Fjölskylda talin hafa myrt átta meðlimi annarrar fjölskyldu Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. nóvember 2018 07:54 Edward Wagner, sem sést lengst til hægri á mynd, átti barn með einu fórnarlambanna, Hönnu Rhoden, samkvæmt frétt CBS-fréttastofunnar. Twitter/@OhioAG Fjögurra manna fjölskylda hefur verið handtekin í tengslum við morð á fjölskyldu í Ohio-ríki í Bandaríkjunum árið 2016. Hjónin George Wagner III og Angela Wagner og synir þeirra George og Edward eru sökuð um að hafa myrt átta meðlimi sömu fjölskyldunnar í apríl árið 2016. Fórnarlömbin báru öll ættarnafnið Rhoden og voru á aldrinum 16-44 ára. Þá var tvítug unnusta eins fjölskyldumeðlimsins einnig myrt. Líkin átta fundust á fjórum stöðum í sýslunni en fólkið hafði allt verið skotið í höfuðið. Þá eru hin grunuðu sögð hafa þyrmt lífi þriggja barna fjölskyldunnar á aldrinum 0-3 ára. Myndir af fórnarlömbunum má sjá hér að neðan í tísti sem birt var á Twitter-reikningi saksóknara í Ohio.These are the faces of the victims - an entire family and members of their extended family - massacred. Many of them were killed as they slept. #PikeCounty pic.twitter.com/A3DH1XsLUL— Ohio AG Mike DeWine (@OhioAG) November 13, 2018 Sky-fréttastofan hefur eftir lögreglustjóra í Pike-sýslu að morðin hafi verið afar vel ígrunduð og skipulögð. Þá hafi fjórmenningarnir reynt að hylma yfir glæpi sína, m.a. með því að eiga við farsímagögn og upptökur úr öryggismyndavélum. Saksóknari segir morðin tengjast forræði yfir barni. Samkvæmt frétt bandarísku CBS-fréttastofunnar átti Edward Wagner dóttur með einu fórnarlambanna. Wagner-fjölskyldan á öll yfir höfði sér dauðarefsingu, verði meðlimir hennar fundnir sekir. Bandaríkin Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Fjögurra manna fjölskylda hefur verið handtekin í tengslum við morð á fjölskyldu í Ohio-ríki í Bandaríkjunum árið 2016. Hjónin George Wagner III og Angela Wagner og synir þeirra George og Edward eru sökuð um að hafa myrt átta meðlimi sömu fjölskyldunnar í apríl árið 2016. Fórnarlömbin báru öll ættarnafnið Rhoden og voru á aldrinum 16-44 ára. Þá var tvítug unnusta eins fjölskyldumeðlimsins einnig myrt. Líkin átta fundust á fjórum stöðum í sýslunni en fólkið hafði allt verið skotið í höfuðið. Þá eru hin grunuðu sögð hafa þyrmt lífi þriggja barna fjölskyldunnar á aldrinum 0-3 ára. Myndir af fórnarlömbunum má sjá hér að neðan í tísti sem birt var á Twitter-reikningi saksóknara í Ohio.These are the faces of the victims - an entire family and members of their extended family - massacred. Many of them were killed as they slept. #PikeCounty pic.twitter.com/A3DH1XsLUL— Ohio AG Mike DeWine (@OhioAG) November 13, 2018 Sky-fréttastofan hefur eftir lögreglustjóra í Pike-sýslu að morðin hafi verið afar vel ígrunduð og skipulögð. Þá hafi fjórmenningarnir reynt að hylma yfir glæpi sína, m.a. með því að eiga við farsímagögn og upptökur úr öryggismyndavélum. Saksóknari segir morðin tengjast forræði yfir barni. Samkvæmt frétt bandarísku CBS-fréttastofunnar átti Edward Wagner dóttur með einu fórnarlambanna. Wagner-fjölskyldan á öll yfir höfði sér dauðarefsingu, verði meðlimir hennar fundnir sekir.
Bandaríkin Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira