Leikararnir Andy Samberg og Sandra Oh verða saman kynnar á Golden Globe verðlaunahátíðinni þann 6. janúar næstkomandi.
Andy Samberg er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í þáttunum Brooklyn Nine-Nine og Sandra Oh fyrir hlutverk sín í þáttunum Killing Eve og Grey's Anatomy.
Þetta er í annað sinn þar sem tveir aðilar taka hlutverkið að sér en fyrir þremur árum voru þær Tina Fey og Amy Poehler kynnar.
Hátíðin verður sú 76. í röðinni og verður hún haldin í Beverly Hills í upphafi ársins.
Andy Samberg og Sandra Oh verða kynnar á Golden Globe
