Sautján ára strákur klæðir upp stjörnurnar í enska boltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. september 2018 09:30 Sam Morgan er mikill sölumaður. Skjámynd/Umfjöllun BBC Sam Morgan er ekki þekktur fyrir hæfileika í fótbolta og er nýkominn með bílpróf. Það breytir því ekki að margar af stærstu stjörnum ensku úrvalsdeildarinnar leita til hans. BBC segir frá hinum sautján ára gamla Sam Morgan sem hefur það skemmtilega starf að kaupa föt á fótboltastjörnurnar. Starfið felst reyndar meira í því að selja leikmönnunum hátísku vörur og oft vörur sem er ekki auðvelt að fá annars staðar. Meðal viðskiptavina Sams Morgan eru súperstjörnur eins og þeir Paul Pogba, Kevin de Bruyne og Dele Alli. Paul Pogba er 25 ára, Kevin de Bruyne er 27 ára og Dele Alli er 22 ára. Pogba er stjarna heimsmeistara Frakka og varafyrirliði hjá Manchester United en Kevin de Bruyne er lykilmaður Englandsmeistara Manchester City og í stóru hlutverki hjá bronsliði Belga. Dele Alli hefur þrátt fyrir ungan aldur verið lengi stjarna í enska fótboltalandsliðinu auk þess að spila lykilhlutverk með Tottenham. „Ég hef verið sölumaður alla ævi en hér einu sinni var ég bara að koma heim með nokkur pund. Nú er þetta á allt öðrum skala,“ segir Sam Morgan í viðtalinu við BBC inn á milli þess að hann svarar smáskilboðum frá enska landsliðsmanninum Kyle Walker. Sam Morgan fer yfir hvernig hann byggði upp „fyrirtækið“ sitt með því að stækka tengslanetið sitt og komast í kynni við stærri stjörnur. Hann stóra tækifæri kom þegar hann komst í samband við Kyle Walker-Peters sem er 21 árs gamall leikmaður Tottenham. Kyle Walker-Peters hjálpaði Sam Morgan að komast í samband við fullt af leikmönnum Tottenham og þá fór boltinn að rúlla hjá honum fyrir alvöru. Nú eru kaupendurnir margar af stærstu fótboltastjörnum heims. Það eru ekki lengur bara leikmenn Tottenham eða enskir leikmenn. Kaupendahópurinn hefur stækkað mikið og nær nú til erlendu stjarnanna líka. BBC hefur verið að skoða aðeins heiminn og fólkið í kringum fótboltastjörnurnar. Fólkið sem eldar ofan í þá eða klippir þá. Nú var komið að skoða strákinn sem klæðir upp stjörnurnar í enska boltanum. Það má finna þessa umfjöllun um Sam Morgan hér fyrir neðan.This is unbelievable. Sam is 17 and sells clothes to the likes of Paul Pogba, Kyle Walker and Pierre-Emerick Aubameyang. Watch The Premier League Show on @BBCTwo tonight at 22:00 BST. pic.twitter.com/oiULjgMQCt — Match of the Day (@BBCMOTD) September 13, 2018 Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Fótbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Sjá meira
Sam Morgan er ekki þekktur fyrir hæfileika í fótbolta og er nýkominn með bílpróf. Það breytir því ekki að margar af stærstu stjörnum ensku úrvalsdeildarinnar leita til hans. BBC segir frá hinum sautján ára gamla Sam Morgan sem hefur það skemmtilega starf að kaupa föt á fótboltastjörnurnar. Starfið felst reyndar meira í því að selja leikmönnunum hátísku vörur og oft vörur sem er ekki auðvelt að fá annars staðar. Meðal viðskiptavina Sams Morgan eru súperstjörnur eins og þeir Paul Pogba, Kevin de Bruyne og Dele Alli. Paul Pogba er 25 ára, Kevin de Bruyne er 27 ára og Dele Alli er 22 ára. Pogba er stjarna heimsmeistara Frakka og varafyrirliði hjá Manchester United en Kevin de Bruyne er lykilmaður Englandsmeistara Manchester City og í stóru hlutverki hjá bronsliði Belga. Dele Alli hefur þrátt fyrir ungan aldur verið lengi stjarna í enska fótboltalandsliðinu auk þess að spila lykilhlutverk með Tottenham. „Ég hef verið sölumaður alla ævi en hér einu sinni var ég bara að koma heim með nokkur pund. Nú er þetta á allt öðrum skala,“ segir Sam Morgan í viðtalinu við BBC inn á milli þess að hann svarar smáskilboðum frá enska landsliðsmanninum Kyle Walker. Sam Morgan fer yfir hvernig hann byggði upp „fyrirtækið“ sitt með því að stækka tengslanetið sitt og komast í kynni við stærri stjörnur. Hann stóra tækifæri kom þegar hann komst í samband við Kyle Walker-Peters sem er 21 árs gamall leikmaður Tottenham. Kyle Walker-Peters hjálpaði Sam Morgan að komast í samband við fullt af leikmönnum Tottenham og þá fór boltinn að rúlla hjá honum fyrir alvöru. Nú eru kaupendurnir margar af stærstu fótboltastjörnum heims. Það eru ekki lengur bara leikmenn Tottenham eða enskir leikmenn. Kaupendahópurinn hefur stækkað mikið og nær nú til erlendu stjarnanna líka. BBC hefur verið að skoða aðeins heiminn og fólkið í kringum fótboltastjörnurnar. Fólkið sem eldar ofan í þá eða klippir þá. Nú var komið að skoða strákinn sem klæðir upp stjörnurnar í enska boltanum. Það má finna þessa umfjöllun um Sam Morgan hér fyrir neðan.This is unbelievable. Sam is 17 and sells clothes to the likes of Paul Pogba, Kyle Walker and Pierre-Emerick Aubameyang. Watch The Premier League Show on @BBCTwo tonight at 22:00 BST. pic.twitter.com/oiULjgMQCt — Match of the Day (@BBCMOTD) September 13, 2018
Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Fótbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Sjá meira