Rúnar Alex: „Geggjað að skapa sér nafn og fá virðingu“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. ágúst 2018 13:30 Rúnar Alex er fæddur árið 1995. Hann er sonur leikjahæsta landsliðsmanns Íslands, Rúnars Kristinssonar. Vísir/Getty Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson byrjaði vel hjá nýju félagi í nýrri deild um helgina. Hann segist ánægður með lífið í Frakklandi og frábært að hafa byrjað strax á því að skapa sér nafn á nýjum stað. Rúnar Alex var keyptur frá Nordsjælland í Danmörku til Dijon í Frakklandi í sumar. Hann fór beint í byrjunarliðið hjá Dijon og var valinn í úrvalslið fyrstu umferðarinnar af franska miðlinum L'Equipe, einum stærsta og virtasta íþróttamiðli Evrópu, fyrir frammistöðu sína í 1-2 útisigri á Montpellier. „Þetta er fín viðurkenning en svo sem ekkert meira en það. Það er bara næsti leikur sem skiptir máli,“ sagði hógvær Rúnar Alex þegar Vísir heyrði í honum í dag. Hann sagði það hafa legið fyrir allan tímann að hann myndi byrja þennan leik. „Ég var keyptur sem byrjunarliðsmaður í þetta lið, svo það hefði verið frekar lélegt ef ég hefði ekki byrjað fyrsta leik,“ sagði Rúnar sem var ánægður með að komast loks af stað. „Ógeðslega gaman að byrja þetta. Undirbúningstímabil eru ekkert sérstaklega skemmtileg og gaman að vera núna byrjaður á alvörunni. Geggjað að byrja á sigri á erfiðum útivelli.“Rúnar Alex í baráttunni um helginavísir/gettyRúnar er fyrsti íslenski markmaðurinn sem spilar í einum af fimm stærstu deildum Evrópu. Sú staðreynd var honum kannski ekki sérlega ofarlega í huga en hann sagði það þó alltaf markmiðið að spila í bestu deildunum. „Mig langaði alltaf að prófa mig á stærra plani en í Danmörku. Það er geggjað að ég hafi getað tekið strax skrefið í svona stóra deild og hafi ekki þurft að taka eitthvað svona milliskref eins og til Hollands eða Belgíu og fara fyrst í aðeins minni deild. Það var alltaf markmiðið mitt og planið hjá mér og mínum ráðgjöfum að það væri kannski óþarfi að taka þetta milliskref ef að rétti möguleikinn myndi bjóðast að fara beint í svona deild.“ „Ég held að ég hafi tekið rétta ákvörðun í að koma hingað. Geggjað að ég hafi skapað mér ágætis nafn með því að byrja svona vel og fá virðingu frá fólki.“ „Þetta byrjar allavega vel og ég þarf að byggja ofan á þetta og get vonandi tekið stærra skref einhvern tímann seinna.“Hannes Þór Halldórsson hefur verið aðalmarkvörður Íslands undan farin ár. Þrátt fyrir innkomu nýs þjálfara telu Rúnar að Hannes eigi þá stöðu enn vísavísri/vilhelmDijon er á sínu þriðja tímabili í frönsku úrvalsdeildinni. Liðið kom upp vorið 2016 og náði að halda sér í deildinni á fyrsta tímabilinu. Á síðasta tímabili lenti liðið í 11. sæti, sem er besti árangur í sögu félagsins. Hún er reyndar ekki mjög löng, félagið var stofnað árið 1998 þegar tvö félög, Cercle Sportif Laique Dijonnais og Dijon FC, voru sameinuð undir nafni þess síðara. Rúnar Alex sagði félagið standast allar sínar væntingar. „Þetta er nokurn veginn eins og ég bjóst við. Fjölskylduvænn klúbbur og gott fólk í kringum liðið. Leikmennirnir eru allir mjög almennilegir og enginn með neina stjörnustæla. Þetta er svipað kannski eins og með íslenska landsliðið hvað það varðar, það eru allir góðir vinir og enginn stærri en liðið.