Sundmennirnir sem keppa fyrir Ísland á mótinu eru Anton Sveinn McKee, Predrag Milos úr SH og sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir, sem hefur æft í Svíþjóð á síðasta ári.
Þetta verður fyrsta stórmótið í langan tíma þar sem sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir er ekki meðal keppenda en hún hefur hætt keppni.
Anton Sveinn McKee mun synda fyrstur en hann hefur keppni á föstudagsmorguninn í undanrásum í 100 metra bringusundi.
Þjálfari íslenska hópsins er Jacky Pellerin, fararstjóri er Málfríður Sigurhansdóttir og Unnur Sædís Jónsdóttir er sjúkraþjálfari hópsins.

Föstudagurinn 3. ágúst:
Anton Sveinn McKee 100 metra bringusund
Laugardagur 4. ágúst:
Eygló Ósk 50 metra baksund
Mánudagur 6. águst
Eygló Ósk 100 metra baksund
Miðvikudagur 8. ágúst
Predrag Milos 50 metra skriðsund