Till fær aðalbardagann í Liverpool og Gunnar Nelson er „meira en klár í slaginn“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. mars 2018 10:30 Gunnar Nelson gæti barist í Liverpool en ekki á móti Darren TIll. vísir/getty UFC tilkynnti síðastliðinn föstudag að Darren Till fær aðalbardagann í sinni heimaborg, Liverpool, þegar að UFC mætir þar til leiks með Fight Night-bardagakvöld 27. maí. Till er maðurinn sem Gunnar Nelson hefur verið að kalla eftir því að berjast gegn en Englendingurinn hefur hálfpartinn verið á flótta undan Gunnari og þóttist veikur þegar að UFC vildi að þeir myndu mætast í Lundúnum í mars. Shean Shelby, maðurinn sem raðar upp bardögum fyrir UFC, vildi ólmur fá Englendinginn í búrið á móti Gunnari en Till flaug í staðinn til Brasilíu og naut lífsins í „veikindunum“. Gunnar hefur ekkert tjáð sig opinberlega síðan að staðfest var að Till verður aðalstjarna kvöldsins í Liverpool í lok maí en UFC á enn eftir að gefa út hverjum hann mætir.Darren Till virðist ekki þora í Gunnar Nelson.vísir/gettyVonast eftir Liverpool „Gunnar er meira en klár í slaginn gegn Till í Liverpool ef honum verður boðið að berjast þar,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, í viðtali við MMANytt.com. „Við vorum líka klárir í slaginn þegar að UFC hafði samband við okkur í janúar og vildi fá Gunnar í bardaga á móti Till í Lundúnum. Gunnar sagði já en herbúðir Till sögðu hann veikan mörgum vikum fyrir áætlaðan bardaga.“ Haraldur býst ekki heldur við því að Till berjist við Gunnar í Liverpool, en hann deilir frétt MMANytt á Facebook-síðu íslenskra áhugamanna um MMA og segir: „Vonumst til að vera í Liverpool en það eru litlar líkur á að það verði gegn Till. Nokkuð ljóst að hann hefur takmarkaðan áhuga á að mæta Gunna þrátt fyrir yfirlýsingar um annað.“ Leon Edwards, 26 ára gamall breskur bardagakappi, hefur verið á fínum skriði að undanförnu en hann vill einnig berjast við Till í Liverpool. Haraldur sér líka góðan bardaga í kortunum ef hann mætir Gunnari. „Ég tel að bardagi milli Gunnars og Leon yrði flottur en það er bara mín persónulega skoðun. Ég hef aldrei rætt um hann við Gunnar,“ segir Haraldur Nelson. MMA Tengdar fréttir Till segist vera veikur en nýtur lífsins í Brasilíu Ekkert varð af bardaga Gunnars Nelson og Darren Till í London í næsta mánuði. Till sagðist vera veikur og ekki treysta sér í bardagann. 7. febrúar 2018 13:30 Haraldur Nelson um veikindi Till: „Þetta er bara rugl“ „Þetta er bara rugl,“ segir Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, um meint veikindi Darrens Tills sem ekkert þykist kannast við fyrirhugaðan bardaga þeirra í Lundúnum í mars 30. janúar 2018 19:15 Gunnar Nelson býst við bardaga í maí Gunnar Nelson vonast eftir því að berjast í lok maí á bardagakvöldi UFC í Dublin. Þetta sagði hann í spjalli við The MacLife, síðu í eigu Conor McGregor. 25. febrúar 2018 12:45 Gunnar berst ekki við Till: „Algjört bull að honum var ekki boðið að berjast“ Líkurnar á því að Gunnar Nelson berjist í Lundúnum í mars minnka með hverjum deginum. 30. janúar 2018 11:03 Beðið eftir að Till samþykki að berjast við Gunnar: „Væri mjög undarlegt að hafna þessu“ Gunnar Nelson gæti barist í aðalbardaga kvöldsins í Lundúnum annað árið í röð. 25. janúar 2018 09:00 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Fótbolti Fleiri fréttir Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Sjá meira
