Umdeildur umbi segir Gunnar æfa með aumingjum: „UFC vildi ekki fá hann en ég kom honum inn“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. febrúar 2018 09:00 Ali Abdel-Aziz lét SBG-menn heyra það. vísir/getty Ali Abdel-Aziz er einn allra umdeildasti umboðsmaðurinn í MMA-heiminum í dag en hann sér um hagsmuni stórstjarna á borð við Khabib Nurmagomedov, Frankie Edgar og Fabricio Werdum. Khabib Nurmagomedov mætir Tony Ferguson í bardaga um léttvigtarbelti UFC í apríl og því var hann til viðtals í The MMA Hour, vinsælasta útvarps- og spjallþætti heims þegar kemur að blönduðum bardagalistum. Umsjónarmaður þáttarins er blaðamaðruinn Ariel Helwani, sá vinsælasti og virtasti þegar kemur að MMA. Þar drullaði Abdel-Aziz yfir Conor McGregor sem er handhafi léttvigtarbeltisins en UFC er ekki enn þá búið að svipta honum titlinum. Abdel-Aziz fór ófögrum orðum um Conor og sneri sér svo að þeim sem standa honum næst. Abdel-Aziz tók gott kast á SBG Dublin-liðið sem John Kavanagh, þjálfari Conors og Gunnars Nelson, rekur en umbinn gjörsamlega þolir ekki Kavanagh. Hann fór svo að tala um Gunnar Nelson og hafði þetta að segja um íslenska bardagakappann:„Lof mér að segja þér sögu af Gunnari Nelson. Ég kom honum inn í UFC. Hann er með svart belti frá Renzo Gracie. Ég kom honum í UFC, ekki Audi [Attar, umboðsmaður Gunnars] og ekki pabbi hans. Það var var ég,“ sagði Abdel-Aziz. „Ég gerði það sem greiða fyrir Renzo Gracie því UFC vildi ekki fá hann. Gunnar var að rústa gaurum þegar að hann var að æfa á Írlandi og hjá Renzo Gracie [í New York, innsk. blm.]“ „Gunnar Nelson er einn hættulegasti maðurinn í veltivigtinni en hann er að tapa núna. Viltu vita hvers vegna? Það er vegna þess að hann æfir með aumingjum. Hann er orðinn vanur því að tapa eins og þeir. Þetta er bara staðreynd,“ sagði Ali Abdel-Aziz. Allt viðtalið við egypska vélbyssukjaftinn má sjá hér að ofanen umræðan um Gunnar hefst á 19:52. MMA Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Sjá meira
Ali Abdel-Aziz er einn allra umdeildasti umboðsmaðurinn í MMA-heiminum í dag en hann sér um hagsmuni stórstjarna á borð við Khabib Nurmagomedov, Frankie Edgar og Fabricio Werdum. Khabib Nurmagomedov mætir Tony Ferguson í bardaga um léttvigtarbelti UFC í apríl og því var hann til viðtals í The MMA Hour, vinsælasta útvarps- og spjallþætti heims þegar kemur að blönduðum bardagalistum. Umsjónarmaður þáttarins er blaðamaðruinn Ariel Helwani, sá vinsælasti og virtasti þegar kemur að MMA. Þar drullaði Abdel-Aziz yfir Conor McGregor sem er handhafi léttvigtarbeltisins en UFC er ekki enn þá búið að svipta honum titlinum. Abdel-Aziz fór ófögrum orðum um Conor og sneri sér svo að þeim sem standa honum næst. Abdel-Aziz tók gott kast á SBG Dublin-liðið sem John Kavanagh, þjálfari Conors og Gunnars Nelson, rekur en umbinn gjörsamlega þolir ekki Kavanagh. Hann fór svo að tala um Gunnar Nelson og hafði þetta að segja um íslenska bardagakappann:„Lof mér að segja þér sögu af Gunnari Nelson. Ég kom honum inn í UFC. Hann er með svart belti frá Renzo Gracie. Ég kom honum í UFC, ekki Audi [Attar, umboðsmaður Gunnars] og ekki pabbi hans. Það var var ég,“ sagði Abdel-Aziz. „Ég gerði það sem greiða fyrir Renzo Gracie því UFC vildi ekki fá hann. Gunnar var að rústa gaurum þegar að hann var að æfa á Írlandi og hjá Renzo Gracie [í New York, innsk. blm.]“ „Gunnar Nelson er einn hættulegasti maðurinn í veltivigtinni en hann er að tapa núna. Viltu vita hvers vegna? Það er vegna þess að hann æfir með aumingjum. Hann er orðinn vanur því að tapa eins og þeir. Þetta er bara staðreynd,“ sagði Ali Abdel-Aziz. Allt viðtalið við egypska vélbyssukjaftinn má sjá hér að ofanen umræðan um Gunnar hefst á 19:52.
MMA Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Sjá meira