum sem mynda letrið og þannig hjálpa fólki að beita því. Ég vona að mér takist það,“ segir hún enda spilið fallega útfært. En hvernig virkar það? „Spilið skiptist í tvo spilastokka, í öðrum þeirra eru rúnirnar, ein rún á hverju spili og tvö spil fyrir hverja rún. Hægt er að leggja niður rúnaspil og fræðast um rúnirnar og myndræna formbyggingu þeirra eða nýta spilið sem minnisspil." "Hinn stokkurinn snýr að goðafræðinni. Í þeim spilastokki eru 104 spilaspjöld og á þeim spilum eru goðin, ásynjur, jötnar og öll helstu kennimerki goðafræðinnar og þeim lýst. Lesin er upp lýsing af spili sem dregið er og spurt við hvern eða hvað lýsingin á. Þannig myndast fróðleikur um efnið á skemmtilegan og hagnýtan hátt,“ segir Áslaug. „Ég hugsa mér að spilið geti vel hentað miðstigi í grunnskóla og uppúr sem skemmtilegt og fræðandi kennslugagn en einnig fyrir fjölskyldur og fólk almennt. Þá er ég að vinna að þýðingu á spilinu á ensku, sem verður tilbúin fljótlega."Á sýningunni í Ráðhúsinu er Áslaug einnig með rúnaletrið sem hún hannaði á veggspjöldum, ýmist allt stafrófið eða einstaka rúnir, jólakort og merkimiða. Allar vörurnar eru prentaðar á Íslandi hjá Prentmet. „Gæðin í svona prentun eru mjög mikilvæg og nauðsynlegt að geta fylgst með prentuninni.“ segir Áslaug.Áslaug rekur hönnunarstofuna A Studio og nánar má forvitnast um fjölbreytta hönnun hennar á astudio.is. A Studio er einnig á facebook og á instagram. Þessi kynning er unnin í samstarfi við A Studio. Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Eldhúspartý KVIK er á laugardaginn Hug-A-Lums þyngdarbangsar sem allir elska The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Heilbrigður hársvörður er lykillinn að fallegu hári Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Fékk sterkari bein án lyfja Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Uppselt, uppselt og aukatónleikum bætt við Sumar á Sýrlandi Skapaðu góðar minningar með Heimsferðum Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lærðu að tala við gervigreindina og fá svör sem virka! Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Sjá meira
Grafíski hönnuðurinn Áslaug Baldursdóttir frumsýnir fræðandi og fallegt spil um rúnir og goðafræði á sýningu Handverks og hönnunar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Spilið er framhald af rannsókn sem Áslaug vann fyrir bókina Bandrún, lokaverkefni hennar úr grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands, þar sem hún endurhannaði rúnaletur og skrifaði um menningararfinn.Áslaug Baldursdóttir tekur þátt í sýningu Handverks og hönnunar í Ráðhúsi Reykjavíkur um helgina.„Ég hef haft áhuga á rúnum frá því ég var unglingur. Þekking Íslendinga á rúnum er hinsvegar ekki nægilega mikil, við getum almennt ekki lesið né ritað rúnir“ segir Áslaug. „Spilið var lengi á teikniborðinu þótt það spretti síðan út frá rannsókninni sem ég vann í lokaverkefninu mínu og bókinni Bandrún. Bókin er formstúdía á íslenskum rúnum og eldra rúnakerfinu en inniheldur einnig fróðleik um sögu rúnanna og goðafræði og sýnir fram á hvernig rúnirnar og goðafræðin tengjast með beinum hætti. Þetta er kjarninn í íslenskum menningarverðmætum,“ útskýrir Áslaug.Áslaug er hámenntuð, en hún hefur lokið sex háskólagráðum. „Öll mín menntun byggir á því að miðla og spilið er mín tilraun til miðla menningararfinum og að auka aðgengi og skilning á formunum sjálfum sem mynda letrið og þannig hjálpa fólki að beita því. Ég vona að mér takist það,“ segir hún enda spilið fallega útfært. En hvernig virkar það? „Spilið skiptist í tvo spilastokka, í öðrum þeirra eru rúnirnar, ein rún á hverju spili og tvö spil fyrir hverja rún. Hægt er að leggja niður rúnaspil og fræðast um rúnirnar og myndræna formbyggingu þeirra eða nýta spilið sem minnisspil." "Hinn stokkurinn snýr að goðafræðinni. Í þeim spilastokki eru 104 spilaspjöld og á þeim spilum eru goðin, ásynjur, jötnar og öll helstu kennimerki goðafræðinnar og þeim lýst. Lesin er upp lýsing af spili sem dregið er og spurt við hvern eða hvað lýsingin á. Þannig myndast fróðleikur um efnið á skemmtilegan og hagnýtan hátt,“ segir Áslaug. „Ég hugsa mér að spilið geti vel hentað miðstigi í grunnskóla og uppúr sem skemmtilegt og fræðandi kennslugagn en einnig fyrir fjölskyldur og fólk almennt. Þá er ég að vinna að þýðingu á spilinu á ensku, sem verður tilbúin fljótlega."Á sýningunni í Ráðhúsinu er Áslaug einnig með rúnaletrið sem hún hannaði á veggspjöldum, ýmist allt stafrófið eða einstaka rúnir, jólakort og merkimiða. Allar vörurnar eru prentaðar á Íslandi hjá Prentmet. „Gæðin í svona prentun eru mjög mikilvæg og nauðsynlegt að geta fylgst með prentuninni.“ segir Áslaug.Áslaug rekur hönnunarstofuna A Studio og nánar má forvitnast um fjölbreytta hönnun hennar á astudio.is. A Studio er einnig á facebook og á instagram. Þessi kynning er unnin í samstarfi við A Studio.
Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Eldhúspartý KVIK er á laugardaginn Hug-A-Lums þyngdarbangsar sem allir elska The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Heilbrigður hársvörður er lykillinn að fallegu hári Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Fékk sterkari bein án lyfja Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Uppselt, uppselt og aukatónleikum bætt við Sumar á Sýrlandi Skapaðu góðar minningar með Heimsferðum Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lærðu að tala við gervigreindina og fá svör sem virka! Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Sjá meira