“ En hvernig er lífið í Frakklandi? „Mjög gott. Það fer mjög vel um okkur hérna. Bærinn er mjög huggulegur, ekkert of stór, svipaður og Reykjavík. Geggjað veður og ógeðslega góður matur.“ Rúnar Alex hefur náð að stimpla sig inn í leikmannahóp íslenska landsliðsins og var einn þriggja markmanna sem fóru á HM í Rússlandi. Það styttist í næstu landsliðsverkefni, Ísland mætir Sviss og Belgíu í Þjóðadeildinni í byrjun september. Erik Hamrén mun þá stýra liðinu í fyrsta skipti eftir að hafa tekið við sem landsliðsþjálfari í síðustu viku. „Það er nýr þjálfari og það þýðir að það byrja flest allir á sama stað og byrja aftur á núlli. Þar er gott að ná að byrja svona vel, það kemur mér í fína stöðu og ég vona að hann taki eftir mér. En ég held að Hannes [Þór Halldórsson] sé alltaf að fara að spila næsta leik en ég er bara klár í að bakka hann upp. Ég þarf örugglega að gera aðeins meira til þess að eiga skilið að spila,“ sagði Rúnar Alex Rúnarsson.Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan ásamt nokkrum hápunktum til viðbótar. Fótbolti Tengdar fréttir Rúnar valinn í lið umferðarinnar eftir fyrsta leik Rúnar Alex Rúnarsson var valinn í lið unferðarinnar hjá franska miðlinum L'Equipe eftir frumraun sína í frönsku úrvalsdeildinni um helgina. 13. ágúst 2018 10:00 Rúnar Alex byrjaði á sigri í Frakklandi Rúnar Alex Rúnarsson náði ekki að halda marki sínu hreinu í frumraun sinni í frönsku úrvalsdeildinni. Dijon sótti sigur gegn Montpellier á útivelli með sigurmarki í uppbótartíma. 11. ágúst 2018 20:00 Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Sjá meira
Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson byrjaði vel hjá nýju félagi í nýrri deild um helgina. Hann segist ánægður með lífið í Frakklandi og frábært að hafa byrjað strax á því að skapa sér nafn á nýjum stað. Rúnar Alex var keyptur frá Nordsjælland í Danmörku til Dijon í Frakklandi í sumar. Hann fór beint í byrjunarliðið hjá Dijon og var valinn í úrvalslið fyrstu umferðarinnar af franska miðlinum L'Equipe, einum stærsta og virtasta íþróttamiðli Evrópu, fyrir frammistöðu sína í 1-2 útisigri á Montpellier. „Þetta er fín viðurkenning en svo sem ekkert meira en það. Það er bara næsti leikur sem skiptir máli,“ sagði hógvær Rúnar Alex þegar Vísir heyrði í honum í dag. Hann sagði það hafa legið fyrir allan tímann að hann myndi byrja þennan leik. „Ég var keyptur sem byrjunarliðsmaður í þetta lið, svo það hefði verið frekar lélegt ef ég hefði ekki byrjað fyrsta leik,“ sagði Rúnar sem var ánægður með að komast loks af stað. „Ógeðslega gaman að byrja þetta. Undirbúningstímabil eru ekkert sérstaklega skemmtileg og gaman að vera núna byrjaður á alvörunni. Geggjað að byrja á sigri á erfiðum útivelli.“Rúnar Alex í baráttunni um helginavísir/gettyRúnar er fyrsti íslenski markmaðurinn sem spilar í einum af fimm stærstu deildum Evrópu. Sú staðreynd var honum kannski ekki sérlega ofarlega í huga en hann sagði það þó alltaf markmiðið að spila í bestu deildunum. „Mig langaði alltaf að prófa mig á stærra plani en í Danmörku. Það er geggjað að ég hafi getað tekið strax skrefið í svona stóra deild og hafi ekki þurft að taka eitthvað svona milliskref eins og til Hollands eða Belgíu og fara fyrst í aðeins minni deild. Það var alltaf markmiðið mitt og planið hjá mér og mínum ráðgjöfum að það væri kannski óþarfi að taka þetta milliskref ef að rétti möguleikinn myndi bjóðast að fara beint í svona deild.