UFC tilkynnti síðastliðinn föstudag að Darren Till fær aðalbardagann í sinni heimaborg, Liverpool, þegar að UFC mætir þar til leiks með Fight Night-bardagakvöld 27. maí. Till er maðurinn sem Gunnar Nelson hefur verið að kalla eftir því að berjast gegn en Englendingurinn hefur hálfpartinn verið á flótta undan Gunnari og þóttist veikur þegar að UFC vildi að þeir myndu mætast í Lundúnum í mars. Shean Shelby, maðurinn sem raðar upp bardögum fyrir UFC, vildi ólmur fá Englendinginn í búrið á móti Gunnari en Till flaug í staðinn til Brasilíu og naut lífsins í „veikindunum“. Gunnar hefur ekkert tjáð sig opinberlega síðan að staðfest var að Till verður aðalstjarna kvöldsins í Liverpool í lok maí en UFC á enn eftir að gefa út hverjum hann mætir.Darren Till virðist ekki þora í Gunnar Nelson.vísir/gettyVonast eftir Liverpool „Gunnar er meira en klár í slaginn gegn Till í Liverpool ef honum verður boðið að berjast þar,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, í viðtali við MMANytt.com. „Við vorum líka klárir í slaginn þegar að UFC hafði samband við okkur í janúar og vildi fá Gunnar í bardaga á móti Till í Lundúnum. Gunnar sagði já en herbúðir Till sögðu hann veikan mörgum vikum fyrir áætlaðan bardaga.“ Haraldur býst ekki heldur við því að Till berjist við Gunnar í Liverpool, en hann deilir frétt MMANytt á Facebook-síðu íslenskra áhugamanna um MMA og segir: „Vonumst til að vera í Liverpool en það eru litlar líkur á að það verði gegn Till. Nokkuð ljóst að hann hefur takmarkaðan áhuga á að mæta Gunna þrátt fyrir yfirlýsingar um annað.“ Leon Edwards, 26 ára gamall breskur bardagakappi, hefur verið á fínum skriði að undanförnu en hann vill einnig berjast við Till í Liverpool. Haraldur sér líka góðan bardaga í kortunum ef hann mætir Gunnari. „Ég tel að bardagi milli Gunnars og Leon yrði flottur en það er bara mín persónulega skoðun. Ég hef aldrei rætt um hann við Gunnar,“ segir Haraldur Nelson.
MMA Tengdar fréttir Till segist vera veikur en nýtur lífsins í Brasilíu Ekkert varð af bardaga Gunnars Nelson og Darren Till í London í næsta mánuði. Till sagðist vera veikur og ekki treysta sér í bardagann. 7. febrúar 2018 13:30 Haraldur Nelson um veikindi Till: „Þetta er bara rugl“ „Þetta er bara rugl,“ segir Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, um meint veikindi Darrens Tills sem ekkert þykist kannast við fyrirhugaðan bardaga þeirra í Lundúnum í mars 30. janúar 2018 19:15 Gunnar Nelson býst við bardaga í maí Gunnar Nelson vonast eftir því að berjast í lok maí á bardagakvöldi UFC í Dublin. Þetta sagði hann í spjalli við The MacLife, síðu í eigu Conor McGregor. 25. febrúar 2018 12:45 Gunnar berst ekki við Till: „Algjört bull að honum var ekki boðið að berjast“ Líkurnar á því að Gunnar Nelson berjist í Lundúnum í mars minnka með hverjum deginum. 30. janúar 2018 11:03 Beðið eftir að Till samþykki að berjast við Gunnar: „Væri mjög undarlegt að hafna þessu“ Gunnar Nelson gæti barist í aðalbardaga kvöldsins í Lundúnum annað árið í röð. 25. janúar 2018 09:00 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Fótbolti Fleiri fréttir Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Sjá meira
Till segist vera veikur en nýtur lífsins í Brasilíu Ekkert varð af bardaga Gunnars Nelson og Darren Till í London í næsta mánuði. Till sagðist vera veikur og ekki treysta sér í bardagann. 7. febrúar 2018 13:30
Haraldur Nelson um veikindi Till: „Þetta er bara rugl“ „Þetta er bara rugl,“ segir Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, um meint veikindi Darrens Tills sem ekkert þykist kannast við fyrirhugaðan bardaga þeirra í Lundúnum í mars 30. janúar 2018 19:15
Gunnar Nelson býst við bardaga í maí Gunnar Nelson vonast eftir því að berjast í lok maí á bardagakvöldi UFC í Dublin. Þetta sagði hann í spjalli við The MacLife, síðu í eigu Conor McGregor. 25. febrúar 2018 12:45
Gunnar berst ekki við Till: „Algjört bull að honum var ekki boðið að berjast“ Líkurnar á því að Gunnar Nelson berjist í Lundúnum í mars minnka með hverjum deginum. 30. janúar 2018 11:03
Beðið eftir að Till samþykki að berjast við Gunnar: „Væri mjög undarlegt að hafna þessu“ Gunnar Nelson gæti barist í aðalbardaga kvöldsins í Lundúnum annað árið í röð. 25. janúar 2018 09:00