Thierry Henry: Liverpool gæti verið liðið sem stoppar Manchester City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2018 18:15 Sadio Mane fékk rautt spjald á 37. mínútu í fyrri leik Liverpool og Manchester City. Vísir/Getty Manchester City er taplaust og með fimmtán stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en fyrsta tapið gætið komið um helgina ef marka má Thierry Henry, fyrrum leikmanns Arsenal og franska landsliðsins, sem er sérfræðingur hjá Sky Sports. Henry veltir fyrir sér leik Liverpool og Manchester City um helgina sem fer fram á Anfield í Liverpool. Manchester City vann fyrri leik liðanna 5-0 og hefur nú spilað fyrstu 22 deildarleiki sína á tímabilinu án þess að tapa. Henry bendir á það að staðan var bara 1-0 þegar Sadio Mane var rekinn af velli og að Liverpool var búið að skapa vandræði fyrir leikmenn City á upphafskafla leiksins. „Við sáum Liverpool ógna þeim í upphafi leiks og City kemst í 1-0 gegn gangi leiksins. Ég hefði viljað sjá þennan leik spilast án þess að Mane fengi rauða spjaldið. Liverpool var inn í leiknum og það hefði verið áhugavert,“ sagði Thierry Henry við Sky Sports. Henry bendir á að Manchester City hafi átt í mestum vandræðum með liðin í neðri hlutanum á þessari leiktíð en lið eins Chelsea var aftur á móti ekki mikil fyrirstaða fyrir lærisveina Pep Guardiola. Þess vegna hafi mótstaða Liverpool í upphafi síðasta leiks gefið góð fyrirheit fyrir leik liðanna um helgina. Henry hefur heldur ekki áhyggjur af því að brotthvarf Philippe Coutinho komi í veg fyrir að Liverpool geti unnið Manchester City um helgina. „Þeir hafa ennþa´menn eins og Firmino, Salah og Mane. Það er ekki slæm þriggja manna lína. Það væri samt betra að vera með Coutinho í tíunni. [Alex] Oxlade-Chamberlain er þarna og [Adam] Lallana er kominn aftur en auðvitað eiga þeir eftir að sakna Coutinho. Það er fáránlegt hvað hann hefur skorað mörg mörk fyrir utan teig. Liðið verður að halda sínu striki og Liverpool verður alltaf Liverpool,“ sagði Henry. Henry talar vel um Mo Salah og nýja manninn Virgil van Dijk og það fer ekki á milli mála að hann hefur mikla trú á Liverpool, líka á móti toppliði Manchester City á sunnudaginn „Já ég tel að það bendi margt til þess að Liverpool gæti verið liðið sem stoppar City,“ sagði Thierry Henry. Enski boltinn Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
Manchester City er taplaust og með fimmtán stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en fyrsta tapið gætið komið um helgina ef marka má Thierry Henry, fyrrum leikmanns Arsenal og franska landsliðsins, sem er sérfræðingur hjá Sky Sports. Henry veltir fyrir sér leik Liverpool og Manchester City um helgina sem fer fram á Anfield í Liverpool. Manchester City vann fyrri leik liðanna 5-0 og hefur nú spilað fyrstu 22 deildarleiki sína á tímabilinu án þess að tapa. Henry bendir á það að staðan var bara 1-0 þegar Sadio Mane var rekinn af velli og að Liverpool var búið að skapa vandræði fyrir leikmenn City á upphafskafla leiksins. „Við sáum Liverpool ógna þeim í upphafi leiks og City kemst í 1-0 gegn gangi leiksins. Ég hefði viljað sjá þennan leik spilast án þess að Mane fengi rauða spjaldið. Liverpool var inn í leiknum og það hefði verið áhugavert,“ sagði Thierry Henry við Sky Sports. Henry bendir á að Manchester City hafi átt í mestum vandræðum með liðin í neðri hlutanum á þessari leiktíð en lið eins Chelsea var aftur á móti ekki mikil fyrirstaða fyrir lærisveina Pep Guardiola. Þess vegna hafi mótstaða Liverpool í upphafi síðasta leiks gefið góð fyrirheit fyrir leik liðanna um helgina. Henry hefur heldur ekki áhyggjur af því að brotthvarf Philippe Coutinho komi í veg fyrir að Liverpool geti unnið Manchester City um helgina. „Þeir hafa ennþa´menn eins og Firmino, Salah og Mane. Það er ekki slæm þriggja manna lína. Það væri samt betra að vera með Coutinho í tíunni. [Alex] Oxlade-Chamberlain er þarna og [Adam] Lallana er kominn aftur en auðvitað eiga þeir eftir að sakna Coutinho. Það er fáránlegt hvað hann hefur skorað mörg mörk fyrir utan teig. Liðið verður að halda sínu striki og Liverpool verður alltaf Liverpool,“ sagði Henry. Henry talar vel um Mo Salah og nýja manninn Virgil van Dijk og það fer ekki á milli mála að hann hefur mikla trú á Liverpool, líka á móti toppliði Manchester City á sunnudaginn „Já ég tel að það bendi margt til þess að Liverpool gæti verið liðið sem stoppar City,“ sagði Thierry Henry.
Enski boltinn Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira