Innlent

„Hvernig eigum við að vinna með fólki sem snýr út úr öllu?“

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Halldóra Mogensen segir ákvörðun þingmanna Miðflokksins að segja ekki af sér vera vanvirðingu við kjósendur flokksins.
Halldóra Mogensen segir ákvörðun þingmanna Miðflokksins að segja ekki af sér vera vanvirðingu við kjósendur flokksins. Vísir/Vilhelm
Halldóra Mogensen þingmaður Pírata segir að ummæli þingmannanna sex sem voru látin falla á Klaustur bar 20. nóvember séu ekki það eina sem sé ámælisvert því viðbrögð þeirra eftir að upp um þá komst séu líka alvarleg.

„Útúrsnúningurinn og rangfærslurnar og eftiráskýringarnar. Það er rosalega alvarlegt í sjálfu sér og gerir samstarfið miklu miklu erfiðara. Þarna er fólk ekki beint að taka ábyrgð á þessum öllu saman. Fyrst eru fjölmiðlar sem eru vandamálið.

Þarna er áfengisóráðshjali um að kenna sem Miðflokkurinn vill ekki kannast neitt við um að sé nein menning hjá þeim og svo allt í einu er þetta orðið eitthvað sem þau kannast við og sé eitthvað sem sé alvanalegt á þingi og svo allt í einu er starfsfólkið komið inn í þetta, það er þeim að kenna – að þetta sé einhver menning hjá starfsfólkinu.

Það er öllum öðrum kennt um og það er það sem gerir þetta svo erfitt.

Hvernig eigum við að vinna með fólki sem snýr út úr öllu og tekur ekki ábyrgð á neinu?,“ spyr Halldóra sem var gestur í Silfrinu á RÚV í morgun.

Óvirðing við kjósendur Miðflokksins að segja ekki af sér

Halldóra segir að í lýðræðisríki beri þingmönnum að reyna að vinna saman þvert á flokka því á bak við við þessa þingmenn séu kjósendur sem kusu sexmenningana inn á þing til að vinna að framgangi ákveðinna mála.

„Mér finnst þetta vera svo mikil vanvirðing við kjósendur að segja ekki bara af sér til þess að Miðflokkurinn geti haldið áfram og verið starfhæfur. Það er það sem mér finnst alvarlegast í þessu út af því að hann er það ekki akkúrat núna,“ segir Halldóra.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.