“ „Ég held að ég hafi tekið rétta ákvörðun í að koma hingað. Geggjað að ég hafi skapað mér ágætis nafn með því að byrja svona vel og fá virðingu frá fólki.“ „Þetta byrjar allavega vel og ég þarf að byggja ofan á þetta og get vonandi tekið stærra skref einhvern tímann seinna.“Hannes Þór Halldórsson hefur verið aðalmarkvörður Íslands undan farin ár. Þrátt fyrir innkomu nýs þjálfara telu Rúnar að Hannes eigi þá stöðu enn vísavísri/vilhelmDijon er á sínu þriðja tímabili í frönsku úrvalsdeildinni. Liðið kom upp vorið 2016 og náði að halda sér í deildinni á fyrsta tímabilinu. Á síðasta tímabili lenti liðið í 11. sæti, sem er besti árangur í sögu félagsins. Hún er reyndar ekki mjög löng, félagið var stofnað árið 1998 þegar tvö félög, Cercle Sportif Laique Dijonnais og Dijon FC, voru sameinuð undir nafni þess síðara. Rúnar Alex sagði félagið standast allar sínar væntingar. „Þetta er nokurn veginn eins og ég bjóst við. Fjölskylduvænn klúbbur og gott fólk í kringum liðið. Leikmennirnir eru allir mjög almennilegir og enginn með neina stjörnustæla. Þetta er svipað kannski eins og með íslenska landsliðið hvað það varðar, það eru allir góðir vinir og enginn stærri en liðið.“ En hvernig er lífið í Frakklandi? „Mjög gott. Það fer mjög vel um okkur hérna. Bærinn er mjög huggulegur, ekkert of stór, svipaður og Reykjavík. Geggjað veður og ógeðslega góður matur.“ Rúnar Alex hefur náð að stimpla sig inn í leikmannahóp íslenska landsliðsins og var einn þriggja markmanna sem fóru á HM í Rússlandi. Það styttist í næstu landsliðsverkefni, Ísland mætir Sviss og Belgíu í Þjóðadeildinni í byrjun september. Erik Hamrén mun þá stýra liðinu í fyrsta skipti eftir að hafa tekið við sem landsliðsþjálfari í síðustu viku. „Það er nýr þjálfari og það þýðir að það byrja flest allir á sama stað og byrja aftur á núlli. Þar er gott að ná að byrja svona vel, það kemur mér í fína stöðu og ég vona að hann taki eftir mér. En ég held að Hannes [Þór Halldórsson] sé alltaf að fara að spila næsta leik en ég er bara klár í að bakka hann upp. Ég þarf örugglega að gera aðeins meira til þess að eiga skilið að spila,“ sagði Rúnar Alex Rúnarsson.Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan ásamt nokkrum hápunktum til viðbótar.
Fótbolti Tengdar fréttir Rúnar valinn í lið umferðarinnar eftir fyrsta leik Rúnar Alex Rúnarsson var valinn í lið unferðarinnar hjá franska miðlinum L'Equipe eftir frumraun sína í frönsku úrvalsdeildinni um helgina. 13. ágúst 2018 10:00 Rúnar Alex byrjaði á sigri í Frakklandi Rúnar Alex Rúnarsson náði ekki að halda marki sínu hreinu í frumraun sinni í frönsku úrvalsdeildinni. Dijon sótti sigur gegn Montpellier á útivelli með sigurmarki í uppbótartíma. 11. ágúst 2018 20:00 Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Sjá meira
Rúnar valinn í lið umferðarinnar eftir fyrsta leik Rúnar Alex Rúnarsson var valinn í lið unferðarinnar hjá franska miðlinum L'Equipe eftir frumraun sína í frönsku úrvalsdeildinni um helgina. 13. ágúst 2018 10:00
Rúnar Alex byrjaði á sigri í Frakklandi Rúnar Alex Rúnarsson náði ekki að halda marki sínu hreinu í frumraun sinni í frönsku úrvalsdeildinni. Dijon sótti sigur gegn Montpellier á útivelli með sigurmarki í uppbótartíma. 11. ágúst 2018 20:00